7.11.2007 | 00:12
Helgin og hugsanleg viðbót á síðunni.
Helgin var fín,á föstudagskvöldið keypti ég nokkur lög í gegnum tonlist .is með konunni,á laugardagskvöldið var skólanefndarfundur gamalla nemenda Öskjuhlíðarskóla og borðuðum pizzur á eftir en þessi nefnd er mjög samstíga í að gera vel enda tók nefndin sér það bessaleyfi að starfa út næsta ár en hún hefði átt að skila af sér í janúar en þar sem nefndin sá enga arftaka þá viljum við frekar bæta við okkur ári heldur en að það góða starf sem hefur verið gert lognist út af.
Á sunnudaginn var leikur ÍR og Akureyrar í bikarkeppni HSÍ(pistill um hann hér fyrir neðan)og mætti ég vopnaður penna til að skrifa statistik um leikinn en um 10 mín fyrir leik kom í ljós að kynnirinn myndi ekki mæta og var ég beðinn um að kynna hann sem ég gerði að sjálfsögðu og gerði því hvort tveggja kynna leikinn og skrifa statistikina og gekk bara mjög vel.
Um kvöldið horfði ég á stórleikinn í NFL deildinni þegar Indianappolis colts tóku á móti New England Patriots en þessi lið voru ósigruð eftir 7 umferðir svo eitthvað varð undan að láta og sigruðu Patriots 24-20 í frábærum leik en þarna mættust einnig bestu leikstjórnendur deildarinnar þeir Payton Manning stjórnandi Colts og Tom Brady stjórnandi Patriots enda skemmti ég mér konunglega.
Í gærkvöldi var ég aftur kominn í Austurbergið og nú til að kynna leik ÍR 2 og Hauka og lauk skemmtilegum leik með 10 marka sigri Hauka 26-36 og getum við bara vel við unað því ÍR 2 var skipað 2 flokksstrákum styrktum af Old boys leikmönnum og var gaman að sjá baráttu þeirra gegn Úrvalsdeildarliðinu,eftir leik sótti Siggi vinur minn mig og fórum heim að skiptast á lögum og eigum við hvor um sig um 10000 lög í tölvum okkar.
Í dag var einkatími og hljómsveitaræfing og ákvað ég að syngja lagið Einmanna á jólanótt(sem Diddú söng hér um árið) á jólatónfundi skólans 26 nóv kom svo heim og horfði á Liverpool og Besiktas og sigruðu Liverpool 8-0 og sá ég 6 af þessum mörkum,alveg hreint magnaður og ótrúlegur leikur.
Er að spá í að vera með meira íþróttaefni á síðunni enda er draumurinn að gerast íþróttafréttamaður á dagblaði og ekki verra að æfa sig einnig er á döfinni að kynna fyrir ykkur NFL deildina og út á hvað þessi skemmtilegi leikur gengur út á.
Undanfarið hefur fólk sem þekkir mig hvatt mig til vera hvassari í málum sem tengjast öryrkjum og þeim sem minna mega sín en einnig finnst sumun ég ekki þora að ræða mál eins og femínisma og virkjunum,því er til að svara að skoðanir mínar og femínista eiga ekki samleið og mun ég blogga um það síðar,hvað virkjanir varðar þá er ég á móti Kárahnjúkavirkjun en það er bara ekkert hægt að gera í því núna,en einnig er ég andvígur Norðlingaölduveitu í neðri hluta Þjórsár og bara á móti náttúruspjöllum af manna völdum yfirleytt og hef ég tekið þá ákvörðun að taka hér fyrir mál eins og virkjanir,femínisma,hvalveiðar,samkynhneygða,fátækt og margt fleira en læt þessu lokið að sinni.
Farið varlega-Meira síðar-KV:Korntop
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 205421
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady
Athugasemdir
Ég sé að þú hefur ansi mikinn slatta að gera. Svo má ég til með að láta vita að ég þoli ekki íþróttir (nema körfubolta) og er orðin hundleið á femínistum og Kárahnjúkum. Ég er fyrir löngu búin að reyna að skilja og er því hætt að fylgjast með öllu, þessum virkjanamálum öllum
Mér finnst gaman að lesa færslurnar þínar..ég fer bara fljótt yfir sögu ef það eru íþróttafréttir í færslunni þinni.
Gangi þér allt í haginn
Rúna Guðfinnsdóttir, 7.11.2007 kl. 09:44
Sæll Magnús;Rakst á þessa síðu af tilviljun og mér þykir þetta töff síða og líflegt blogg,líst vel á að þú verðir hvassari í ýmsum málum,að mínu mati eru femínistar mannskemmandi,sívælandi og stjórnsamur þjóðfélagshópur en það er bara mín skoðun,kjör þeirra sem minna mega sín á skilyrðislaust að bæta og það verulega.
Gangi þér vel með þessa frábæru síðu og ég mun koma reglulega hér og lesa.
Björn E (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 10:00
Sæl Rúna:
Íþróttafréttir er bara eins og annað,sumir hafa áhuga,aðrir ekki,hvað femínista og virkjanir varðar þá vísa ég í færsluna.
Gangi þér sömuleiðis allt í haginn.
Sæll Björn:
Þakka gott hrós fyrir síðu,femínistar eru kanski ekki mannskemmandi en hugmyndafræði mín og þeirra fer bara ekki saman,svo einfalt er það.
Sammála því að lægstu laun á að hækka og það mikið,já ég mub verða hvassari í málum en hingað til,hef haldið mig við ákveðin mörk en ég má alveg málefnanlegri og hvassari og veit það vel og það mun ég gera,komdu hér sem oftast Björn.
Magnús Paul Korntop, 7.11.2007 kl. 10:10
Sæl heiða Björk Fjöryrki:
Nei vinan,mér leiðist ekki enda nóg af málum til að skrifa um.
Magnús Paul Korntop, 7.11.2007 kl. 10:13
Þú segir það satt Magnús. Meðan ég ég lifi fyrir að vera með fiðruðu félögunum mínum eru aðrir sinna sínum allt allt öðruvísi áhugamálum.
Svo vildi ég segja eins og Björn, mér finnst síðan er upplífgandi og ögrandi í senn. Haltu svo áfram að skrifa, það eru alltaf einhverjar kerlingar og kallar sem sem þola ekki opinská skrif.
Aftur kveðjur til þín.
Rúna Guðfinnsdóttir, 7.11.2007 kl. 10:40
Sæl Rúna:
Ég mun halda áfram að skrifa um það sem mig langar hverju sinni og ef einhverjir þola ekki þau skrif þá verður svo að vera,það er þá þeirra höfuðverkur en ekki minn.
Bestu kveðjur aftur.
Magnús Paul Korntop, 7.11.2007 kl. 10:57
Það er sko alger óþarfi að fá höfuðverk útaf einhverjum færslum sem kannski falla illa í kramið hjá sumum. Tökum sem dæmi um t.d. mig! Mér dettur ekki í hug að lesa íþróttafréttir ef þær valda mér höfuðverk. Svo einfalt er það Magnús minn.
Rúna Guðfinnsdóttir, 7.11.2007 kl. 11:12
Jamm.
Magnús Paul Korntop, 7.11.2007 kl. 12:22
Ef við "minnihutafólkið" hvort sem það séu öryrkjar, hommar , lessur, svartir eða gulir segjum ekki okkar skoðanir og okkar reynslu þá veit enginn hvernig er að vera við og þá verður engu breytt í okkar málum. Látum í okkur heyra, eins mikið og hátt og við treystum okkur hverju sinni.
Helga Dóra, 7.11.2007 kl. 14:03
Heyr heyr Helga Dóra
Rúna Guðfinnsdóttir, 7.11.2007 kl. 14:31
Get ekki verið meira sammála og það verður m.a gert á þessari síðu eða eins og við félagar í Átaki(félag fólks með þroskahömlun)segjum:Ef við berjumst ekki fyrir okkar málum sjálf hver gerir það þá?
Magnús Paul Korntop, 7.11.2007 kl. 16:39
Það er greinilega alltaf nóg að gera hjá þér strákur. Duglegur ertu, annað en ég ruslan, liggjandi heima meira og minna alla daga. Hafðu það gott gamli minn.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 23:30
Já Ásdís mín,hér á þessu bloggi er nóg að gera og engin lognmolla,komdu þér á skrið gamla mín og láttu í þér heyra.
Magnús Paul Korntop, 7.11.2007 kl. 23:46
Hæ Maggi.
Hlakka til að lesa bloggið hjá þér um þessi nauðsynlegu málefni. Haltu áfram að blogga svona vel eins og þú hefur gert.
Kveðja
Emil
Emil Ólafsson (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 14:44
Þú ert duglegur í félagsmálunum Maggi. Gott hjá þér. Góð skrifin þín um öryrkja og búsetu fatlaðra.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 15:52
Takk fyrir það Arna,Emil og Birna,meira um öryrkja fljótlega ásamt öðrum hitamálum.
Magnús Paul Korntop, 8.11.2007 kl. 16:31
þetta eru góð plön (allt nema íþróttirnar en þær eru bara ekki á radarnum hjá mér) svo ég segi bara gangi þér vel!
halkatla, 8.11.2007 kl. 19:25
Anna karen:
Það hafa ekki allir áhuga á íþróttum,þannig er það nú bara einu sinni en það eru líka önnur mál en sport hérna.
Magnús Paul Korntop, 8.11.2007 kl. 19:39
Það er greinilega haugur að gera hjá þér maður.
Gangi þér áfram svona vel.
Flott hjá þér.
Jón Halldór Guðmundsson, 8.11.2007 kl. 20:38
Takk Jón Halldór,nóg að gera næstu daga.
Magnús Paul Korntop, 8.11.2007 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.