Ósvífni.

Í  hádegisfréttum á Stöð 2 í dag kom fram að Róbert Árni Hreiðarson ætli að áfrýja úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í seinustu viku þess efnis að hann skuli sæta 3 ára fangelsi óskilorðsbundið  og greiða miskabætur og sakarkostnað auk málsvarnarlauna verjanda ennfremur sem hann mótmælir að lögmannsréttindi hans séu afturkölluð.

Hverskonar ósvífni er þetta eiginlega?Öll sönnunargögn vinna gegn honum og sýna þau ótvírætt sekt hans í þessu máli,ég vona að Hæstiréttur taki nú ekki upp á því að milda dóminn því mér finnst að þessi dómur eigi að standa og mætti jafnvel þyngja hann en þessi víðsjárverði maður á að taka út sekt sína en viðbrögð hans sýna svo ekki verður um villst að hann iðrast einskis og neitar áfram sekt og fer fram á sýknu,slík er ósvífnin,ég hvet ykkur bloggvinir og lesendur góðir til að commenta á þetta og segja ykkar skoðun.
Ég tala hreint út:Þessi glæpamaður á það skilið að dúsa í fangelsi næstu 3 árin. basta.

Ég gæti sagt meira um þetta mál svo reiður er ég en ætla að láta þetta duga í bili.
                        KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Sæll Maggi minn, flottur kjarnorkupistill hjá þér. Ég er alveg sammála þér. En þegar ég horfi á þetta með raunsæjum augum og hugsa um hvernig dómar í kynferðisbrotamálum hafa fallið hér fram að þessu þá er ég nokkuð viss um að sá hæsti mun milda þennan dóm. Hæstiréttur mun uppskera reiði samfélagsins en þannig held ég að þetta fari samt og það er miður.

Ragnheiður , 1.10.2007 kl. 21:01

2 Smámynd: Sigríður B Sigurðardóttir

Ég er algjörlega sammála þér.

Sigríður B Sigurðardóttir, 1.10.2007 kl. 23:28

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

sammála

Einar Bragi Bragason., 2.10.2007 kl. 00:24

4 Smámynd: Rannveig H

Það hafa sagt mér tveir lögfræðingar að ekkert í þessum dómi ætti að koma Róbert til refsilækkunar,þó Hæsti réttur hefði sig allan við 'Eg ætla sannarlega að vona að það sé rétt.Magnús þessi færsla er góð hjá þér og mikið skil ég þig vel að vera reiður yfir þessu. Er það líka.

Rannveig H, 2.10.2007 kl. 01:13

5 Smámynd: Halla Rut

En á þeim tíma sem hann var kærður var ekki ólöglegt samkvæmt lögum að hafa samræði við "börn" yfir 14 ára sama hvað viðkomandi var gamall sjálfur. Sem var auðvitað fáránlegt.  Lögunum var breytt eftir að þetta mál kom upp. Eða þannig að maður sem var það mikið eldri var brotlegur ef um barn yngri en 16 ára átti í hlut.  Lögin voru ótrúleg. Mér segja lögfróðir menn að hann hefði jafnvel lögum samkvæmt ekki átt að fá dóm fyrir þessi sérstöku brot, hversu ömurlegt sem það kann að hljóma. Hann greinilega notfærði sér bágt ástand ungra stúlkna og maður með hans greind vissi vel hvað hann var að gera.   

Halla Rut , 2.10.2007 kl. 02:36

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Hæstiréttur er alveg með ólíkindum ótrúlegur að milda dóma yfir harðsvíruðum kynferðisafbrotamönnum sem svífast einskis í því að svala kynferðislöngun sinni gagnvart ungum stúlkum og til að kóróna allt batteríið þá fannst VERULEGT magn af barnaklámi og fyrir það á að dæma sérstaklega.
Halla Rut:
Vel má vera að lögin hafi ekki náð yfir svona viðbjóð á þessum tíma en mér segja lögfróðir menn að það hefði aldrei verið ákært í þessu máli nema menn hefðu eitthvað í höndunum gagnvart þessum manni og það höfðu þeir svo saannarlega.

Magnús Paul Korntop, 2.10.2007 kl. 02:51

7 Smámynd: Halla Rut

Hann er þekktur perri. Ég hef bara áhyggjur af áfríun hans. 

Hugsið ykkur bara. Maður um 60 ára sem leita eftir samförum við 13 ára gamla stúlku. Getur eitthvað verið eins "sikk". Menn undir tvítugu finnst það ekki í lagi. Hvað er að gerast í hausnum á þessum mönnum. ATH að hann er giftur og á börn.  Fórnarlömbin eru mun fleiri en aðeins þessar stúlkur.  

Halla Rut , 2.10.2007 kl. 02:56

8 Smámynd: Magnús Paul Korntop

nokkuð greinilegt að þessi maður er sikk og það mikið,já Halla Rut,ég hef svo sannarlega líka áhyggjur af þessa áfrýjun hans og ég skil fullvel þær mæður sem eru hræddar um börn sín sérstaklega þegar svona þekktir perrar eiga í hlut.

Magnús Paul Korntop, 2.10.2007 kl. 08:32

9 Smámynd: Kolgrima

Þetta er bara með ólíkindum.

Kolgrima, 2.10.2007 kl. 13:33

10 Smámynd: justme

Sammála þér 400%

justme, 2.10.2007 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband