Snjókorn falla.

Mikið rosalega snjóaði í nótt,ég hef bara ekki séð annað eins hér í langann tíma,halda hefði mátt að jólin væru að koma en þau eru liðin en þetta hefði verið fínn jólasnjór en það er greinilega þorri og þá á víst að vera mikill snjór og kalt enda jú miður vetur samkvæmt árstíðinni.

Sá í nótt snjóinn falla af þakinu í blokkinni þar sem ég er og féll þetta eins og snjóflóð eða svona í litlum hengjum,þetta hef ég aldrei séð fyrr og mér brá soldið en tilkomumikið var þetta.

Aðeins útaf vinnunni,þá er þetta starfskynning óborguð og svo er það bara metið bæði með hagsmuni mína og fyrirtækisins hvort ég verði starfsmaður BYKO eða ekki en það sakar ekki að prófa þetta því önnur störf eru líka til sem hentað gætu ágætlega en tíminn leiðir það í ljós og vil ég þakka hamingjuóskirnar um vinnunna og er ég ánægður með það en sjáum hvað setur.

En í dag ætla ég bara að vera heima og chilla mér því það er víst spáð hvassviðri og stormi og því algerlega tilgangslaust að vera að fara eitthvað út að óþörfu,kærastan m.a.s. hringdi áðan og sagðist frekar koma annað kvöld vegna veðursins og skil ég hana bara mjög vel,ég knúsa hana bara enn meira annað kvöld,skynsemin er jú best í þessu.

En gott í bili,læt heyra frá mér seinna í dag kanski en í guðana bænum farið vel með ykkur elskurnar og ekki fara út að nauðsynjalausu því bílar festast leikandi í svona tíð og helst ættu menn að skilja bílinn eftir heima og nota strætó ef þess er kostur.

Farið vel með ykkur elskurnar-það geri ég.

                           KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég vildi að allir hugsuðu eins og þú Magnús...að láta skynsemina ráða þegar veðrið er í ham. Því miður æðir fólk af stað í hvaða veður sem er og verður svo pikkfast og þarf að láta sækja sig.

Þú stendur þig í Byko...ekki spurning.  Ég ætla líka að láta fara vel um mig í dag..ég er í fríi, þannig að ég get leyft mér að liggja í leti.

Gangi þér vel. 

Rúna Guðfinnsdóttir, 7.2.2008 kl. 12:32

2 identicon

Flottur Magnús. Ég er nýbyrjuð að vinna eftir 12 ára hlé. Ég vinn 2-3 daga í viku.Ekki fulla vinnudaga. Það er frábært að komast útí lífið aftur og vera með.Gangi þér vel í BIKO.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 19:35

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.2.2008 kl. 20:13

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús minn. Ég sé að þú hefur verið duglegur að setja inn færslur síðustu daga. Búin að lesa færslurnar. Góðar fréttir með vinnuna. Í dag var hláka hér á Vopnafirði. Ég hefði bara viljað hafa snjóinn áfram og að veðrið hefði verið til friðs. Góð tilbreyting að hafa snjóinn. Þegar ég var barn var ég svo lengi úti í snjónum, fór ekki inn fyrr en allt var komið í óefni og svo grét ég yfir naglakul.  Magnús minn, gangi þér vel með allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Guð blessi þig/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.2.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

31 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband