Brösótt gengi.

Sæl öll,seinustu dagar hafa verið erfiðir og mikið gengið á og mikið hlakka ég til þegar þessu lýkur og ég get farið að hugsa um annað en að koma mér fyrir en eins og ég sagði hefur mikið gengið á.

Í gærkvöldi vorum við Aileen og Sæunn að reyna að koma hlutunum fyrir og gekk það vel í byrjun en eftir að hafa borðað smá pizzu þá héldum við áfram og þá hófust ósköpin,Aileen greyið tók skúffu í mesta sakleysi af glerborðinu en ekki vildi betur til en svo að það gaf sig og brotnaði og fengum við smásjokk en það lagaðist fljótt en ég pirraðist samt smávegis en ekki dugir að öskra og æpa eins og asni, eins og ég sagði við Aileen sem vildi kenna sér um þetta að ekki þýðir að gráta orðinn hlut,þetta gerðist og borðið kemur ekki til baka heldur verður að kaupa nýtt borð og taka hlutunum með jafnaðargeði en nú á að klára að koma íbúiðinni í stand á miðvikudaginn og svo er stefnt á partý eftir 2 vikur fyrir þá sem hjálpuðu til við fluttning.
Nei Nonni,þessi íbúpð er á Írabakka 6 en samt gott að vera kominn heim í þess orðs fyllstu merkingu,hér ólst maður nú upp ekki satt?

Annars fara nú að taka við eðlilegir dagar hjá manni aftur,skólinn,hljómsveitin mín,kynning á ÍR leikjum í handboltanum í vetur,ég ætla að byrja að æfa aftur og svo er það baráttan við aukakílóin sem verður mikil og erfið en ef þessi bárátta tapast þá er ekkert eftir nema magaaðgerð en við skulum vona í lengstu lög að til slíks þurfi ekki að koma.

Nú er komin ný könnun og nú er það hver er besti trúbadorsöngvarinn seinustu 20-30 ár eða svo og vil ég taka það fram að eingöngu komast 15 nöfn fyrir og ef það vantar einhvern þarna þá er bara að greiða viðkomandi atkvæði í commentakerfinu, þið takið kanski eftir að ég setti nafnið mitt í könnunina en það geri ég vegna þess að það eru margir þarna úti sem hafa heyrt mig syngja þjóðlagatónlist og vita því hvað ég kann og get en það veit ég að ég er ekki bestur þarna en ég er fatlaður einstaklingur og er kanski að stofna til léttrar keppni en svona kannanir eru eingöngu til gamans gerðar og því henti ég mér þarna inn meira í gríni en alvöru.

En læt þetta duga í bili,heyrumst fljótlega aftur-meira síðar.
                                  KV:Korntop

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband