Kvennalandsliðið í ham.

          5-0
Þá er nýlokið leik Íslendinga og Serba í evrópukeppni kvennalandsliða og unnu íslensku stelpurnar glæstan sigur 5-0 og verð ég að segja að mér fannst hann í minna lagi slíkir voru yfirburðir "stelpnanna okkar" en þessar lokatölur þó aldeilis frábærar og efsta sæti riðilsins staðreynd.

Ég ætla ekki að rekja gang leiksins því íslenska liðið var nánast með boltann allann leikinn og fengu 16 hornspyrnur gegn 3 svo dæmi sé tekið,gaman er að sjá breiddina í íslenskri kvennaknattspyrnu því þær sem komu inná sem varamenn stóðu sig vel og veiktu liðið ekkert svo hár er styrkleiki í íslenskri kvennaknattspyrnu.

Gaman var að sjá hversu margir áhorfendur mættu á þennann leik en áhorfendamet var sett á kvennalandsleik á íslandi en 5976 mættu á leikinn og studdu "stelpurnar okkar"allann leikinn og eins og landsliðsþjálfarinn og Margrét Lára sögðu eftir leikinn þá leið þeim eins og þær væru 2 fleiri og er mikið til í því,gaman var að sjá að íslensku stelpurnar lögðu sig fram og kenndu svolítið karlalandsliðinu hvernig á að leggja sig 100%í leikinn,í kvöld voru hlutirnir gerðir af krafti og ánægju en ekki með hálfum huga eins og oft vill verða hjá karlalandsliðinu því miður,stelpurnar sýndu einnig að með samheldni og áráttu þá er ýmislegt hægt.

Hjá serbneska liðinu var fátt um fína drætti og minnti liðið langtímum saman á villtar beljur á leið til slátrunar,Vanja Stefanovic sem leikur með val hér á landi var skást í serbneska liðinu en nánast allann leikinn virtust þær ekki vita hvaða hlutverk hver hefði innann liðsins.

En semsagt frábær íslenskur sigur og efsta sætið í riðlinum tryggt í bili.
Mörk íslands.Dóra Stefánsd(3),Dóra Marí Lárusd(23),Katrín Jónsd(58),Margrét Lára Viðarsd(81),sjálfsmark(86).

                                    KV:Korntop

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ótrúlega flott..

Ester Sveinbjarnardóttir, 22.6.2007 kl. 01:26

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Flott  hjá þeim.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.6.2007 kl. 10:46

3 identicon

Þetta var alveg meiriháttar leikur og fyrsti leikurinn hjá konunum sem ég hef farið á. Þvílík stemming sem var þar, aldrei upplifað annað eins. öskur, bylgjur og læti, alveg frábært. Annar er það alveg rétt hjá þér þetta með beljurnar á svelli og staðfestir það þegar tvær serbastúlkur hlupu hvor aðra niður, allur áheyrendapallurinn grenjaði úr hlátri :) Gaman að þessu.. Áfram Ísland

Skonsan (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

265 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband