23.9.2007 | 19:37
Línur teknar að skýrast í Landsbankadeild.
Þá er lokið 17 umferð Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu og ljóst að eitthvað hefur hnúturinn minkað en ekki mikið og að hart verður barist í 18 og seinustu umferðinni n.k laugardag en förum í stuttu máli yfir gang mála í þessari umferð.
FH 0-2 Valur.
Valsliðið var einfaldlega sterkara allann leikinn og komust FH-ingar aldrei inn í leikinn og unnu valsmenn sanngjarnan sigur 0-2 með mörkum Baldurs Aðalsteinssonar og Helga Sigurðsonar sem gerðu gæfumuninn og nú eru valsmenn á toppnum fyrir lokaumferðina með 35 stig og eiga HK á heimavelli í lokaumferðinni og ef þeir vinna þann leik þá er titillinn valsmanna í fyrsta skipti í 20 ár en Valur varð síðast íslandsmeistari 1987.
Hjá FH var fátt í gangi og stressið greinilega mikið og nú verða FH-ingar að treysta á að HK taki stig af val og þeir sjálfir vinni Víking í Víkinni en þetta er í fyrsta skipti síðan í júlí 2004 sem FH er ekki á toppi úrvalsdeildar.
ÍA-Víkingur.
Eftir því sem ég kemst næst þá voru Víkingar betri nær allann tímann en eins og venjulega þá nýttu þeir ekki færin og skagamenn fengu eitt færi og nýttu það til fulls og nú eru Víkingar neðstir fyrir lokaumferðina og þurfa allavega 1 og helst 3 stig gegn FH til að halda sér í deildinni,skagamenn eru hinsvegar í bestri stöðu varðandi þátttöku í evrópukeppni að ári og þeir eiga Keflavík í Keflavík í lokaumferðinni.
Fylkir-Keflavík.
Veit ekkert um þennann leik nema að Fylkir sigraði 4-0 og Albert Brynjar Ingason gerði allavega 2 þeirra og eftir þennann sigur eiga Fylkismenn smá von um evrópusæti.
Fram-KR.
þarna var að mér skilst hörkuleikur sem lyktaði með jafntefli 1-1 og hafa bæði 15 stig og mega ekki misstíga sig í lokaleikjum sínum því þá ná víkingar þeim að stigum ef þeir verða heppnir gegn FH en þetta jafntefli ætti að duga öðru liðinu til að hanga uppi,í lokaumferðinni fá KR-ingar Fylki í heimsókn og Framarar fara í Kópavoginn og spila við Breiðablik.
HK-Breiðablik.
Veit ekkert um þennann leik nema að hann fór 1-1 og þau úrslit nánast tryggja HK áframhaldandi veru í deildinni,Lokaleikur Blika er gegn Fram á heimavelli á meðan HK sækir Val heim í Laugardalinn.
Það er í gangi skoðanakönnun um hvaða lið fellur úr Landsbankadeildinni þetta árið og endilega takið þátt þessa vikuna og segið hvað þið haldið.
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady
Athugasemdir
Smá leiðrétting en Valur varð síðast íslandsmeistari 1987 þannig að það gera 20 ár frá síðasta titli ef þeir klúðra þessu ekki með stæl í næstu umferð...
Signý, 23.9.2007 kl. 19:49
Sæl Signý.
Takk fyrir þessa ábendingu og hefur þetta verið leiðrétt.
Gaman að sjá að fólk fylgist með en það er bara svo langt síðan Valur vann síðast titilinn að það er ekki von að maður ruglist en rétt skal vera rétt.
Magnús Paul Korntop, 23.9.2007 kl. 20:25
Þá er einn leikur eftir og vonandi að eyðimerkurgöngu okkar Valsmanna fari senn að ljúka. Gaman að sjá hvað strákarnir voru ákveðnir móti FH í gær.
Kveðja
Emil
Emil Tölvutryllir (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.