Óþolandi mótþrói kirkjunnar.

Alveg er það óþolandi þegar kirkjuþing eða meirihluti þess berst jafn hatramlega fyrir sjálfsögðum mannréttindum eins og reyndin er með samkynhneigða,þessi fáranlegi fyrirsláttur kirkjunnar manna með sjálfan biskup íslands í broddi fylkingar er fyrir löngu orðinn úreltur og svona hugsunarhætti þarf að breyta.

Ég þekki nokkra samkynhneigða einstaklinga af báðum kynjum sem vilja staðfesta sambúð og geta gift sig eins og hver annar einstaklingur í þessu þjóðfélagi og er þessi mismunum þjóðfélagshópa komin út fyrir öll mörk og kallar æ meir á aðskilnað ríkis og kirkju eð það finnst mér allavega.

Hvað segja femínistar og aðrir jafnréttissinnar um þetta mál?
                                    KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ég er ekki samkynhneigður nei en þetta er að mínu mati mannréttindarbrot sem kirkjan er að gera með þessu.

Magnús Paul Korntop, 17.6.2007 kl. 14:58

2 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Nú er ég hvorki hommi, né nokkuð á móti hommum.

En Kirkjan sem félagsskapur getur að sjálfsögðu sett sínar reglur, sem og hún hefur gert, eftir Biblíunni eða einhverri annari bók.

Það að þetta sé mannréttindarbrot, er náttúrulega þvæla. Ef að þú Magnús myndir stofna félagasamtök, t.d. "Félag Hardcore aðdáenda ÍR-inga", þá gæti stjórn þess félag neitað KR-ingum inngöngu í samtökin, á þeirri forsendu að lög þíns félags banni KR-ingum inngöngu.

Og í framhaldinu spyr maður, hversvegna ættu KR-ingar að vilja ganga í aðdáendaklúbb ÍR-inga ?  að sama skapi getur maður spurt, hversvegna í andskotanum eru hommar og lesbíur að reyna að þröngva sínum giftingum uppá Kirkjuna, þegar hún augljóslega vill ekkert með það hafa ??

Og afhverju í andskotanum ætti Kirkjan að breyta sínum stefnum í þessum málum, bara að gamni ?  Mér persónulega er andskotans sama hvað kirkjan gerir í þessu, mér finnst bara blóðugt hvað er mikið af skattpeningum sem fer í þennan óskapnað sem Kirkjan í heild sinni er.

Er sanngjarnt að prestar rukki fyrir giftingar og skírnir, á sama tíma og þeir fá greidd full laun, frá okkur skattgreiðendum ??

Hér er pistill sem fjallar um þennan óskapnað sem kirkjan er -->  http://ingo.blog.is/blog/ingo/entry/174449/

Kveðja

Sjallinn í Odense

Ingólfur Þór Guðmundsson, 17.6.2007 kl. 20:53

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

sæll Ingó.

Ég er heldur ekki hommi og hef ekkert á móti þeim heldur,mér finnst það bara vera óþolandi þegar kirkjan setur sig upp á móti öllu sem er til bóta eins og þetta með samkynhneigða og mér finnst þetta mannréttindarbrot og það á háu stigi.
Ég virði þínar skoðanir enda margt til í þeim en við getum nú ekki verið sammála um allt þannig er það nú bara einu sinni.

Magnús Paul Korntop, 17.6.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband