Bloggvinatiltekt.

Er að ráðast í bloggvinatiltekt á síðunni en það er vegna þess að það eru sumir sem ég hef engin samskipti við og einnig af því ég veit ekki hverjir af bloggvinum mínum heimsækja síðuna,sumir commenta þó reglulega og eru þeir því ekki í hættu en bloggvinalistinn er langur og því erfitt að gera sér grein fyrir hverjir lesa síðuna reglulega,eins og ég sagði þá eru nokkrir á listanum sem ég hef engin samskipti við og aðrir hafa ekki samskipti við mig og því er kanski best að rýma til.

Ef einhverjum er er hent út en vill komast inn aftur þá bara sendir viðkomandi beiðni eftir venjulegum leiðum en ég vil benda á að  þetta er ekki illgirni í garð nokkurs bloggvinar heldur nauðsynleg hreinsun til að auðvelda mér að lesa blogg því að mínu mati er betra að eiga fáa en góða bloggvini.

                             KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Afhverju?  má fólk ekki bara lesa og commenta þegar það hefur skoðanir á einhverju.  SKil ekki þessar tiltektir hjá fólki.  Hélt að blogvinir væru aðallega til að hjálpa manni að finna blog sem maður vill lesa aftur.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 30.1.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þú ert ekki í hættu Nanna þannig að hafðu ekki áhyggjur vinan.

Þetta eru aðallegaþeir sem ég sé hér aldrei eða hef aldrei haft samskipti við

Magnús Paul Korntop, 30.1.2008 kl. 22:23

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Skil en er sammála Nönnu að vissu leyti. Ég hendi ekki út bloggvinum nema þeir séu hættir að blogga. Hver hefur sína sérvisku í þessum efnum:-)

Vilborg Traustadóttir, 30.1.2008 kl. 22:43

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Vilborg:Þá hlýt ég að vera sérvitur.

Magnús Paul Korntop, 30.1.2008 kl. 22:47

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Valgeir: Ég er nú ekki single en samt syng ég hástöfum en vonandi verður þú ekki single mikið lengur kallinn minn.

Magnús Paul Korntop, 30.1.2008 kl. 23:00

6 Smámynd: Sæþór Helgi Jensson

best að segja hæ hérna svo ég sé ekki í hættu að vera vísað út hehehe.

enn skil alveg hvað þú ert að fara maggi minn. 

Sæþór Helgi Jensson, 30.1.2008 kl. 23:52

7 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæþór: Vinum mínum sem ég er í sambandi við daglega hendi ég ekki út en gaman að sjá þig hérna.

Magnús Paul Korntop, 31.1.2008 kl. 00:00

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hangi inni því ég hef það á stefnuskrá minni að kvitta hjá sem flestum vina minna.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 00:33

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ásdís: Þú verður áfram hér ef ég má ráða enda ein af þeim sem sýnir þig hér reglulega.

Magnús Paul Korntop, 31.1.2008 kl. 01:13

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Magnús. Ég skil þig alveg. Ef við getum ekki bloggað í einhvern tíma getum við látið vita. Friðarkveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.1.2008 kl. 01:37

11 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Rósa: Þetta snýst ekki um að vilja ekki blogga heldur er þetta gert vegna þess að ég sé ekki ástæðu til að hafa þá bloggvini sem koma nánast aldrei,commenta aldrei og eru á bloggvinalistanum bara upp á punt.

Þú þarft hins vegar ekki að hafa áhyggjur dúlla því þú kemur hér reglulega,ég er þegar búinn að henda nokkrum sem ekki sýndu sig hér út af listanum,eitthvað á 3 tuginn og nú er þetta orðið mátulegt þó ég útiloki ekki að henda fleirum út en ætla að láta þessa hreingerningu lokið að sinni en eins og ég sagði áður og vitna þá í færsluna,ef einhverjum sem ég henti út finnst hann eiga að vera inni þá sendir viðkomandi beiðni þar um og ég skoða málið.

Magnús Paul Korntop, 31.1.2008 kl. 03:37

12 identicon

Viðverukvitt. Mér líst bara vel á svona tiltektir.En stundum fara góðu kökurnar í ruslið og þá eru þær ekki eins braðgóðar á eftir.Gangi þér vel að fá betra pláss.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 05:55

13 Smámynd: Ragnheiður

Ég er þá álíka sérvitur..hehe tek til reglulega hjá mér og tek helst ekki inn nýja orðið. Mér finnst betra að hafa færri og eiga samskipti við þá en of marga og ná ekki að lesa né kommenta á þeirra síður.

Mér finnst þetta bloggvinakerfi á Moggabloggi frekar leiðinlegt system reyndar...ég les haug af bloggum í viðbót sem ég er bara með í favorites...það dugar mér ágætlega

Ragnheiður , 31.1.2008 kl. 09:13

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.1.2008 kl. 09:44

15 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég skil svona tiltektir vel,enda hef ég gert þetta sjálf,þá hef ég hent út fólki sem ekki bloggið í 7-8 mánuði.Ég sjálf commintera minna en lít reglulega inn á mína bloggvini. Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 31.1.2008 kl. 11:51

16 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Ég fylgist með þér,

kveðja

Anna kr

Anna Kristinsdóttir, 31.1.2008 kl. 12:03

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég fylgist með þér líka og ég gef þér comment Magnús minn.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 16:06

18 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Bloggvinatiltekt lokið í bili en útiloka ekki frekari hreinsanir á næstu vikum og mánuðum en eins og er geta þeir sem inni eru andað rólega því ekki verður hreinsað meira til í bili.

Magnús Paul Korntop, 31.1.2008 kl. 16:27

19 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það er nú eitthvað framsóknarlegt við þessa nýju tísku hreingerninga í bloggheimum þegar  mektarbloggarar eins og Korntop og Jens Gud fara svona gegn bloggvinum sínum. Höggva þá af til hægri og vinstri bara af því vinirnir eru ekki þeim þóknanlegir og þeim finnst ekki nýtast lengur.

Hér er mynd sem gæti verið af  bloggara sem er búinn að höggva af sér alla bloggvinina:


Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.1.2008 kl. 21:08

20 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Salvör: Ég er ekki framsóknarmaður svo það sé frá en hvernig heldur þú að það sé að vera með um 120 bloggvini og hafa ekki samskipti við nema part af þeim.

Hvað jens Guð varðar þá erum við greinilega á sömu línu og ég en ég er ekki að herma eftir honum því ég hef verið að velta þessu fyrir mér í 2-3 mánuði.

Þakka þér fyrir að kalla mig mektarbloggara og ég vona að ég standi undir þeirri nafngift en ég reyni bara að vera ég sjálfur og vera sjálfum mér samkvæmur í skrifum mínum,annað er það nú ekki.

Magnús Paul Korntop, 1.2.2008 kl. 00:16

21 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús. Þessi mynd er nú virkilega fyndin hjá Salvör og textinn við myndina ennþá betri. Ótrúlegt hvað fólki getur dottið í hug og flottur hæfileiki að geta teiknað. Guð blessi þig og varðveiti.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.2.2008 kl. 09:49

22 identicon

Maggi.

Best að vera laus við þetta bloggvinarusl. Ég blogga á visi þar erum við laus við svona óþarfa.

Kveðja

Emil 

Emil Ólafsson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 15:40

23 Smámynd: Jens Guð

  Salvör,  þegar ég gerði bloggvinatekt á dögunum þá hafði það ekkert að gera með það hverjir eru mér þóknanlegir eða ekki.  Ég er pólitískt virkur í Frjálslynda flokknum og þykir fátt skemmtilegra en eiga skoðanaskipti við fólk úr öllum flokkum.  Jafnframt er ég öfgakall í afstöðu til músíkur,  kvikmynda,  myndlist og fleiru.  Það er aldrei nema gaman að skiptast á skoðunum.  Til að mynda höfum við Magnús Korp átt áhugaverð skoðanaskipti um tiltekin málefni. 

  Bloggvinatiltekt er ekki árás á bloggvini með önnur viðhorf heldur til að grisja út þá sem eru ekki raunverulegir bloggvinir.  Á dögunum fjarlægði ég um 40 slíka og tel það bara hafa gert bloggvinalista minn raunhæfari.  Jafnframt færði bloggvinatiltekt mér nokkra raunverulega bloggvini sem ég hafði verið í samskiptum við sem bloggvini án þess að um formleg bloggvinaskipti væri að ræða.

  Ég kíki oft á blogg Magnúsar Pauls og ýmissa annarra án þess að skilja eftir innlitskvitt.  Svona bloggvinatiltekt skerpir á bloggvinasamskiptum.  Ég mæli með þeim.   

Jens Guð, 2.2.2008 kl. 02:18

24 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll Jens Guð: Takk fyrir þetta,ég vil líka hafa skoðanir við fólk en annars hef ég engu við það að bæta sem þú segir hér og það segir jú alla söguna.

Magnús Paul Korntop, 2.2.2008 kl. 02:47

25 Smámynd: Linda

Hæhæ ég er að fara hringinn, rosa gaman!!! Comment Buddy
MySpace Thinking Of You Comments
MySpace Comments

Linda, 2.2.2008 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband