19.10.2007 | 16:29
Bull og þvæla.
Var að lesa á síðu Ásdísar Sigurðardóttur bloggvinkonu minnar reiðipistil um hvernig TR og getur verið ósveigjanlegt í þegar öryrki reynir að drýgja tekjur sínar, og eiga þar með meiri ráðstöfunartekjur fyrir heimilið.
Ég ætla ekki að rekja pistilinn í heild sinni hann má lesa á http://asdisomar.blog.is en ætla þó að segja það að þó að öryrki drýgji tekjur sínar tímabundið með einhverjum ráðum þá er alger óþarfi að refsa viðkomandi með endurgreiðslu.
Einnig las ég annann pistil og þar var á ferðinni bloggvinkona mín Birna Dís Vilbertsdóttir sem sagði frá því að hún hefði lagt ákveðna upphæð í sparnað á mánuði svo einn mánuðinn þá ´gat hún ekki lagt fyrir því það þurfti að kaupa lyf ofl en hvað gerðist þá?jú TR tók hana af skrá og þegar leitað var skýringa þá var hreytt í hana að fyrst hún ætti svo mikinn pening þá þyrfti hún bara engar bætur en þennann pistil má lesa á http://skralli.blog.is .
Bæði þessi tilvik segja mér það eitt að breyta þarf almannatryggingarkerfinu rækilega og einfalda það,það þarf að hætta að refsa öryrkjum fyrir að eiga pening,ég velti því stundum fyrir mér hvort ég þurfi að tilkynna TR um það ef ég fer með flöskur í Endurvinnsluna eða Sorpu,ég ætti nú ekki annað eftir.
Að mínu mati er kerfið þungt í vöfum og þarfnast sárlega lagfæringar einnig finnst mér að starfsfólk TR þyrfti að fara á nánskeið þar sem kennd er framkoma við viðskiptavini,einnig þarf upplýsingargjöfin að vera skilvirkari svo ekki sé nú talað um bæklinga þeirra,tungumálið sem þar er talað er stundum svo torskilið að engu lagi tekur,það ætti að hafa bæklinginn frá þeim á auðlesnu máli sem allir sem eiga bótarétt og aðstandendur þeirra skilji það sem þar er skrifað.
Ég vil að endingu lýsa ánægju minni með þrekvirki Ásdísar og Heiðu með undirskriftarlistann og viðbrögð fólks við honum og mun hér eftir kalla mig Fjöryrkja.
KV:Korntop Fjöryrki
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 205420
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady
Athugasemdir
Hæ Magnús. Ég heiti Ásdís Sigurðardóttir, asdisomar stendur fyrir nafnið mitt og Ómar sem er seinna nafn mannsins mín, bara svo þú vitir það
Ásdís Sigurðardóttir, 19.10.2007 kl. 16:32
Fyrirgefðu,laga það í snatri.
Magnús Paul Korntop, 19.10.2007 kl. 16:47
Það er ótrúlegt hvernig tryggingakerfið starfar,það mætti halda að þeir færu með ryksugu í hvern einasta vasa og sjúga hvern einasta eyrir til sín og þá sérstaklega frá öryrkjum og eldri borgurum.
María Anna P Kristjánsdóttir, 19.10.2007 kl. 18:14
Já,alveg með ólíkindum,það er eins og TR haldi að það sé hægt að valta yfir okkur endalaust,við ein getum breytt þessari vitleysu svo einfalt er það.
Magnús Paul Korntop, 19.10.2007 kl. 18:43
Tek undir með þér og hvet þig til að halda áfram að láta heyra í þér.
Kristín Snorradóttir, 19.10.2007 kl. 23:51
Ljónynja:
Já tryggingarkerfið er til skammar,ég vil ekki hafa þessa mynd einmitt vegna þess að fólk fer að kalla mig Pavarotti og hef heyrt nóg af því gegnum árin.
Hrafnkell:
Dæmisögur ogstaðreyndir af svínaskap TR verður áfram hér í bloggheimum,ég er t.d bara rétt að byrja eins og aðrir Fjöryrkjar hér.
Magnús Paul Korntop, 19.10.2007 kl. 23:54
Nei Heiða.uppgjöf er ekki til í mínum huga,skriðan er komin af stað og við höldum áfram þar til yfir lýkur.
Kveðja Magnús Korntop Fjöryrki
Magnús Paul Korntop, 20.10.2007 kl. 00:49
Ég er ekki að gera lítið úr slæamum aðstæðum fólks, en ég vil bara segja mína skoðun á viðskiptum fólks við TR. Því miður kemur fyrir að leiðinleg tilsvör heyrast hjá starfsmönnum þessarar stofnunar. Hitt er svo annað mál að þetta er upp til hópa mjög gott fólk sem er allan daginn fullt af velvilja í garð fólks. Þetta kerfi, þessar reglur sem TR er gert að vinna eftir, sem er ansi flókið og því miður nokkuð ranglátt, þarf að stokka upp.
Jón Halldór Guðmundsson, 20.10.2007 kl. 01:31
Sæll Jón og velkominn í bloggvinahópinn.
Það er kanski ekki allt starfsfólk slæmt í Tr en sumir eru það,og já þetta ´rangláta kerfi þarf vissu lega að stikka upp.
Magnús Paul Korntop, 20.10.2007 kl. 02:41
Vonandi að ný ríkisstjórn standi við sín loforð um lagfæringar. Við höldum áfram að minna þau á
Ekki satt Magnús ?
Ragnhildur Jónsdóttir, 20.10.2007 kl. 09:58
Sæl Ragnhildur:
O jú,það munum við svo sannarlega gera,í gegnum tíðina hefur ríkið lofað öllu fögru og síðan svikið það án þess að blikna,nú er komið að hefnd öryrkja og að þeir fái uppreisn æru.
Magnús Paul Korntop, 20.10.2007 kl. 10:44
Sæll Magnús
Þetta er góð síða hjá þér.
Vegna skrifa minna á heimasíðu Arndísar um að ég vilji ekki láta kalla okkur Öryrkja .Þú ert þroskahamlaður ég er hreyfihamlaður það eru þessi orð sem við eigum að nota.Hvað á að kalla örorkubætur spyr þú .
Þetta er laun Magnús og eiga ekki að kallast neitt annað. Mín skilgreining á orðinu öryrki er sú að orðið ör þýðir eitthvað smátt eða lítið þannig að orðið öryrki er einstaklingur virðist skila afskaplega litlu til þjóðfélagsins.
Því verð ég seint sammála
Grétar Pétur Geirsson, 20.10.2007 kl. 12:13
orðið öryrki hefur verið notað í íslensku máli svo lengi sem elstu menn muna.
Magnús Paul Korntop, 20.10.2007 kl. 13:43
oft velt fyrir mér orðinu "örorka" .. ég skil ekki orðið en veit meininguna vegna þess hvernig það er notað. Ör orka = pínulítill kraftur ? anyway ég skil ekki þetta orð.
btw pabbi er á 100 % örorku..
Óskar Þorkelsson, 20.10.2007 kl. 13:49
Ekki skil ég orðið öryrki,en um leið og einhver meiðist alvarlega sem leiðir til þess að viðkomandi verði óvinnufær verður hann sjálfkrafa öryrki en hvernig orðið er til komið er mér hulin ráðgáta.
Magnús Paul Korntop, 20.10.2007 kl. 14:02
ég verð svo pirruð á svona sögum en styð að þær heyrist og finnst algjör snilld það sem þið eruð að gera - áfram með missionið
halkatla, 20.10.2007 kl. 14:04
Við gerum það Anna karen.
Magnús Paul Korntop, 20.10.2007 kl. 14:08
Fyndið að ég er einmitt að velta fyrir mér meiningunni á orðinu "öryrki" í blogginu mínu síðan í gærkvöldi. Athugaði í orðabók og fór að pæla í þessu orði í gærkvöldi.
Það er alveg sama hvað við erum kölluð, við erum öll manneskjur og eigum að fá að lifa sem slíkar þar sem við erum virt sem þeir mikilvægu þegnar samfélagsins sem við erum.
bestu kveðjur
Ragga fjöryrki
Ragnhildur Jónsdóttir, 20.10.2007 kl. 14:21
Ætli það endi ekki með því að einhver sendir fyrirspurn í þáttinn Íslenskt mál á gömlu gufunni?
Magnús Paul Korntop, 20.10.2007 kl. 15:25
Já, þetta er alveg frábært framtak hjá ykkur.
Einn galli sem ég hef kynnst á kerfi TR er sá að það tekur marga mánuði að fá bætir hjá Tryggingastofnun, jafnvel einhver ár. Þegar fólk er komið á þessar lágu bætur á það jú til hnífs og skeiðar, en ekkert meira en það. Það hefur alls ekki efni á að leigja sér íbúð á almennum markaði, til dæmis.
Annar galli er það að þetta kerfi er skerðing vegna tekna. Í einhverjum tilvikum býðst fólki jafnvel vinna sem það ræður við, en jafnvel þorir ekki að taka því það er hrætt við að lenda úr úr kerfinu.
Það sem ég tel að þurfi að gera er sem sagt þrennt:
1. Hækka grunnlífeyri almannatryginga.
2. Gera stórátak í húsnæðismálum öryrkja.
3. Efla atvinnu- og samfélagsþáttöku öryrkja. Liður í þvi á að vera að fólk geti unnið hlutastarf án þess að það komi að fullu til skeringar á tekjutryggingu. Það þarf að byggja upp ráðgjafarstarf og félagsstarf öryrkja og annarra sem eru ekki á atvinnumarkaðinum ens og atvinnulausra og aldraðra.
Jón Halldór Guðmundsson, 21.10.2007 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.