9.11.2007 | 01:31
Hvalveiðar?Já takk.
Í mörg ár hef ég verið hlynntur hvalveiðum hér við land,og á það sér hinar ýmsu skýringar og ætla ég að taka nokkrar þeirra fyrir hér.
Eins og við vitum þá er fiskveiðilögsaga okkar 200 mílur og þ.a.l. höfum við allann rétt á að nýta auðlindir hafsins eins og við viljum og nýta fiskistofna rétt það sama á auðvitað við um hvalastofninn og fæ ég ekki séð að veiði á 30-40 dýrum séu einhver ósköp og að mínu mati þá mætti þess vegna veiða helmingi fleiri dýr,slíkt myndi engann skaða og síst hvalastofninn.
Í hvert einasta skipti sem hefja á hvalveiðar koma heimsk samtök eins og Greenpeace svo ég tali nú ekki um glæpasamtökin Sea Sheppheard undir stjórn vitfiringsins Paul Watson og eru með hótanir um um hitt og þetta(skaða viðskipti og meira rugl og gleymum því ekki að það vru einmitt Sea Sheppheard sem sökktu hvalveiðibátunum í Reykjavíkurhöfn 1986),bíddu,hverjir stjórna fisk og hvalveiðum hér við land?Íslensk stjórnvöld eða náttúrusamtök?
Einnig hafa Náttúruverndarsamtök Íslands farið að þenja sig svo ekki sé nú talað um stjórnendur hvalskoðunarbáta sem telja að hvalveiðar skaði ferðaþjónustuna,að mínu mati er það argasta kjaftæði,það sem þessir hópar hafa staðið fyrir er hræðsluáróður en sem betur fer skilar hann engu.
Reiknað hefur verið út með einföldum hætti að hver hvalur étur um 1,5 tonn af fiski og er því í beinni samkeppni um fiskinn í sjónum og ef maðurinn brefst ekki við þá endar það með því að mannkynið deyr út vegna fæðuskorts og nauðsynlegra vítamína og steinefna sem í fisknum er,hafa áhrifamenn ýmissa samtaka sagt að þeir vilji frekar að fiskurinn lifi frekar enn mannkynið,hversu sjúkt getur svona málfluttningur samtaka á borð við Greenpeace og Sea Sheppheard orðið?
Nú er vitað að andstæðingar hvalveiða eru margir og hafa sínar ástæður fyrir því en málstaður þeirra er ekki merkilegur og alltaf tönglast á því sama aftur og aftur að ef 1 fiskur/hvalur er veiddur þá skaðast þetta og hitt,ég hef enn ekki séð neitt gerast í skaðsemi hvalveiða undanfarin 2-3 ár svo ég hvet andstæðinga hvalveiða að kynna sér málin áður en þeir tjá sig.
Mín skilaboð til stjórnvalda er þessi:Höldum áfram að veiða fisk og hvali á skynsamlegum nótum og komum þessum samtökum í skilning um að það er íslensk stjórnvöld sem stjórna landhelginni en ekki Grenpeace eða önnur samtök,í gegnum aldir frá því land byggðist hefur sjávarútvegur verið aðalundirstaða íslensku þjóðarinnar og þannig á það að vera um ókomna tíð.
Farið varlega-Meira síðar-KV:Magnús Korntop
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 205421
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér Maggi
Linda (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 01:53
Takk Linda,þetta vol og væl andstæðinga hvalveiða verður að stöðva.
Magnús Paul Korntop, 9.11.2007 kl. 01:56
Er bara nokkuð sammála þér í þesu máli
Góða helgi
Katrín Vilhelmsdóttir, 9.11.2007 kl. 12:32
Takk Katrín,ég hef alltaf verið hlynntur hvalveiðum og verð það áfram hvað sem hver tautar og raular.
Magnús Paul Korntop, 9.11.2007 kl. 12:44
Þarna talar einn með viti,Sea Sheppheard eru einhver öfgasinnuðustu samtök tengda náttúrunni sem til eru,en við eigum að stunda hvalveiðar hér við land um ókomna tíð.
HÖLDUM ÁFRAM HVALVEIÐUM.
Kristófer. (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 13:55
Lífríki Jarðar þarfnast þess að þessi stóru og afar glæsilegu dýr verði ekki of mörg. Skíðishvalirnir þurfa svo mikla fæðu að nú er svo komið að sjávarfuglarnir okkar hafa ekkert í sig. Það þarf að vera jöfnuður í öllu, bæði hjá mönnum og dýrum, annars er hætta á að eitt yfirtaki annað. Við verðum að veiða hval. Ég held að hvalverndunarsinnar ættu bara að líta sér nær og eyða eitthvað af þessum peningum í mannúðarstörf sér nær og fjær. Hvalirnir eru stórir, þeir bjarga sér flestir.
Rúna Guðfinnsdóttir, 9.11.2007 kl. 14:53
Ekki hef ég á móti hvalveiðum, en finnst þær sjálfkrafa dauðadæmdar ef enginn vill kaupa kjötið. Þá er tilgangslaust að veiða bara til að veiða.
krossgata, 9.11.2007 kl. 17:09
Þú gerir þér vonandi grein fyrir því Korntop að ef þú bregður þér í sjósund á meðan hvalveiðar eru leyfðar eru verulegar líkur á að þú verðir skotinn í misgripum!
Pornkropp (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 20:57
DO´NT SHOOT , I AM ONLY A PIANOPLAYER. jæja mér finnst sposka hliðin megi stundum skjótast upp á yfirborðið. EN gamanlaust,ég gæti farið út í djúphugsaðar staðreyndir með allavega HREFNUVEIÐAR. ÉG ólst upp í sjávarplássi,þar sem HREFNAN var stór þáttur átvinnuflórunni. Í fljótu bragði segi ég NEI og líka Já. EN ég þyrfti að skýra mál mitt í nokkuð mörgum orðum. Þetta er ekki að ég sé að koma mér hjá því að taka afstöðu.Langt í frá. Góðar stundir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 02:49
Takk fyrir þessar upplýsingar Rúna.
Sæl Krossgata og velkomin í bloggvinahópinn.Veiðarnar eru vitaskuld dauðadæmdar ef enginn kaupir en ég trúi því að sala á hvalkjöti aukist með tímanum.
Magnús Paul Korntop, 10.11.2007 kl. 11:14
Ponkropp sæll:Ég yrði nú fyrst að fara í sjósund en það bara gerist ekki svo það er ekki vandamálið.
Þórarinn:að skjóta eða skjóta ekki það er málið,ég hvet þig til að koma með öll rök sem þú vilt með og á móti því auðvitað eru ekki allir sammála mér í þessu máli og gott að djúpar skoðanir lesenda komi upp.
Vilborg Vigdís:takk fyrir stuðninginn,já veiðum hvali og nóg af honum.
Magnús Paul Korntop, 10.11.2007 kl. 11:21
Ekki málið skvís,það stendur nefnilega Vilborg vigdís í bloggvinum en þá veit maður það.
Magnús Paul Korntop, 10.11.2007 kl. 12:53
Ég styð hvalveiðar. Skrifaði grein um málið í aðdraganda prófkjörs sem sjá má á heimasíðu minni www.kolbrun.ws undir
Pólitískar greinar og störf á Alþingi
Frumkvæði og fyrirtæki
Kolbrún Baldursdóttir skrifar um hvalveiðar
Birt í Mbl. 19. október 2006.
Kolbrún Baldursdóttir, 10.11.2007 kl. 13:06
Eru þessi mál ekki bara farin að einkennast af gamalli þrjósku og misskildum prinsippum? Ég sé ekki tilgang með frekari hvalveiðum Íslendinga. Held að þar sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.11.2007 kl. 13:22
Maður að mínu skapi,ég segi hvalveiðar já takk.
María Anna P Kristjánsdóttir, 10.11.2007 kl. 14:19
Ég er hlynntur hvalveiðum líka, á skynsamlegu nótunum og þá sérstaklega á Hrefnunni hún er svo góð að borða :)
Emil Ólafsson (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 15:38
Sæl Kolbrún:Las einmitt þessa grein á sínum tíma og þótti mér hún fræðandi og skemmtileg.
Helga Guðrún:Það er einmitt þetta sjónarmið sem fær mig til að geggjast,við eigum að veiða hvali hvað sem það kostar og ef markaðir lokast þá eru bara aðrir markaðir í staðinn sem opnast þannig að mestu hagsmunirnir eru að veiða hvali til að halda lífinu í mannkyninu.
Þakka stuðninginn María Anna:
Magnús Paul Korntop, 10.11.2007 kl. 15:41
Sæll Emil nákvæmlega,stunda hvalveiðar á skynsamlegum nótum og þá gildir einu hvort um sé að ræða hrefnur eða langreyð.
Magnús Paul Korntop, 10.11.2007 kl. 15:50
Það er skilda okkar að nýta alla stofna í sjónum, sammála þér Magnús, kv.
Georg Eiður Arnarson, 11.11.2007 kl. 00:07
Nákvæmlega Georg,nýta auðlindir hafsins það er málið.
Magnús Paul Korntop, 11.11.2007 kl. 00:20
Magnús,sæll aftur.Þar sem klukkan hefur heldur betur farið á flug,þá verður kannske kafað grynnra en ég ætlaði mér. En eins og ég sagði er ég alinn upp í sjávarplássi og man ég þá tíð þegar við krakkarnir vorum send niður í FJÖRU til að kaupa STYKKI af Hrefnu. Þetta þótti upphefð að fá BITA því EKKI var ALLTAF NÓG fyrir alla.Þá var Hrefnan TILBREYTING í annars venjubundinni matargerð.HREFNAN var bæði í senn tilbreyting og LÍFSBJÖRG. LÖNGU seinna fara blessaðir uttlendingarnir að fara í skoðunarferðir til sjós,og það er þá sem menn kveikja á PERUNNI,þegar þeir sjá hvað blessaður uttlendingurinn er hrifinn af blæstri hvalanna. Þarna er auravon. Allt í lagi með það, en síðan koma til sögunar þeir sem allt vita um lífríki á jörð enn ekkert um sjálfa sig NÁTTÚRUVERNDARSINNAR .HVALAVERNDUNARSINNAR og byrjar nú fyrir ALVÖRU DANSLEIKURINN. Það er með ólíkindum hvaða rang hugmyndum þeir hafa getað konið inn hjá fólki,vegna þess að innan þeirra raða voru og eru peningamenn og svo annað fólk sem lýgur einfeldningana fulla. OG blessað fólkið er svo svangt að það kyngir jafnvel VERSTA BITANUM fyrst,fleiri renna ekki niður eða það sem ég er að segja.ÖNNUR RÖK DUGA EKKI.Þetta gera þeir í formi myndbirtinga,því sjón er sögu ríkari. En að segja mér að blessaði Hvalirnir séu að deyja út af manna völdum.Þeir geta alveg eins sagt mér að þú sért Nero endurholdgaður! Þetta er miklu flóknara dæmi sem að við mennirnir kunnum alfarið ekki skil á. Sérfræðingar á sérfræðinga ofan koma með rök sem ganga svo gjörsamlega í þvers og kurs,að það tekur ekki langan tíma að gera venjulega manneskju ruglaða. En svo kemur hitt að við ÍSLENDINGAR höfum ekki peninga til að koma með haldgóð rök fyrir ALMENNINGSSJÓNIR á "GLOBAL" vetfangi hvers vegna við viljum veiða HVALI,.Með því að útfæra rök okkar í Blöðum og Útvarpi og Sjónavarpi út í hinum Stóra heimi,gætum við mögulega rétt okkar hlut. Og að lokum í þessari grunnristu grein þá FINNST MÉR að við eigum að. Veiða hvali annara fiskistofna vegna, Ekki vegna sölu kjötsins.Og ekki veiða Hvali FERÐAMANNA vegna. ÚTKOMA MÍN ER ÞESSI VIÐ GETUM GERT OG EIGUM AÐ GERA HVORUTVEGGJA. GRISJA HVALASTOFNINN (líka SELASTOFNINN,innskot) og auka blessaðann FERDAMANNASTOFNINN. ALLT í Þágu VELGEGNINNAR. Blessuð Hrefnusteikin, hvað hún var nú góð, forðum og er enn.Gangi þér vel Maggi minn,þú ert mjög málefnalegur. AÐ ÞORA ER SIGUR. Annað er HJÓM.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 03:01
Takk Þórarinn fyrir gott innlegg og margt áhugavert sem kom þarna fram.
Sæl Elsku ljónynja:Nei ég kvarta ekki undan commentaleysi enda heitt mál í gangi og þau verða fleiri svona í bland við léttmeti inn á milli.
Magnús Paul Korntop, 11.11.2007 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.