2.7.2007 | 00:57
Pælingar um femínista.
Einn er sá hópur sem ég hef verið að velta mér uppúr seinustu 2-3 vikur en það eru femínistar,hefur þessi hópur komið mér fyrir sjónir sem hópur sem vill banna allt og vill konur í helstu embætti og berst með kjafti og klóm fyrir jafnrétti kynjana og kvenfrelsi og finnst mér það bara gott mál,en þarf femínista til?Spyr sá sem ekki veit.
Einnig hafa femínistar barist fyrir því að klámblöð verði tekin úr hillum bókaverslana og annað í þeim dúr svo eitthvað sé nefnt,einnig berjast þeir gegn ofbeldi,nauðgunum og þess háttar.
En það sem ég er aðallega að pæla í er hugmyndafræði femínista en ljóst er að skoðanir fólks (og þ.m.t. mín)er byggð á fáfræði enda hafa femínistar aldrei verið skilgreindir eða fyrir hvað þeir standa, hver er t.d hugmyndafræði og gildi femínista?hver eru helstu baráttumál þeirra?Ég átti bloggvini hér sem ég missti sökum þess að ég talaði illa um femínista og eins og venjulega að þá var sú umræða byggð á fáfræði,ég held að meginþorri íslendinga skilji ekki femínista og dæmi þá sem öfgahóp,það vil ég ekki gera því eins og ég hef sagt áður að þá er er þetta fólk sem vill vel,ég hef sjálfur dæmt femínista í raun án þess að vita eiginlega fyrir hvað þeir standa og því vil ég reyna að læra eitthvað um þennann hóp.
Þessi pistill er ekki skrifaður í illu heldur til að auka þekkingu mína og skilning á femínistum,ljóst er að fáfræði fólks er mikil þegar kemur að hópum eins og femínistum og úr því þarf að bæta.
Ég vil hér með biðja þá femínista sem sjá og lesa þessa síðu að reyna að útskýra fyrir mér,bloggvinum og lesendum þessarar síður fyrir hvað femínistar standa og þá sérstaklega hugmyndafræðina svo að ég ofl skiljum baráttuaðferðir þeirra tilgang og markmið,í von um skjót viðbrögð.
KV:Korntop
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
30 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady
Athugasemdir
þú átt nú bara skilið fyrir þetta!
Ég er orðin frekar þreytt en mig langar samt að leggja orð í belg. Femínismi er fyrir mér stefna réttlætis þ.e þetta er hugmyndafræði sem miðar að því að auka réttlæti í samfélaginu. Fyrstu opinberu "femínistarnir" voru uppi fyrir nokkur hundruð árum en kölluðust þá frekar kvenréttindasinnar. Það voru upptilhópa karlmenn, enda var þeim gert kleyft að læra ýmislegt og hafa sig í frammi. Þeir vildu að það kæmi til opinber viðurkenning á því að konur væru jafnar karlmönnum, í hæfileikum, hugsunum og einstaklingseðli. Konur voru líka að berjast á þessum tíma. Svo komst skriður á hlutina, og það er talað um þrjár bylgjur femínismans eftir það. Suffragettur voru í fyrstu bylgju og börðust m.a fyrir kosningarétti. Rauðsokkur tilheyrðu annarri bylgjunni og voru að berjast fyrir því að útrýma ranghugmyndum um að konur mættu ekki hitt og þetta, og væru enn ýmsu órétti beittar þrátt fyrir að hafa fengið kosningarétt í fyrstu bylgju - það var í kringum the 60´s . Þriðja bylgjan er svo það sem er að gerast núna, af því að enn eimir eftir af ranghugmyndum um hvað femínismi er, og það hvað hann er nauðsynlegur fyrir samfélagið.
Ok, þetta var sögulega yfirlitið, ef ég var að muna það rétt! Konur eiga einfaldlega að hafa sömu tækifæri og karlar, sama frelsi og sömu laun fyrir vinnuna sína.
Femínismi sem stefna hefur skipst í margar stefnur, hver femínisti skilgreinir sig eiginlega sjálfur og það sem hann stendur fyrir, en nú um stundir þegar femínismi er svona hrikalega óvinsæll hjá mörgum, og misskilinn, þá er eiginlega mikilvægast að þora að segja "ég er femínisti, og ég vil réttlæti"
Fyrir mér snýst þessi barátta alls ekki lengur um kvenkynið, heldur svo miklu meira en það. Ég er t.d örugglega "sagnfræðilega obsessed femínisti" af því að það skiptir mig svo miklu máli að fólk viðurkenni það hvað sagan fór ómjúkum höndum um konur og niðurlægði mannlegt eðli þeirra á margan hátt, m.a með því að banna þeim að sækja skóla og kjósa. Mannkynið tapaði á því, það er svona mega óréttlæti.
Svo eru til femínistar sem nánast dýrka einstaklinginn og vilja ekki heyra á það minnst að það þurfi eitthvað að hjálpa konum eða hafa kynjakvóta. Svoleiðis femínistar stofnuðu spes samtök fyrir nokkrum mánuðum eiginlega til höfðus Femínistafélaginu. Femínistafélagið er svona "straigth up" róttækur femínismi... þessi klassíska þriðja bylgja. Þær eru misskildastar af öllum og ég hef ekki tíma til að fara útí að lýsa þeim. En þær vilja basically bara jafnrétti og róttækar aðgerðir ef þess þarf.
Svo eru líka til femínistar sem spá rosalega mikið í kynlífi og vilja alls ekki að klámblöð verði tekin úr hillum!! Heldur vilja þau að mannfólkið frelsist enn meira í kynhegðun sem er heilbrigð. Það eru meiraðsegja til þannig samtök á Íslandi og bloggvinkona mín stjórnar í þeim, þetta er hennar blogg, þau kalla sig pro sex feminism og í útlöndum framleiða frumkvöðlar þeirra jafnvel klám.
Svo eru til enn fleiri gerðir af femínisma sem ég þekki ekki. Og varðandi baráttumál femínista þá eru yfirleitt fleiri hópar en bara þeir að berjast fyrir ýmsu af málunum, t.d varðandi það að minnka eða stöðva klámið, mjög margir trúarhópar eru líka að berjast fyrir því, og jafnvel fleiri. Samt myndu þeir aldrei skilgreina sig sem femínista af því að það væri alltof róttæk yfirlýsing.
Það var rosalega gaman að svara þessu, vonandi var ég ekki að klikka á sagnfræðinni, það væri nú algert hneyksli
Góða nótt.
halkatla, 2.7.2007 kl. 01:30
Sæll Maggi. Til að gera langa sögu stutta þá er ekki til nein ein tegund af feministum, en þeir standa fyrir jafnrétti. Þær rannsóknir sem ég hef gert í fötlunarfræðunum eru í raun og veru feminískar rannsóknir. Þær rannsóknir snúast um jafnrétti. Eins hef ég skoðað mismunandi reynslu fatlaðra kvenna og fatlaðra karla út frá feminískri hugmyndafræði. Kynjakvóti og feminismi er ekki það sama. En það eru margir feministar sem vilja kynjakvóta. Ég er algjörlega á móti klámi og klámblöðum, en það er nú meira sunnudagaskóla uppeldið heldur en feminisminn
Kristín Björnsdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 09:28
Hvernig er þetta eiginlega?Eru virkilega ekki fleiri feministar sem geta svarað þessum pælingum hérna?Það hljóta að vera fleiri hliðar á femínistum en þessar sem þegar eru komnar fram.
Magnús Paul Korntop, 2.7.2007 kl. 20:09
Orð í belg. Frábær útskýring hjá Önnu Karen.
Orðið "feminismi" er til vandræða að mínu mati, ekki barátta kvenna og karla fyrir jafnrétti og betra samfélagi þar sem allir eru þátttakandur, konur og karlar, þar sem fólk er metið að verðleikum en ekki kyni eða öðrum óréttlátum mælistikum.
Einhver sagði að barátta feminista væri einskonar "útvíkkun á meðvitund", þar sem óvenjulegar og frumlegar baráttuaðferðir sem voru lausar við ofbeldi og yfirgang kom róti á vanafastar heilasellur, og breytti hugmyndum fólks enda þurfti átak til að breyta hefðbundnum kynjahugmyndum.
Orðið "feminismi" vekur enga umhugsun í dag, það er eins og nagli í naglasupu. Betra væri að tala um kjötið sjálft, kálið og öll kryddinn sem við gætum notað til að víkka "meðvitundina".
Benedikt Halldórsson, 2.7.2007 kl. 20:50
Hvers vegna að skrifa um þennann viðbjóðslega hóp?
Ertu kanski orðin femínisti magnús?
Femínistar eru hættulegar umhverfi sínu og öðru fólki.
karlremban. (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 03:39
feministar eru samansafn af frekum feitum kerlingum sem rífast og skammast út af öllu,furðulegar og leiðinlegar sínöldrandi kerlingar.
Kristófer (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 12:44
Femínistar eru samansafn af ömurlegum kerlingum og hommum !!!
Emil Ólafsson (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.