19.2.2008 | 00:35
Paparnir hættir.
Þær sorgarfréttir bárust á visir.is s.l laugardag að stórhljómsveitin Papar væru hættir eftir 22 ár í bransanum og verður þeirra sárt saknað úr hinum íslenska tónlistarheimi enda frábær hljómsveit þar á ferð.
Paparnir voru stofnaðir í Vestmannaeyjum á því herrans ári 1986 af þeim Páli Óskari Eyjólfsyni(Hljómborðsleikara) og Georg Ólafsyni(Bassaleikara)
Aðalsmerki papanna var írsk þjóðlagatónlist í bland við gamla slagara íslenska sem erlenda og var alveg sama hvar þeir spiluðu,oftar en ekki var fullt út úr dyrum og komust færri að en vildu,ég var stundum það heppinn að vera á gestalista og var yfirleytt mættur með fyrsta holli enda forréttindi að vera á papaböllum hist og her hoppandi syngjandi og gólandi.
Ég var svo heppinn að fá að syngja 3x með þessu æðislega bandi auk þess sem ég kynntist þeim persónulega og gáfu þeir mér texta með lögum og gáfu ráð og ég segi það fullum fetum að paparnir eiga sinn þátt í því hvar ég er í dag sönglega því án þeirra hefði ég verið langt í frá það sem ég er í dag og fæ ég seint fullþakkað þeim fyrir allt það sem þeir gerðu fyrir söngferil minn,takk æðislega fyrir það Palli, Georg,Eysteynn,Ingvar(Hann var söngvari þegar þeir hjálpuðu mér) Vignir,Dan og Matthíasþið kennduð mér margt og mun ég ætíð meta það.
Eins og áður sagði var þjóðlagatónlistinn allsráðandi á prógrammi papanna og diskarnir báru þess glöggt merki en diskarnir urðu 9 áður en yfir lauk,sá fyrsti kom út 1990 og sá síðasti kom út 2007 en minningarnar ylja og klárt mál að á þá verður hlustað um aldur og ævi enda áttu paparnir marga sannaáðdáendur hér á landi,blessuð sé minning þeirra en vonandi gera þeir comeback fljótlega.
Plötur Papanna: Tröllaukin tákn,Í góðum sköpum,Live á Dubliner, Risar á jörðinni,Hláturinn lengir lífið,Riggarobb,Þjóðsaga,Leyndarmál frægðarinnar og Á balli.
En semsagt: Paparnir eru hættir en eftir lifir minningin um góða hljómsveit sem fékk ólíklegasta fólk á dansgólfið en einnig diskarnir og lög papanna sem við getum hlustað á til enda veraldar.
Ég vil hér með koma á framfæri þakklæti til meðlima papanna fyrir allar ánægjustundirnar sem þið hafið gefið okkur söngþyrstum íslengum og ég veit að þið bloggvinir og lesendur góðir eru sammála mér í þessu efni.
Nú er bara að vona að mynddiskur sem koma átti út um jólin verði gefinn út og komi á markað sem fyrst svo við þyrstir papaaðdáendur getum notið þess í botn að sjá þá á balli en á þessari stundu er alls óvíst að umræddur diskur komi út. en bíðum og vonum það besta.
TAKK PAPAR.
KV:Korntop
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
20 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Silfur og brons á lokakvöldinu
- Þórir: Norðmenn orðnir svolítið dekraðir
- Fjögurra marka leikur í Leicester (myndskeið)
- Albert birti færslu eftir óhugnanlegt atvik
- Erum búin að skrifa söguna
- Hissa á reiðikasti Þóris
- Frakkinn var hetjan (myndskeið)
- Verður þungt að leggjast á koddann í kvöld
- Neuer sá rautt og Bayern úr leik
- Stoltur af liðinu
Viðskipti
- Stefna á 50 þúsund únsa framleiðslu
- Hverjir eru fjárfestar?
- Verðbólguspá næstu mánaða hefur hækkað
- Markmið að vera fjárfestingarhæft
- Afgangur á viðskiptajöfnuði 45,7 milljarðar
- Skel hlýtur viðskiptaverðlaun
- Hagstofan og gervigreindin
- Heimilin vel í stakk búin
- Kaldbakur kaupir fyrir 400 milljónir í Högum
- Helmingur erlendrar netverslunar kemur frá Eistlandi
Athugasemdir
Sæll Magnús. Sammála því að þetta eru sorgarfréttir með papana því ég nánast fullyrði að að þeir voru með betri tónleikaböndum landsins en eins og þú sagðir þá ylja diskarnir og minningin og vonandi kemur þessi mynddiskur út fljótlega;en takk fyrir að blogga um þetta,þetta er frábær bloggsíða og haltu svona áfram.
Bjarni Axel. (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 09:37
Þetta hefur verið þrælskemmtilegur tími hjá þér.Það eru ekki allir sem hafa fengið tækifæri á að syngja með Pöpunum.Þú hlýtur að vera góður sönvari.
Það er leitt að þeir skulu vera hættir en þeir hafa líka gefið okkur svo mikið af sínum tíma og við eigum örugglega eftir að heyra frá þeim saman eða í sitthvoru lagi.
Húrra fyrir Pöpum.
Solla Guðjóns, 19.2.2008 kl. 15:56
Sæl Magnús. Þeir eru búnir að vera svo lengi að spila og þeim langar að breyta til. Við þreytumst með aldrinum og þá dugar alveg daglegt strit þó ekki bætist við svona mikil vinna að vera í hljómsveit. það hlýtur að vera hörku vinna með annarri vinnu og svo eiga þessir menn fjölskyldu og heimili. Svona er lífið. ég var að skrifa hjá Valla og ég gaf honum vers úr Biblíunni og ég ætla að gefa þér sama versið. Ég er með dagatal og þetta vers er fyrir 19 febr.
"Varpið allri áhyggju yðar á hann því að hann ber umhyggju fyrir yður."
Guð vill líka greiða úr hversdagslegum málum í lífi þínu. Treystu honum!
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:33
kvitt kvitt og góðar kveðjur til þín elsku Korntop minn
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:34
Hugsum það bara þannig Maggi, betra að þeir skildu hætta á toppnum en að þeir hefðu hætt þegar þeir væru orðnir útbrenndir.
kveðja
emil
Emil Ólafsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:08
SORGLEGAR FRÉTTIR!
Linda Ósk (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:44
Ollasak: Já,þeir hlálpuðu mér mikið en aðrir dæma um hvernig söngvari ég er,ég dæmi ekki sjálfan mig,það er klárt mál,þú heyrir mig syngja vonandi einhverntímann.
Valgeir: Það er ekki útilokað að við fáum comeback en nú ylja minningarnar.
Rósa: Paparnir hafa starfað samfleytt í 22 ár og ég skil þá vel að hætta á toppnum en fyrir sannann aðdáanda eins og mig og fleiri er þetta áfall en eins og þú bendir réttilega á þá eiga flestir fjölskyldur og eru í vinnu en maður tekur þessu þótt erfitt sé.
Linda Linnet: Sömuleiðis kveðjur til þín
Emil: Já að Paparnir hafi hætt á toppnum er styrkleikamerki um hvenær best er að hætta.
Magnús Paul Korntop, 19.2.2008 kl. 22:47
Linda Ósk: já sorglegar fréttir en yljum okkur við minningarnar,diskanna og lögin.
Magnús Paul Korntop, 19.2.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.