16.3.2008 | 19:11
Hlutum velt fyrir sér.
Smá pælingar varðandi trúmál og ætla ég að vona að hinir trúuðu bloggvinir mínir geti leitt mig í allann sannleika um hið rétta og skal það tekið fram að hér er ekki um alhæfingar að ræða heldur pælingar og vona ég að fólk saki mig ekki um guðlast.
Við höfum nokkur verið að velta fyrir okkur ýmsum hlutum er snerta biblíuna og Jesú Krist og ætla ég að taka tvö atriði fyrir sem hefur svolítið verið að velkjast um í höfðinu á okkur, annað þeirra er sú spurning hvort að Jesús hafi í raun fæðst hvítur og höfum við eiginlega fundið það út að svo sé ekki og að í raun og veru hafi hann fæðst brúnn en hafi verið gerður hvítur til að sýna yfirburði hvíta kynstofnsins en ekki vil ég alhæfa um það en þetta þykir okkur líklegt.
Hitt atriðið er sú spurning hvort María Magdalena og Jesús hafi gift sig fljótlega eftir að hann(Jesús)hafi bjargað henni(Maríu) frá því að verða grýtt af lýðnum fyrir hórdóm.
Nú er vitað(Vitnað í biblíuna)að María Magdalena fylgdi Jesú vel og dyggilega að málum og var ávallt til staðar þegar á þurfti að halda og ekki þarf annað en að vitna í atburði Dymbilvikunnar og Páskadags en þar leikur María Magdalena stórt hlutverk í því sem þar gerðist.
Eins og ég sagði þá eru þetta vangaveltur og pælingar og vona ég að bloggvinir mínir eins og Rósa,Guðsteinn eða Linda geti leitt mig í allann sannleika um þetta ef það er þá hægt.
Hér er ekki að leggja orð Drottins við hégóma eða gera lítið úr biblíunni heldur eins og ég sagði eru þetta vangaveltur um þessa hluti og vona ég að þeir sem eru trúaðir misskilji ekki þessa viðleitni mína og annara til að fá úr þessu skorið ef það er hægt.
KV:Korntop
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady
Athugasemdir
biblían eins og við þekkum hana var margritskoðuð af kirkjunnarmönnum í aust rómverska ríkinu á 4 öld eftir krist.. köflum hent og aðrir stílfærðir til þess að þóknast ráðandi öflum innan ríkis og kirkju.
Jesus var örugglega brúnn eins og það fólk sem býr í palestínu í dag. Afhverju hann er sýndur með blá augu og ljós yfirlitum er seinnitíma fölsun eins og svo margt annað innan trúarinnar.
Óskar Þorkelsson, 16.3.2008 kl. 19:28
Já,akkúrat svona höfum við heyrt þetta og kemur þetta mér því ekki á óvart en takk fyrir þetta innlegg Óskar minn.
Magnús Paul Korntop, 16.3.2008 kl. 20:40
Ég hef verið í kristnum söfnuði en ég trúi því ekki að Jesú hafi verið með ljóst hár og blá augu. Það meikar ekki sens miðað við alla aðra í þessum löndum á þessum tíma. Í blaðinu Lifandi vísindi var einu sinni sýnd mynd af manni sem væri liklegri til að vera Jesú en ljóshærði gaurinn á myndunum og hann var einmitt með dökka húð, breitt nef og hrokkið hár.
Þetta með Maríu er afar viðkvæmt mál hjá kristnu fólki, en því sem ég kemst næst og það sem ég hef lesið og hlustað á talað, það er bara ekkert talað um það að Jesú hafi verið með henni eða nokkurri annarri konu. Er þá nokkuð hægt að segja af eða á með það??? Er ekki einmitt búið að "ritskoða" Biblíuna bak og fyrir í 2000 ár og henda út og hafna ritum sem sýna pínu aðrar skoðanir.
Ég trúi því ekki að vangaveltur séu Guðlast og að þú brennir í helvíti afþví að þú ert með spurningar. Ég trúi því líka að þú fáir engan til að leiða þig í neinn sanleika um þetta, skoðanirnar eru svo margar, næstum eins margar og við erum mörg sem veltum þessu fyrir okkur. En það er alltaf gaman að fræðast meira. Vonandi færðu þau svör sem þig vantar.
Kveðja
Helga Dóra, 16.3.2008 kl. 20:52
Helga Dóra: Ég bjóst nú ekki við að fá viðhlýtandi svör enda er það ógjörningur en ég nánast fullyrði að Jesús hafi verið brúnn eins og aðrir íbúar palestínu á þeim tíma,erfiðara er að fá svör við þessu með Maríu Magdalenu vegna einmitt vegna ritskoðunnar kirkjunnar manna í gegnum aldirnar en umræðan er af hinu góða ekki satt?
Magnús Paul Korntop, 16.3.2008 kl. 20:58
Ég vona Magnús minn að þú hafir ekki verið að tala um mig "Lindu" þar sem að ég hef ekki mikla skoðun á þessu og enn minna vit.
En ég vona samt að þú fáir góð viðbrögð við þessari færslu. Hafðu það gott.
Kv. Lindalitla
Linda litla, 16.3.2008 kl. 21:08
Nei,ég var ekki að tala um þig,er með þrjár aðrar með þessu nafni og ein þeirra kallar sig vonin,ég átti við hana en takk fyrir innlitið.
Magnús Paul Korntop, 16.3.2008 kl. 21:24
Sæll Maggi minn.
Þú segir nokkuð!Ég satt best að segja hef ekki hugsað út í þetta en held mig við það sem mér var kennt. Og trúi því.
Ég held ekki að þú sért að vaða einhverjua villu viljandi------------þú ert að leita.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 05:07
Þórarinn: Þetta er hlutur sem margir fleiri en ég hafa velt vöngum yfir en ekki þorað að setja á prent þanig að þetta er stórt skref að stíga að láta svona pælingar meðal almennings.
Og eins og Helga Dóra sagði í commenti í gærkvöldi að þá er það ekki guðlast að velta svona hlutum fyrir sér.
Magnús Paul Korntop, 17.3.2008 kl. 09:09
Hæjj.
Heyrðu þetta eru góðar vangaveltur.Það er allt sem mælir á móti því að Jesú hafi ekki verið brúnn.
Helga dóra er með góðar ábendingar og tek ég undir þær.
Solla Guðjóns, 17.3.2008 kl. 10:29
Sæl Ollasak: Já,veistu,ég er að komast meira og meira á þá skoðun að jesús hafi ekki verið hvítur,heldur brúnn.
Magnús Paul Korntop, 17.3.2008 kl. 15:36
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 21:08
Allir sem ég hef talað við um þetta eru sammála um það að Jesús hafi fæðst brúnn eins og aðrir íbúar Palestínu á þessum tíma.
Magnús Paul Korntop, 17.3.2008 kl. 21:11
ég held að hann hafi verið brúnhærður með brún augu. og ég er viss um fyrir mig að þau voru hjón María Magdalena og hann, en annars ætti ég ekki að vera að svara þessu þar sem ég er ekki kristinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2008 kl. 12:30
Guð lét fögur vínber vaxa til að gleðja dapran heim!!!!/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 18.3.2008 kl. 13:50
Gleðilega páska og hafðu það gott
Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 15:56
Gleðilega páska
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 19.3.2008 kl. 18:02
Þetta samband hans og Maríu er mjög spennadi umhugsunarefni.
Trúleg voru þau mjög góðir vinir og elskuðu hvort annað. Hvort þau voru gift, það má Guð vita.
Jón Halldór Guðmundsson, 22.3.2008 kl. 02:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.