Þjóðkirkjan á villigötum.

Enn einu sinni er þjóðkirkjan með Biskup íslands í broddi fylkingar á villigötum þegar kemur að samkynhneygðum og berst með oddi og egg fyrir því að samkynhneygðir fái þau sjálfsögðu mannréttindi að gifta sig eins og aðrir.

Það stendur hvergi í biblíunni að GUÐ sé á móti samkynhneygðum þó að kirkjan og biskup haldi sífellt hinu gagnstæða fram,nú á ég vini og kunningja af báðum kynjum sem eru samkynhneygð g vitiði,ég sé bara ekkert að þeim og styð ég réttindabaráttu þeirra heilshugar og vil ég nota tækifærið hér og hvetja kirkjuna og biskup til þess að komast í nútímann því oft finnst mér kirkjan langt á eftir í túlkun sinni á hinu og þessu og ef ekki verður breyting á stefnu kirkjunnar þá verður flótti úr þjóðkirkjunni og spái ég því reyndar að það muni gerast fyrr en fólk heldur.

Ég hef lesið á sumum bloggsíðum að þeir sem stóðu fyrir bænagöngunni hafi kallað samkynhneygða sora,þetta eru öfgar af verstu sort og ættu þeir sem þetta sögðu að skammast sín,svona segja menn ekki.

Ég hvet samkynhneygða að berjast fyrir jafn sjálfsögðum hlut og að gifta sig og ættleiða börn annað er mismunum og á ekki að líðast.

Ég er ekki samkynhneygður en þekki marga sem eru það og þeir eru ekkert verra fólk en ég og þú,dæmum fólk eftir gerðum þess en ekki kynhneygð.
                            KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

vantar ekki eitthvað í þetta blogg ?

Óskar Þorkelsson, 18.11.2007 kl. 18:59

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þar kom það :)

Óskar Þorkelsson, 18.11.2007 kl. 19:01

3 Smámynd: Guðrún Lilja

Magnús ég er sko sammála þér í þessu.

Guðrún Lilja, 18.11.2007 kl. 19:35

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Já,Óskar,síminn hringdi og þá dettur netið út í smá tíma.

Já,Guðrún,þetta er jafnréttismál,ekkert annað.

Magnús Paul Korntop, 18.11.2007 kl. 19:40

5 identicon

Góð færsla Magnús,ég er sjálfur samkynhneygður og styð mitt fólk heilshugar,vonandi vinnst þeesi barátta fljótlega.

Friðþór. (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 22:36

6 Smámynd: Fríða Eyland

Algerlega sammála við erum öll jöfn og eigum ekkert með að dæma aðra svo lengi sem gerðir þeirra snerta okkur ekki. Annars snerta fordómar gagnvart samkynhneigðum mig, vegna þess að ég margir góða samkynhneigða vini og þess vegna mig ...

Fríða Eyland, 19.11.2007 kl. 00:06

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála þér Magnús og öðrum sem hafa skrifað hér. Gerum alvöru úr því að sýna fólki virðingu og kærleik, burtséð frá því hverja það elskar.  Baráttukveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 00:22

8 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll Valgeir og velkominn í bloggvinahópinn minn:

Vil byrja á að þakka hrósið fyrir síðuna,á við sama vandamál og þú hvað varðar offitu og er það seint verk og erfitt og tekur á taugarnar,þú átt allann minn stuðning vegna þunglyndisins.

Örorkubaráttan verður skemmtileg og á endanum vinnum við það stríð og með sameiginlegu átaki og samstöðu hefst það.

Magnús Paul Korntop, 19.11.2007 kl. 01:05

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl Fríða:Fyrir mér eru allir jafnir og að dæma aðra er bara rangur hugsunarháttur,hvað samkynhneygða varðar þá eru þeir fólk eins og ég og þú og eiga skilið að borin sé virðing fyrir þeim sem öðrum.

Sæl Ásdís:Sammála þér í þessu,kærleikurinn á að ná til allra,ekki bara sumra.

Magnús Paul Korntop, 19.11.2007 kl. 01:10

10 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Kærleikurinn er það sem máli skiptir. Ástin er stórkostlegt afl og skiptir engu hvort hún er á milli aðila af gagnstæðu kyni eða því sama.

En kirkjan er stór og gömul stofnun, slíkt fyrirbæri er í eðli sínu þungt í vöfum og seinvirkt og yfirleitt á eftir tíðarandanum. Þetta var örugglega stórt skref sem tekið var um daginn á kirkjuþinginu. Svo er það ríkisstjórnin sem þarf að setja ný lög, það er náttúrulega líka stórt batterí....  Nú vonum við bara að haldið verði áfram í rétta átt í þessari mikilvægu jafnréttisbaráttu. 

bestu kveðjur  

Ragnhildur Jónsdóttir, 19.11.2007 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband