Ferðasaga.

Sælt veri fólkið,þá er komið að því að segja ferðasöguna brá bandaríkjunum en af nógur er að og verður stiklað á stóru eða því helsta sem gerðist í þessari frábæru ferð,njótið vel.

Ég lagði af stað þann 29 nóvember með leigubíl á BSÍ og tók flugrútuna á flugstöð Leifs Eiríksonar og var kominn þangað um 2 leytið,var snöggur í gegnumlýsingunni enda enginn á undan mér svo að þegar henni var lokið hafði ég 3 klst fyrir sjálfan mig en gerði þó ekkert annað en kaupa íslenskr nammi handa fólkinu úti og vatn handa mér að drekka.

Kl 5 fór vélin í loftið og tók flugið um 6 klst,eftir að lent var á BWI flugvellinum í Baltimore tók við þetta venjulega vegabréfaskoðun í tvígang og svo hitti ég pabba og Carolyn sem tóku á móti mér og nú tók við 5 tíma keyrsla til Elkins í V Virginíufylki.

Þegar komið var heim til þeirra um miðnætti að þeirra tíma(Ísland er 5 tímum á undan)var ég svo þreyttur að ég hafði vart orku til að koma töskunum upp stigann en það hafðist með herkjum og eftir það var farið að sofa og svaf ég í 13 klst en í raun tók það mig 2-3 daga að jafna mig eftir ferðalagið.

Þann 2 des var farið í messu í einni af baptistakirkjunum í bænum en þær eru nokkrar í Elkins en söfnuðurinn er frekar lítill(ca um 30 manns bæði svartir og hvítir og er presturinn sérstaklega góður og fyndinn ræðumaður),síðar um daginn var sérstök þakkargerðarmáltíð til að ég fengi að upplifa eina slíka en þetta var í fyrsta sinn var á slíkri máltíð og samanstóð af kalkún og ýmsu meðlæti.

Næstu dagar fóru í afslöppun og horfa á bæði NFL og College fótbolta auk ýmissa leikja á gsn leikjastöðinni,einnig létu þau mig opna nokkra pakka því í þeim voru föt sem þau höfðu pantað úr King size og pössuðu þau öll,ég pantaði mér líka smávegis m.a leðurjakka sem kostaði á endanum um 35 dollara en ég fataði mig algerlega upp í ferðinni.

Þann 7 des var komið að hápunkti ferðarinnar þegar ég,pabbi og Larry lögðum af stað til Washington DC til að sjá NBA leik á milli Washington Wizzards og Phoenix suns í Verizon Center sem Phoenix unnu örugglega en bara það að vera á staðnum var mikil og sterk upplifun og klárt mál að ég reyni að komast á annann leik seinna.

Þann 10 des var haldið til Clarksburg að kaupa jólagjafir og keypti ég allar gjafirnar á hlægilegu verði enda verðlagið í bandaríkjunum með afbrigðum hlægilegt og eftir verslunarferðina var haldið á Chinabuffet að raða í sig góðum mat en ekki í fyrsta sinn sem ég kom þarna inn.

12 des var jólatrénu smellt upp og öllu skrauti bæði inni og úti það eina sem mér finnst við skreytingar kanans er hversu mikið er af hvítum ljósum en inn á milli sá maður glitta í blandaða liti eins og við þekkjum héðan en þeir skreyta mikið úti og sumir í óhófi.

Fór á jólasýningu í lest og fór öll familían og fjallaði sýningin um þegar Crinch stal jólunum og skemmtu allir sér mjög vel þó mér hafi fundist hún svona lala,einnig var farið á sýningu í American Mountain Theatre og var hún mjög góð.

Undirbúningur jólanna í bandaríkjunum er ekkert ósvipaður og hér en - stress,það er akkúrat ekkert stress hjá kananum eitthvað sem við gætum lært af þeim.

23 des var farið í kirkju og svo kom familían í mat til pabba og fékk skinku og með því og svo var setið og spjallað,einnig fékk ég eina gjöf  frá pabba og Carolyn en það var digitalmyndavél og tók smátíma að læra á hana en kann það núna og verður myndum skotið inn við tækifæri.

Á Aðfangadag var farið til Chad í veislu og fengum við tortillur ofl,á jóladag var svo stór dagur eðlilega en við vorum komin til Donnu og Larry um hálftíu að morgni til að opna pakkana og borða morgunmat og er ákveðin regla á hlutunum,fyrst opna hundarnir og stelpurnar sína pakka,svo er borðað og svo opnum við fullorðna fólkið okkar pakka og kenndi ýmissa grasa í þeim,síðan var haldið heim en aftur vorum við komin um kvöldið í kvöldmat en þá var borðað spaghetti eitthvað annað en maður er vanur hér en svona er þetta hjá minni familíu.

Síðasti dagurinn fór í að pakka og gera klárt og þann 27 var keyrt til Baltimore og þar kvaddi ég pabba og Carolyn með söknuði en eftir situr minningin um lærdómsríka ferð og skemmtilega þrátt fyrir veikindi í upphafi ferðar en heim kom ég í 10 stiga frost en þessi ferð verður varðveitt í minningunni.

                                 KV:Korntop

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Vá hvað það hefur verið gaman hjá þér Maggi minn

Ragnheiður , 5.1.2008 kl. 18:19

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Já Ragga mín,ekkert lítið þetta var bara geðveikt skemmtileg ferð.

Magnús Paul Korntop, 5.1.2008 kl. 18:40

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk Valgeir minn sömu kveðjur til þín vinur.

Magnús Paul Korntop, 5.1.2008 kl. 20:18

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður. Ég sé að þetta hefur verið magnað þó svo að þetta hafi verið í ríki Bush  Guðs blessun.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.1.2008 kl. 21:57

5 Smámynd: Dísaskvísa

Vá þetta hefur verið mögnuð ferð!!!

Dísaskvísa

Dísaskvísa, 5.1.2008 kl. 22:23

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta hefur verið gaman.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.1.2008 kl. 12:43

7 identicon

Þetta hefur verið frábært ferðalag hjá þér.Velkominn heim.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 16:51

8 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Já elskurnar,þetta var hreint út sagt MEEEEEEERGJUÐ ferð.

Magnús Paul Korntop, 6.1.2008 kl. 17:56

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábær ferð strákur, alveg ljóst.  Á ekki að fara á þessu ári líka?? Haðu það sem best. :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 21:36

10 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Nei Ásdís,ekki verður það Bandaríkin á þessu ári en stefnan er sett á Skotland í sumar og Noregur í haust svo hugsanlega London fyrir jól,það er planið allavega.

Magnús Paul Korntop, 6.1.2008 kl. 21:39

11 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þetta hefur verið frábær ferð hjá þér og yndislegur tími hjá þér með fjölskyldunni. Hafðu það sem allra best, kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 18:16

12 Smámynd: Linda

Æðisleg frásögn frá þér og æðislegt að vita hvað var gaman hjá þér.  Takk fyrir að deila þessu með okkur.  Systir mín kemur fyrir helgi frá Bna í heimsókn og það verður æðislegt að sjá hana. 

Knús kæri  bloggvinur.

Linda, 7.1.2008 kl. 22:41

13 Smámynd: Sæþór Helgi Jensson

já sæll maggi mig hefur alltaf langað að fara til bandaríkjana og læt verða af því einn góðann veðurdag.

enn þessi ferð hefur verið góð maggi segirðu að þetta hafi verið þín besta ferð til usa eða ? 

Sæþór Helgi Jensson, 13.1.2008 kl. 11:06

14 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Já,Sæþór,sú langbesta hingað til,margt í henni sem var í fyrsta skipti hjá mér,fara á NBA leik,þakkargerðarmáltíð,svo eitthvað sé nefnt.

Já,ég mæli með að þú farir til bandaríkjanna einn daginn og þá sérðu t.d hvað verðlag þarna úti er fáránlegt.

Magnús Paul Korntop, 13.1.2008 kl. 11:13

15 Smámynd: Sæþór Helgi Jensson

já eg sá það bara á www.shopusa.is

Sæþór Helgi Jensson, 13.1.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband