24.10.2007 | 01:17
Smá staðreyndir.
Ætla að skella hér inn nokkrum staðreyndum er varða mig og vona ég að fólk dæmi mig ekki of hart né verði með predikanir auk sem ég vona að bloggvinir flýji ekki umvörpum.
Ég er 42 ára gamall maður sem býr í Reykjavík og hefur sterkar skoðanir á hlutunum og ég bakka ekki með þær nema mér sé sýnt fram á annað sbr umræðuna um búsetumál fatlaðra og örorkubótarumræðuna sem dæmi,þar kom ég með mína sýn á ástandið og því voru nær allir sammála sem hér commentuðu enda málefni fatlaðra hrein spurning um mannréttindi,ekkert annað.
Ég hef átt skoðanaskipti við marga hér á blogginu og mörg þeirra ánægjuleg,fólk sem hefur rekist á síðuna hefur komið til mín og talað um hversu góður penni ég sé en ég segi alltaf að það sé ekki rétt enda er ég það ekki en þegar koma upp stórmál er tengjast málefnum fatlaðra hef ég alltaf haft skoðanir og þegar ég segi þær hér þá hef ég þurft að leita að orðum sem passa við hverju sinni en verð um leið að passa mig á því að reiðin nái ekki of miklum tökum á mér því slíkt getur eyðilagt góðan pistil.
En sem sagt:mér finnst ég arfalélegur bloggari og skil stundum ekkert í því hvernig fólk nennir að lesa þessa hundleiðinlegu síðu sem var stofnuð upp á grín og þess vegna hef ég oft verið að velta fyrir mér að loka þessari síðu og hætta þessu eingöngu vegna þess hversu lélegur bloggari ég er,ég er meðlimur í Átaki(Félag fólks með þroskahömlun) og er stoltur þroskahamlaður einstaklingur sem berst af grimmd fyrir bættum hag öryrkja og annara sem minna mega sín.
En svo eru aðrir sem vilja að ég haldi þessu áfram því að þá komast málefni fatlaðra á dagskrá en hvernig á svona ömurlegur bloggari eins og ég að geta haldið úti bloggsíðu þegar sjálfstraust mitt varðandi blogg er ekki meira en þetta?hvað er til ráða?
Einnig finnst mér fólk ekki commenta nægilega hérna og er það partur af þessu þó það verði að viðurkennast að ákveðinn kjarni hefur commentað vel og duglega undanfarið.
Ég er ekki að fara að loka síðunni strax en hef aldrei lagt í að segja ykkur þetta varðandi mig fyrr en nú,vonandi verð ég ekki jarðaður eftir þessa færslu.
KV:KorntopFjöryrki
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi
Athugasemdir
Þín síða á erindi við marga sem hafa gott af því að hlusta. Eins og þú veist sjálfur þá eru kannski ekki allir fatlaðir mjög ritfærir og ýmislegt getur valdið því. Þitt hlutverk er að koma áleiðis því sem þarf að breyta og mér finnst þú standa þig vel í því.
Takk fyrir mig, ég les flest sem þú skrifar og meira að segja íþróttapistlana þína
Ragnheiður , 24.10.2007 kl. 01:22
Það er gaman að lesa síðuna þína oft maggi. Ekki láta þunglyndið ná tökum á þér og haltu áfram að blogga því að þú veist sjálfur að þér finnst það gaman.
kv
tryllirinn
Emil Ólafsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 01:23
Sæl ragnheiður:
Þú ert ein af þeim sem hefur commentað hér og kanski verið sú manneskja sem hefur haldið mér við efnið og kann ég þér miklar þakkir fyrir það,það er m.a fyrir þín orð sem ég hef ekki lokað síðunni en ég get ekki að því gert að mér finnst ég ekki góður bloggari en sem betur fer þá er til fólk sem vill sannfæra mig um annað.
Magnús Paul Korntop, 24.10.2007 kl. 01:26
Sæll Tryllir:
Þetta er ekki þunglyndi heldur það sem mér finnst um sjálfan mig.
Magnús Paul Korntop, 24.10.2007 kl. 01:27
Mér finnst þú frábær með allt það sem þér liggur á hjarta. OG VEISTU.
Þeir standa STALLI HÆRRA SEM ÞORA,burtséð hvað aðrir halda.Það er alþekkt fyrirbæri, að FÆRUSTU FYRIRLESARAR koðna niður í ekki neitt EF ÞEIR ERU BEÐNIR AÐ TALA UM SJÁLFA SIG.Þeir eru bara EKKI ÞJÁLFAÐIR í ÞVÍ.OG það HEITIR á FAGMÁLI. FAGMENNSKA. Nei ,haltu áfram á þessari braut,og þér mun VEL FARNAST.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 01:36
Takk Þórarinn,kanski lagast sjálfstraustiðen þetta sem þú segir að ofan er hárrétt,hef sjálfur orðið vitni að slíku.
Magnús Paul Korntop, 24.10.2007 kl. 01:48
Ef þú ert lélegur bloggari Magnús þá veit ég ekki hvað á að kalla mig sem bloggara.. ég er ekki hálfdrættingur á við þig. Þú ert með góð málefni sem fólk hefur áhuga á að heyra og þín rödd er mikilvæg.
Haltu þínu striki Magnús.
Óskar Þorkelsson, 24.10.2007 kl. 08:50
Sælir Óskar og Ísak.
Ef ég er með svona góð málefni,hví sé ég þá ekki fleiri skoðanir í commentakerfinu?ég er oft að reyna að skapa umnræður en það gengur tregt,það endar með því að maður rakki einhvern hóp niður í svaðið,segi svona.
Það er ágætt að fólk er ekki sammála mér í því að ég sé ömurlegur bloggari en eins og kemur fram í færslunni þá bakka ég ekki með skoðanir nema haldbær rök komi til og enn og aftur er sjálfstraustið ekki meira en þetta sorrý.
Magnús Paul Korntop, 24.10.2007 kl. 11:14
Magnús, bloggvinur minn og fjöryrki, ég er tiltölulega nýbúin að finna þig hérna á blogginu og les allt sem þú skrifar. Það er mikilvægt sem þú hefur fram að færa. Þú ert rödd stórs hóps af fólki, jafnframt því að vera "bara" þú eins frábær og þú ert.
Þetta með að hafa ekki sjálfstraust og vilja hætta, huhumm ég kannast sko við það og örugglega flestir sem blogga. Þú hefur fleiri heimsóknir en ég og miklu fleiri komment! Svo, nú er að finna Pollýönnuna innra með sér og halda áfram
Svona dagar líða og nýjir bjartari dagar koma í staðin, ekki satt?
bestu kveðjur, Ragga fjöryrki
Ragnhildur Jónsdóttir, 24.10.2007 kl. 11:43
Sæll , þó svo að ég segi ekki mikið eða komenti á eithvað , þá les ér allatf yfir bloggið hjá þér og þú hefur mikið að segja og gefa samfélaginu , og um að gera að halda áfram að setja út þínar skoðanir þó svo að það komi ekki koment þá snertir það allt einhvern og getur jafnvel breitt deiginum hjá þeyrri maneskju .
Eigðu góðan dag vinur kelmm og knús
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 24.10.2007 kl. 13:28
Sjálfstraust er eitthvað sem öllum þykir gott að hafa og þegar það minnkar eða hverfur þá er ekki mikið og vonandi koma betri tímar og dagar.
Magnús Paul Korntop, 24.10.2007 kl. 13:49
Alveg er ég undrandi á viðbrögðunum við þessari færslu,ég veit ekki hvað skal segja annað enn takk elskurnar en er þó sömu skoðunnar með hversu lélegur penni ég sé en get ekki breytt annara skoðunum.
Mér finnst alveg fáránlegt þegar maður sér um 100 comment við t.d kantskurð kvenna og rakstur undir höndunum,en svo kem ég kanski með mál sem kemur öllum við og þá commenta kanski 2-3,það er þetta sem pirrar mig mest og fær mann til að missa sjálfstraustið í blogginu.
Magnús Paul Korntop, 24.10.2007 kl. 16:09
Þú ert bara laaaaaaaaangflottastur! Ætla að verða duglegri að kíkja og kommenta. Knús.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.10.2007 kl. 16:27
Takk Helga það verður áfram bloggað hérna eitthvað.
Magnús Paul Korntop, 24.10.2007 kl. 16:41
það er auðveldara að hafa skoðun á kantskurði kvenna og raðfullnægingum en alverlegum málefnum öryrkja og þeirra sem minna mega sín Magnús, þú ert ötull talsmaður þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu og ert því mikilvægur bloggari.
Óskar Þorkelsson, 24.10.2007 kl. 16:55
Ég hef nú verið með greinar um alvarlegri málefni en öryrkja t.d hraðakstur svo eitthvað sé nefnt en ég ætti kanski að blogga um kantskurð kvenna og raðfullnægingar og sjá hvað gerist.
Magnús Paul Korntop, 24.10.2007 kl. 17:57
Málið er líka það að þegar fjallað er um ómerkileg mál eins og umræddan kantskurð þá er auðvelt að kommenta á slíkt og bulla bara eitthvað.
Þegar fjallað er um mál sem skiptir máli þá þarf maður að brölta af háa hestinum og hugsa aðeins málið áður en maður kommentar.
Þetta er sumum ofraun held ég.
Ragnheiður , 24.10.2007 kl. 19:02
Þú ert að gera góða hluti á blogginu þínu verðandi mál öryrkja og búsetumál fatlaðra. Þú stendur þig vel. Sjálfstraustið vex smátt og smátt.Gangi þér vel. Það er gaman að kíkja á síðuna þína.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 22:56
Mig langar nú að skrifa um eitthvað meira en bara öryrkja en ég verð greinilega að vera með meira ögrandi hluti til að"hneyksla"ykkur bloggvinir mínir góðir.
Magnús Paul Korntop, 25.10.2007 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.