Ferðasaga.

Þá er loksins komið að ferðasögunni frá Edinborg,njótið vel.

það var mikill ferðahugur í okkur frændum þegar Aileen keyrði okkur á Bsí,þar keypti Maggi miðana fyrir okkur í rútuna í Leifsstöð.

Þegar þangað var komið tók við þetta venjulega,innritun og vegabréfaskoðun,eftir það fór ég í Elko og keypti mér IPOD en svo biðum við í rúma 2 klst eftir brottför,flugið út var ekkert alltof þægilegt fyrir mig enda stór 200 kg maður á ferð og ekki hægt að taka handfangið upp svo að ég var settur á Saga Class en þar var jafnvel en þrengra um mig en allt hafðist þetta nú,maturinn í flugvélinni var heldur af ömurlegri gerðinni og er það alveg á kristaltæru að flugvélamaturinn verður sífelt verri og verri með hverri ferðinni sem ég fer og er ég örugglega ekki einn um þessa skoðun.

Þegar komið var til Glasgow tók við löng ganga að vegabréfaskoðuninni og svo hittum við þær mæðgur Rósu og Bjarnheiði Guðrúnu,fengum okkur kók og sú litla fékk að hlaupa aðeins um.

Þegar við komum út úr flugstöðinni sýndi Rósa okkur hvar bíllinn hefði keyrt á flugvallarbyggingunni í hryðjuverkaárásinni á Glasgowflugvöll rúmlega viku áður og heimtaði ég mynd af mér með staðinn í baksýn.

Tókum leigubíl á lestarstöðina og tókum lest til Edinborgar sem tók um 50 mínútur,þegar þangað var komið tókum við annann taxa á Gilmore Place en þar var gistiheimilið Avaron sem við ætluðum að gista á næstu vikuna en það átti eftir að breytast því fyrstu nóttina gat Maggi ekki sofið fyrir hrotunum í mér og fékk að gista hjá Rósu og Bigga sem eftir var vikunnar og hafði ég því herbergið útaf fyrir migLoL,gerðum ekkert þennann fyrsta dag nema fá okkur að borða á ítölskum veitingastað og í göngunni heim á gistiheimili hófust vandræði mín sem vöruðu alla ferðina og kom eiginlega í veg fyrir að hægt væri að sjá eitt og annað auk þess sem úthaldið var ekki mikið sökum líkamsþyngdar minnar en verið er að gera eitthvað í því en þegarég kom heim á gistiheimili kom í ljós að ég var með blöðru á fætinum akkúrat þar sem þú stígur niður og önnur á hliðinni og það þýddi pilluát,sárabindi og sótthreinsandi spray en þetta fór sama dag og haldið var heim til íslands aftur.

Á Laugardeginum var haldið á Princessstreet að versla svolítið og var fyrst haldið í MHV plötubúðina þar sem  keyptir voru dvd diskar með tónleikum ýmisskonar og cd diskar til brenna auk þess sem Monthy Phythonsafnið var keypt,svo var haldið í búð sem heitir The pride of Scotland og er ekkert ósvipað Rammagerðinni hér nema þessi er mun ódýrari,þar var keypt pottlok,handklæði,spil og nokkrir bolir,og voru gerð góð kaup,daginn eftir þurfti ég að fara þangað aftur og aftur var farið í MHV og keyptir fleiri diskar til að brenna og svo í The pride of Scotland því hlutir höfðu gleymst og þar var afgreiðslumaður sem sá mig daginn áður og vildi afgreiða mig sjálfur og fannst mér það fyndið,um hvöldið var farið á veitingastaðinn Howie´s og fengið sér að borða,og þar smakkaði ég Haggis í fyrsta skipti en fyrir þá sem ekki vita hvað Haggis er þá er það einhverskonar slátur mjög gott.

Frá mánudegi til Miðvikudags vorum við á pollwarth Teras þar sem þau búa Rósa,Biggi og Bjarnheiður og spjölluðum þar saman og spiluðum kana,á þriðjudeginum fórum við á North Bridge þar sem farið var á kaffihús og ýmislegt keypt.

Á fimmtudagsmorgninum vaknaði ég eftir 3 tíma svefn um 4´45 og fórum út rétt fyrir kl 6 en Rósa þurfti að fara til Glasgow í búð og fór því með okkur inn í flugstöð og kvaddi okkur svo við vegabréfaskoðunina,þegar kom að gegnumlýsingunni pípaði þegar ég kom í gegn og var ég ransakaður hátt og lágt en ég hafði engar áhyggjur því þetta var bara venjulegt eftirlit em Maggi skemmti sér konunglega yfir þessu og hló mikið,eftir langt og leiðinlegt labb að hliðinu var seinkunn á vélinni um 1 klst svo við sátum bara kyrrir,flugið heim var betra en á leiðinni út og nú var hægt að taka handfangið upp og engin vandræði.

Þessi ferð var mjög skemmtileg enda átti ekki að skoða mikið heldur aðallega að vera samvistum við Rósu og Bjarnheiði en Bigga sáum við aðeins á kvöldin en hann er að vinna lokaverkefni í sambandi við nám sitt gervigreind á tölvum,ég notaði hinsvegar tækifærið og lagði á minnið hin ýmsu kennileiti því þarna ætla ég aftur og þá í betra formi en í þessari ferð en þá verður sko verslað og skoðað eins og íslenskra ferðamanna er siður.

Við nafnar þökkum ykkur Bjarnheiður,Rósa og Biggi kærlega fyrir samveruna þessa viku og hlökkum til að sjá ykkur að 2 mánuðum liðnum,TAKK FYRIR OKKUR.

                       KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gott að heyra að ferðin heppnaðist vel. Leiðinlegt samt með blöðrurnar á fætinum. En flott að þú lést það ekki spilla fyrir þér.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.7.2007 kl. 19:12

2 Smámynd: Ragnheiður

fín ferðasaga, tek undir með Jónu samt með fótablöðrurnar

Ragnheiður , 26.7.2007 kl. 19:50

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að lesa ferðasöguna þína Korntop minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2007 kl. 09:18

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hvað með að fá myndir??? Gott að það var gaman.....

Vilborg Traustadóttir, 27.7.2007 kl. 13:33

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Það koma myhndir,bíð bara eftir að fá þær sendar í msn.

Magnús Paul Korntop, 27.7.2007 kl. 15:32

6 identicon

Sæll Maggi minn

Þetta hefur verið skemmtileg ferð hjá ykkur nöfnunum :o)

Hlakka til að sjá myndirnar.

 Bið að heilsa nafna og Rósu.

Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband