Útlendingahatur á Íslandi er staðreynd sama hvað hver segir.

Hef fylgst með umræðunni um útlendingahatur undanfarið og það verð ég að segja að þessi umræða er kominn út fyrir allt velsæmi og nýjasta dæmið er "Félag gegn pólverjum"sem einhverjir krakkabjánar í Keflavík stofnuðu og sögðu að þeir kynnu ekki ensku og því væri nauðsynlegt að losna við þá sem fyrst og að þeir væru óalandi og óferjandi.

Að mínu áliti er það orðið ansi hart þegar 14 ára óþroskaðir krakkagemlingar eru farnir að stofna félag gegn pólverjum og maður spyr sig eðlilega,hvað verður það næst?

Nú vill svo til að ég er að vinna með nokkrum pólverjum og það get ég fullyrt að þeir eru harðduglegir og mun duglegri en margur íslendingurinn og bara útlendingar yfir höfuð og þá gildir einu hvort um sé að ræða Thailendinga eða pólverja.

Einnig hefur borið á því að ráðist hefur verið á litháa eingöngu vegna þess að þeir kunna ekki íslensku,hvað er að sumu fólki?Nú hefur það komið fyrir að nokkrir litháar hafa verið handteknir fyrir smygl á eiturlyfjum og hafa hlotið dóma fyrir en þýðir það þá að allir litháar eru eins?Á að dæma alla litháa út frá ógæfufólki frá þessum löndum?Nei auðvitað ekki en íslendingar eru svo gjarnir á að apa allt eftir öðrum,það er bara staðreynd.

Ég hef ekkert upp á útlendinga að klaga þó að einhverjir þeirra hafi lent á glapstigu því þegar allt kemur til all þá eru þetta fólk eins og við en þeim fylgir bara önnur menning og það er það sem við þurfum á að halda,að læra menningu og siði annara þjóða en til þess að svo megi verða verður þessu gengdarlausa hatrí og úlfúð í garð útlendinga að linna.

Tökum höndum saman og stöðvum þetta útlendingahatur og komum fram við útlendinga eins og við viljum að þeir komi fram við okkur.

                                         KV:Korntop

                                       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, auðvitað gerum við það. En það verður að vera hægt að taka á sakamönnum og kom þeim til síns heima, ekki bara til að vernda Íslendinga heldur líka aðflutta Íslendinga  sem vilja búa hér í friði og sátt við allt og alla og leggja mikið á sig til að aðlagast umhverfinu og læra málið sem hér er ríkismál. Hatur stafar eingöngu af fáfræði og fólkið sem á að uppfræða þessa unglina sem haga sér svona hefur brugðist og er ég þá fyrst og fremst að höfða til foreldranna.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 20:02

2 Smámynd: Linda litla

Ég held að börn hagi sér svona eftir því sem þau heyra á fullorðnum á sínu heimili.

Linda litla, 27.2.2008 kl. 22:35

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Vill fólk gera svo vel að commenta á þetta takk.

Magnús Paul Korntop, 27.2.2008 kl. 23:53

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Good Morningog bestu kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.2.2008 kl. 08:41

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég vil fjölga útlendingum í þessu landu upp í 40-60 þúsund svo það fari að verða lífvænlegt á þessum klaka

Óskar Þorkelsson, 28.2.2008 kl. 08:50

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sammála þér Magnús hættum þessu.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.2.2008 kl. 12:24

7 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Hefur virkilega enginn neitt um þetta mál að segja eiginlega?Ótrúlegt ef svo sé,ég vil sjá um 100 þúsund útlendinga h´æer á landi og hana nú,þá lærum við kanski eitthað .

Magnús Paul Korntop, 28.2.2008 kl. 19:25

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús. Ég er sammála Skúla að þetta var leiðindaruppátæki  gagnvart Pólverjum. Þekki Pólverja sem eru búsettir hér á Íslandi og eru alveg frábært fólk. Velkominn á síðuna hjá mér. Þar ertu búinn að kvitta tvisvar. Ég hef staðið mig betur hérna megin.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.2.2008 kl. 19:49

9 Smámynd: Linda litla

Er ekki í lagi með þig ?? Viltu fá 100.000 útlendinga hingað í viðbót ??

Ég hef ekkert á  móti þessu erlenda fólki, en mér finnst samt komið nóg af því. Ég vil ekki fleiri útlendinga hingað.

Linda litla, 28.2.2008 kl. 22:48

10 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Bara að hrista upp í ykkur,fá fólk til að tjá sig,öll meðul notuð Linda mín.

Magnús Paul Korntop, 28.2.2008 kl. 22:56

11 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Og Linda,bara svo það sé á kristaltæru þá vil ég fleiri útlendinga en ekki 100 000 en mér tókst að hneyksla þig og fleiri þá er til einhvers unnið.

Magnús Paul Korntop, 28.2.2008 kl. 23:01

12 identicon

Sæll Magnús

Les stundum bloggið þitt en hef aldrei kommentað áður. Ég er hjartanlega sammála þér. Við eigum að heita upplýst og velmenntuð þjóð en eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis því að útlendingahatur virðist grassera í hverju horni.

Ég hef verið með talsvert marga útlendinga í vinnu frá öllum heimshornum og get borið þeim flestöllum vel söguna. Þeir eru AUÐVITAÐ misjafnir rétt eins og hinir heilögu íslendingar. En upp til hópa er þetta heiðarlegt verkafólk sem er hingað komið í leit að betri lífsgæðum fyrir sig og sína. Mætti segja að útlent vinnuafl sé Íslandi hreinlega bráðnauðsynlegt eins og vinnumarkaðurinn er í dag.

Maður spyr... myndu íslendingar vilja láta dæma sig sem hóp? Myndum við t.d.vilja láta dæma okkur eftir þeim íslendingum sem flykktust til Danmerkur til þess eins að lifa á þeirra góða velferðarkerfi og mergsjúga danska ríkið?

Þessir krakkar í Keflavík eru kjánar og hafa kannski þá veiku afsökun að vera börn. Hitt er verra þegar fullorðið, velupplýst fólk vílar ekki fyrir sér að rakka niður útlendinga og setja sig á háan hest. Íslendingar hafa valdið mér gríðarlegum vonbrigðum í þessum málum, ég hélt að við vissum betur.

Bestu kveðjur - og gangi þér vel í vinnunni þinni. Tek ofan fyrir þér og dugnaði þínum, það þarf átak til að fara aftur út á vinnumarkaðinn eftir langt hlé :)

Jóhanna (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

21 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband