Langt helgarfrí.

Þá er maður bara kominn í langt helgarfrí en sökum verkefnaskorts við pökkun fékk ég frí í dag og það á fullum launum enda bað ég ekki um þetta frí heldur gáfu verkstjórarnir mér það.

Annars er maður bara enn að átta sig á stærð þessarar byggingar en hún er 12000 fm2 og var ég strax í fyrradag að hugsa um að segja upp enda líður mér mjög illa í svona stóru gínaldi sem hvolfir sér yfir mann,en ég á góða að því bæði konan mín og samstarfsfólkið sem kom með mér úr Kjalarvoginum peppuðu mig upp og sögðu þetta eðlileg viðbrigði,greinilegt að ég er metinn að verðleikum hjá þeim sem þekkja mig þarna en sökum þess að lítið hefur verið að gera hefur mér fundist ég vera letingi í augum þeirra sem þekkja mig ekki en ég hætti ekkert þarna,það er alveg á kristaltæru.

Annars gengur bara allt vel fyrir utan að ég vil komast í nýja íbúð sem fyrst,en annars er það bara afslöppun um helgina.

                             KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Góða helgi Maggi.

Ekki láta stærðina hræða þig. Þú veist að þú getur þetta allt.

Baráttukveðjur

Anna Kristinsdóttir, 4.7.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að heyra hvað vel gengur hjá þér.  Veistu eitthvað um það hvenær þú færð nýja íbúð??  Helgarkveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 11:58

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég efast ekki um að þú ert þrælduglegur Magnús, samt hef ég aldrei séð til þín, svo þú þarft örugglega ekki að hafa áhyggjur af áliti vinnufélaganna.  Eigðu góða helgi

Sigrún Jónsdóttir, 4.7.2008 kl. 13:41

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Heppinn að fá frí á launum   Góða helgi!

Rúna Guðfinnsdóttir, 4.7.2008 kl. 15:45

5 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Góða helgi Magnús minn, og þú ert duglegur, það vitum við

Svanhildur Karlsdóttir, 4.7.2008 kl. 15:58

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Heppin að fá svona frí á launum. Ég hef varla komist á bloggið vegna gestagangs og anna en er mætt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.7.2008 kl. 21:08

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Magnús minn.

Vona að allt gangi vel þó þú hafir upplifað þig í stóru gínaldi í upphafi. vonandi venst þetta.

Guðs blessun og ósk um góða helgi.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.7.2008 kl. 23:30

8 identicon

Góða helgi Maggi minn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 13:29

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk fyrir það elskurnar.

Magnús Paul Korntop, 5.7.2008 kl. 20:09

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

njóttu frísins

Hólmdís Hjartardóttir, 6.7.2008 kl. 12:27

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Njóttu frísins Magnús minn.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.7.2008 kl. 15:36

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:38

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er aldeilis munur að fá frí á fulum launum !  Vonandi hefurðu notið þess í botn.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2008 kl. 21:57

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ, Maggi þetta á náttúrulega að vera "á fullum launum"sem þarna á að standa.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband