Dagurinn í dag.

Í dag er enn kalt og ekki fyrirséð hvenær þessu kuldakasti lýkur en mikið vona ég að þessu fari að ljúka en vonandi kemur alvöru rigning og tekur þennann fjandans snjó burt.

Fer í viðtal hjá AMS(Atvinna með stuðningi) klukkan 3 í dag þá verður væntanlega farið yfir það hverskonar vinnu 200+ kg maður eins og ég geti unnið en ekki eru það störf við að sækja kerrur langar leiðir því margir vina minna sem eru mun léttari hafa gefist upp við það.

Hljómsveitaræfingin í gærkvöldi gekk vel og var talað um að fara jafnvel í æfingabúðir á Selfoss og halda tónleika þar í kjölfarið ekki yrði það verra því ég á nokkrar bloggvinkonur á Selfossi og þær koma örugglega að horfa á ef þær hafa tíma enda hellingur af nýjum lögum á prógrammi.

Er aftur að sækja um íbúð því þessi sem ég er í er aðeins 34 fm2 og ekki hægt að henda manni í músarholur og þ.a.l. miklir vankantar á íbúðinni og vonandi kemst ég að fljótlega en umsóknin var metin til 3 gja stiga og er það bara fínt því þá kemst maður fyrr að það vil ég allavega meina en ég læt ykkur fylgjast með bloggvinir góðir.

En bara stutt færsla til að láta vita af sér en blogga kanski síðar í dag en farið vel með ykkur elskurnar-það geri ég.

                                               KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.2.2008 kl. 13:36

2 Smámynd: Ragnheiður

Ætlarðu að flytja aftur Maggi minn, rosalega er þessi íbúð eitthvað lítil !

Ragnheiður , 6.2.2008 kl. 13:50

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Já ragga,alger músarhola og svona risaeðla eins og ég þarf sitt pláss ekki satt?

Magnús Paul Korntop, 6.2.2008 kl. 14:15

4 Smámynd: Linda litla

kvitterikvitt

Linda litla, 6.2.2008 kl. 14:29

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það er ekki hlaupið að því að fá íbúð hjá Borginni. Dóttir mín er að bíða og hefur beðið í 3 ár. Henni er alltaf sagt að þetta fari að koma..en gerist ekkert. Hún er alltaf að flytja með tvo synina sína. Hún missir núverandi íbúð um næstu mánaðarmót.

Gangi þér vel.  

Rúna Guðfinnsdóttir, 6.2.2008 kl. 16:01

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll Maggi. Þú setur nú á netið ef þú kemur austur og heldur tónleika, ég kíki örugglega svo framalega að ég verði heima.  Kveðja í kuldann.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 16:04

7 Smámynd: Ragnheiður

Risaeðla, ekki segi ég það Maggi minn. Þú ert besti strákur og það er það sem máli skiptir þegar upp er staðið.

Ragnheiður , 6.2.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband