Alhæfingar og fleira,

Úr því hve fáir commentuðu á seinustu færslu og því síður þeir bloggarar sem fjalla um trúmál þá ætla ég að leyfa mér þann ósóma að alhæfa hluti bæði um kristni og íslam.

Eftir að ég byrjaði ásamt fleirum að velta vöngum yfir þessu í þónokkurn tíma þá segi ég það fullum fetum að Jesús hafi verið brúnn á brún og brá með hrokkið hár og bogið nef að hætti þeirra sem byggja palestínu í dag,því ekki var hann hvítur með blá augu,hann er eingöngu eins og sagði í fyrri pistli gerður hvítur til að sýna yfirburði hvíta kynstofnsins.

Einnig staðhæfi ég að Jesús og María Magdalena hafi gift sig á laun hvað sem hver segir en án kynferðilegs samræðis en eins og þeir sem lesið hafa biblíuna vita þá fylgdi María Magdalena Jesú fast að málum eftir að hann forðaði henni frá því að verða grýtt af lýðnum sökum hórdóms og sérstaklega var hún honum fylgjusöm í páskavikunni en biblían hefur margoft verið ritskoðuð og færð í stílinn til að forðast aðrar skoðanir og þóknast kirkjunnar mönnum.

Hvað varðar Íslam þá vil ég meina að öfgasinnaðir múslímar mistúlki merkingu kóransins sem er jú heimsyfirráð og telja að þeir þurfi að drepa sem flesta til að því markmiði verði náð,einnig vil ég meina að þessi Zharía lög séu eingöngu til þess fallin að hefta frelsi fólks og þá sérstaklega kvenna,en einnig skal það tekið fram að arabar geti ekki barist saman gegn óvinaþjóðum eins og Ísrael þvi arabar eru sundurleit þjóð og skortir samstöðu í mörgum málum,því miður.

Ég er spíritisti sem þýðir að ég trúi á miðla og andlegar lækningar þeirra sem það stunda.

Einnig trúi ég á endurholgun því ég trúi því ekki að sálin deyji eftir að maður deyr heldur fari á annað tilverustig sem jú þýðir að við endurfæðumst því eitthvað hlutverk hljótum við að hafa í lífinu, t.d vil ég meina að ég sé að bæta fyrir seinasta líf með því að vera of þungur í þessu lífi,sálin er alltaf að læra og því meira sem hún lærir því færri skipti þarf hún að koma til jarðar.

Ég vonast eftir góðum og skemmtilegum rökræðum hér í commentakerfinu .

                                   KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Verður maður nokkuð grýttur ef maður kvittar undir allt sem þú segir/skrifar í þessari færslu?

Gaman að lesa færslurnar þínar! En ég þori ekki fyrir mitt litla líf að hafa "skoðanir" á trúmálum, á þessum síðustu og verstu.

Sigrún Jónsdóttir, 20.3.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, trúin er margvísleg. Ekki mótmæli ég þinni né diskutera hana einn eða neinn hátt. Ég trú á líf eftir dauðann og æðir mátt sem styrkir okkur og styður í daglegu lífi og það dugar mér.  Bunny Face  Easter Bunny  Chick

Ásdís Sigurðardóttir, 20.3.2008 kl. 00:05

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Nei Sigrún,þú verður ekki grýtt fyrir neitt vinan en mér finnst að fólk eigi að þora að segja skoðanir sínar í þessum málum sem öðrum.

Magnús Paul Korntop, 20.3.2008 kl. 00:05

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Satt segir þú Ásdís mín,trúin er margvísleg og margslungin og margt sem styður okkur í daglegu lífi,hlutvert okkar hér á jörðinni hlýtur að vera á andlega sviðinu.

Magnús Paul Korntop, 20.3.2008 kl. 00:09

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég aðhyllist buddisman vegna þess boðskapar sem þar er að finna.

Óskar Þorkelsson, 20.3.2008 kl. 00:15

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Já Óskar minn,búddisminn gefur innri ró er það ekki en hvaða boðskap flytur hann annars?spyr sá sem ekki veit.

Magnús Paul Korntop, 20.3.2008 kl. 00:21

7 identicon

Ég held af fólk sé drullu logandi hrætt að tjá sig um trúmál af ótta við að verða myrt.

Kristófer. (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 03:36

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

buddisminn gengur út á það að gera öðrum það sem þú vilt að aðrir geri þér, ef þú gerir á hlut einhvers verður þú að gera gott 4 sinnum í staðinn.. ef allir mundu haga sér þannig þá væri þetta góður heimur.  Þetta er stutta útgáfan.. sú langa er of löng, en hógværð er thema í buddismanum, græðgi , lesist íslenskt þjóðfélag, er bannfærð og af hinu vonda.

Óskar Þorkelsson, 20.3.2008 kl. 09:19

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk fyrir þetta Óskar minn,já,ef allir hegðuðu sér eins og menn þá þyrfti víst ekki að hafa áhyggjur af ástandi heimsmála og því miður er of mikil gtæðgi því miður.

Sæl Búkolla:Já það trúa margir á kraft á þennann hátt sem þú segir en bara samt því miður allt of fáir.

Magnús Paul Korntop, 20.3.2008 kl. 10:21

10 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleðilega páska.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.3.2008 kl. 13:53

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

munurinn á jehóva, allah,  og budda er risastór búkolla.. fyrir það fyrsta er Buddah ekki guð heldur var hann maður sem helgaði lífi síni æðri tilveru með því að fórna öllu því sem honum var kært, konungsdæmi, eiginkonu og börnum.. góðum mat og húsnæði.. gaf allt frá sér og lifði einsetulífi það sem eftir er. Jehóva og allah = 1 þetta er sami guðinn og hann kemur að ofan og gefur skipanir niður til okkar smælingjana.. 

Óskar Þorkelsson, 20.3.2008 kl. 17:26

12 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég hef oft sagt og segi það enn að trú mín er kærleikur, en ekkert er eins dýrmætt og kærleikurinn.

Sendi þér mínar bestu kveðjur bloggvinur!

Rúna Guðfinnsdóttir, 20.3.2008 kl. 17:38

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Easter BasketGleðilega páskahátíð elsku Maggi minn.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.3.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband