Skynsamleg lausn.

Sælir bloggvinir og lesendur góðir,þá er komin lausn varðandi sambandsslitin hjá okkur Dagbjörtu en þeir sem lásu fyrra blogg mitt um þetta mál og vita málavexti varðandi veikindi hennar og ætla ég ekki að endurtaka það hér en fyrir þá sem vilja kynna sér þetta mál bendi ég á að lesa umrætt blogg.

En við hittumst semsagt á BK og ræddum málin og ákváðum að vera ofboðslega góðir vinir og standa saman sem við höfum alltaf gert,við breytum í raun engu nema hringarnir verða teknir af og trúlofum slitið en ætlum að halda áfram í sterku vinasambandi/ígildi kærustupars en hún vill sjá mig hamingjusaman þannig að ef ég finn mér aðra kærustu þá bakkar hún mig upp í því,hún hefur hinsvegar sagt að hún byrji ekki með öðrum karlmanni en veikindi hennar eru mjög mikil og númer 1 er að veita henni alla þá hjálp sem til er.

Okkur Dagbjörtu þykir ofboðslega vænt hvort um annað og ljóst að hún gerir þetta ekki með neinni gleði en ekki er við öllu séð þar sem veikindin setja henni þröngar skorður.
Ég vil henni allt hið besta og því komumst við að þessari skynsamlegu niðurstöðu að vera góðir vinir ganga saman í gegnum súrt og sætt,einnig munu vinir okkar berjast með henni þannig að samstaðan er mikil í vinahópnum og það er fyrir öllu,eruð þið ekki á sömu skoðun bloggvinir og lesendur góðir?
                                      KV:Korntop
                                                                                                      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er vel mælt Korntop og vissulega ykkur báðum fyrir bestu. Þá getur þú líka stutt hana með ráðum og dáð. Góður vinskapur er gulli betri.

Rúna Guðfinnsdóttir, 14.6.2007 kl. 02:04

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það er mikilvægt fyrir fólk að geta hjálpað vinum sínum þegar þeir eiga í erfiðleikum, það sem þið eruð að gera sýnir mikinn þroska og kærleika.

Ester Sveinbjarnardóttir, 14.6.2007 kl. 07:43

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Fallega mælt Korntop.  Gangi ykkur báðum sem best í öllu því sem þið takið ykkur fyrir hendur. Mundu líka að "þeir sem flytja sólskinið til annarra, geta ekki komist hjá því að það skíni á þá sjálfa."

Ingibjörg Hinriksdóttir, 14.6.2007 kl. 09:48

4 Smámynd: Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir

flott hja ykkur nu lyst mer á ykkur

Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir, 14.6.2007 kl. 10:25

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallega mælt gangi þér og vinkonu þinni vel.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.6.2007 kl. 11:16

6 identicon

Maggi þið eruð bæði mjög skinsöm og gott fólk

Svana (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 11:33

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aldeilis bara mjög gott.  Og þetta er auðvitað besta lausnin.  Veikindi er bara ástand, en samband eru raunverulegt.  þannig að ef ykkur tekst að þróa vináttuna, veit enginn hvert hún leiðir ykkur tvö.  Gangi ykkur báðum vel elskulegur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2007 kl. 17:47

8 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Til hamingju með þetta bæði tvö og góðar óskir héðan.  Það er léttir að finna sameiginlega lausn.  Hnýta lausa enda og horfa fram á veginn.  Einn dag í einu.  Dagurinn í gær er liðinn og við fáum honum ekki breytt. Dagurinn á morgun er ókomin og við vitum ekki hvað hann ber í skauti sér.  Dagurinn í dag er hins vegar sá dagur sem öllu skiptir.  Förum vel með hann og lifum í sátt.

Vilborg Traustadóttir, 14.6.2007 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

48 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband