Þarf að breyta íslandssögunni?

Undanfarin ár hafa fræðimenn komist að því með sólarganginum,það að á þessum tíma var árið ekki 365 dagar og lesturs á fornminjum frá Víkingaöld til þess tíma er Sturlungaöld(Þjóðveldisöld)endar að tímasetning á lykilatburðum sé röng og að í nokkrum tilfellum skeiki nokkrum árum,ég ætla hér á eftir að að taka það helsta en of langt mál væri að telja allt upp en byrjum á byrjuninni.

Ísland fundið 874?Við þessu hefur verið sett stórt spurningarmerki og vilja fræðimenn meina að landið hafi fundist nokkrum árum fyrr eða 867 eða þar um bil.

Alþingi stofnað á Þingvöllum 930?Þarna vilja menn meina að þessi atburður hafi gerst 928 á Þingvöllum er Úlfljótur setti fyrst lög á Íslandi.

Kristnitakan árið 1000 á Þingvöllum?Þarna eru að mér skilst skiptar skoðanir og vilja flestir meina að þessi merki atburður hafi átt sér stað árið 999 en ekki árið 1000.

Örlygsstaðarbardagi 1238?Einhvernveginn fá þessi fræðimenn það út að þessi bardagi hafi verið 1237 eða skömmu eftir að Gissur Jarl slapp úr fangavist Sturlu Sighvatsonar að Apavatni.

Eftir þessa upptalningu á atburðarrásinni virðist þurfa að breyta kenslubókum og kenslu í Íslandssögu almennt,ég hinsvegar ætla að halda mig við það sem ég lærði í skóla og hef lesið mér til gamans síðan þar til annað kemur í ljós,mér þykir ekki ástæða til að breyta sögunni ef ekki eru nægar rökstuddar sannanir fyrir að svo hafi verið.

PAX VOBIS-KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég dýrka sögu landsins en hef alltaf sett stórt spurningamerki við ártölin, bæði vegna minna eigin meðfæddu grunsemda og svo þess sem hefur uppgötvast í fornleifafræðinni og öðru slíku

halkatla, 19.9.2007 kl. 09:27

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þetta hefur verið að koma fram öðru hvoru af fræðimönnum og fornleifafræðingum og einnig eins og ég sagði í pistlinum að þá voru dagarnir í árinu á Víkingaöld ekki 365 dagar o.þ.a.l ætti viðkomandi atburðir að hafa gerst fyrr,en eins og ég sagði einnig í pistlinum að þá hefur þetta ekki verið sannað og verður líklega aldrei svo að ekki ætla ég að breyta sögunni heldur halda mig við það sem ég lærði í skóla og hef lesið mér til ánægju síðan.
Það má hinsvegar deila um hvort sumt úr íslendingasögum sé ekki bara tilbúningur og þá er kanski komið efni í aðra færslu.

Magnús Paul Korntop, 20.9.2007 kl. 14:56

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ég hef bara heyrt fólk tala um þetta stundum með einhverju millibili og auðvitað veit ég að það er hlaupár á 4 ára fresti en mér hefur alltaf þótt þetta hálfótrólegt en auðvitað breytum við engu án sannanna og svo að það sé útrætt,hvað varðar skáldskap þá finnst mér ýmislegt í íslendingasögunum skáldskapur og er það óháð tímatali,kanski ég bloggi um það við tækifæri og þá getum kanski átt hressilegt spjall um það og ég gæti líka hugsað mér að kanna þetta með rétt tímatal og hvort einhverjar skekkjur séu í sögunni.

Magnús Paul Korntop, 21.9.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband