Dapurt.

Í kvöld hófst EM í handbolta í noregi og lékum við íslendingar gegn svíum og er skemmst frá að segja að ekki riðum við feitum hesti frá þeirri rimmu.

Vörnin og markvarslan var í lagi þannig lagað en sóknarleikurinn sem hefur oftar en ekki verið aðall liðsins brást gersamlega og var áköflum eins og úldinn hafragrautur og er sama hvar borið er niður í þeim efnumnýting færa skelfileg og margir teknískir feilar.
Bestu menn íslands:Birkir Ívar Guðmundson og Hreiðar Guðmundson markverðir íslenska liðsins svo má fólk vera mér ósammála ef það vill.

Það þýðir þó ekkert að gráta Björn bónda heldur safna liði því næsti leikur gegn slóvökum verður erfiður  en verður hreinlega að vinnast ef íslenska liðið ætlar sér í milliriðil en slóvakar eru sterkir og töpuðu í kvöld fyrir frökkum með aðeins 1 marki en ég hef trú á að strákarnir spili betur en í kvöld og leggi slóvaka örugglega en slóvakar spila samskonar bolta og Tékkar sem við unnum 2svar í höllinni en nú leggjast allir á árarnar og hvetja liðið til dáða því enn er von þótt illa hafi farið í kvöld,en mikilvægast er að missa ekki trúna á liðinu og því segi ég:ÁFRAM ÍSLAND.

                                 KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús Paul. Við klikkuðum. Fórum ekki með bænirnar okkar.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.1.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Vinna bara næsta leik elsku Rósa mín,og þá verða bænirnar réttar.

Magnús Paul Korntop, 17.1.2008 kl. 23:34

3 identicon

Sóknarleikurinn var ömurlegur hjá okkur í kvöld
En ég held að við munum vinna Slóvakana á lagardaginn

Linda (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 23:45

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Alveg hárrétt hjá þér Linda.

Magnús Paul Korntop, 17.1.2008 kl. 23:48

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég hafði ekki taugar í að horfa á leikinn-en við verðum bara að vona og treysta að leikurinn verði betri næst

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.1.2008 kl. 00:29

6 Smámynd: Signý

Mér fannst dómararnir hrikalega slappir líka, þá er ég ekki að tala um að þeir hafi verið hliðhollari svíum eða eitthvað þannig. En þeir voru ALLTAF á flautunni, það mátti ekki anda á andstæðingin þá var flautað. Það skemmdi leikinn svolítið fyrir báðum liðum.

Mér fannst þetta hræðilega hægur og leiðinlegur leikur í alla staði, nema vörnin og markvarslan hjá okkur. Svíarnir höfðu líkega greinilega unnið heimavinnuna sína því þeir voru duglegir að drepa niður leikin, sem er ákveðin kúnst, og voru með ráð við öllum sóknartilbrögðum íslands í þessum leik...

Ég hugsa að við hefðum unnið, ef leikurinn í heild sinni hefði fengið að spilast án þess að dómararnir væru flautandi á 3 mínútna fresti.. þá hefðum við náð að halda uppi tempóinnu sem var í upphafi leiksins Annars var Svenson ansi drjúgur í markinu líka hjá svíum... en ég held við hefðum samt náð að vinna

anyways... tökum slóvakana á morgun!

Áfram ÍSLAND!  

Signý, 18.1.2008 kl. 10:50

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, Magnús leikurinn var ekki mikið fyrir augað, "strákarnir okkar" staðir eins og beljur, enginn hraði í leiknum, þeir voru taugaveiklaðir og bara alls ekki tilbúnir í þennan leik svo var Svenson vægast sagt frábær í Sænska markinu. Dómararnir hefðu mátt vera betri en þeir höfðu ekki úrslitaáhrif á leikinn.

Jóhann Elíasson, 18.1.2008 kl. 11:22

8 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Signý:Já,dönsku dómararnir voru með óþarfa flautukonsert og drápu leikinn svo gersamlega niður að liðin náðu aldrei flugi enn samt voru íslensku strákarnir einhvernveginn ekki ready í þennann leik en þá er bara að vona að botninum sé náð og að við vinnum slóvaka á morgunn.

Jóhann:Taugaveiklun já og lítið sjálfstraust greinilega en eins og ég sagði við Signý þá er botninum vonandi náð,hvað Svenson varðað þá varði hann nokkur skot en sum skotana voru einfaldlega ekki til útfluttnings og oft skutu strákarnir í hann en Thomas Svenson er frábær markvörður það vitum við sem höfum fylgst með handbolta síðustu 25 árin eða svo.

Magnús Paul Korntop, 18.1.2008 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband