Serbía-Ísland.

Í kvöld kl 18´30 verður flautað til leiks Serba og Íslendinga í borginni Nis í Serbíu og er þetta fyrri leikur þjóðanna í umspili um að komast í úrslit á evrópumótinu sem haldið verður í Noregi í upphafi næsta árs en síðari leikurinn verður í Laugardalshöll á þjóðhátíðardaginn 17 júní.

Ljóst er að serbneska liðið er geysisterkt þó svo að mikil endurnýjum hafi orðið í liðinu sérstaklega eftir að svartfellingar klufu sig frá og urðu sjálfstæð þjóð.

Einnig má ljóst vera að þessir leikir verða mjög erfiðir og ljóst að ekkert má út af bera og verða íslensku strákarnir að vera 100%einbeittir allann leikinn.

Hjá okkar mönnum er það vörnin og markvarslan sem ráða mestu um framvindu mála annaðkvöld því þá koma hraðaupphlaupin í kjölfarið og höfum við menn til að klára það dæmi eins og Guðjón Val og Alexander Pettersons,en í einnig verðum við að spila markvissann sóknarleik og taka þann tíma sem þarf.

Ég hef fulla trú á íslenska liðinu í þessum leik enda með dúndurlið á ferðinni,menn eins og Guðjón Val,Óla Stefáns,Birki Ívar Snorra Stein ofl,en óneitanlega vantar mikið þegar örvhenta stórskyttan Einar Hólmgeirson er ekki með en hann er meiddur í baki.

Dómarar annað kvöld eru pólskir og vona ég að þeir verði ekki hlutdrægir en heimadómgæsla er algeng í handboltanum í dag og hefur alltaf verið,ef strákarnir halda haus og spila sinn leik þá hef ég engar áhyggjur.

Ég spái að við töpum þessu með 1-3 mörkum sem við vinnum svo upp með stórsigri á þjóðhátíðardaginn,mér skilst að þessi höll í Nis sé gryfja og getur í raun allt gerst,mér skilst að leikurinn verði í beinni á RUV kl 18´30 svo að ég segi:Allir setjist fyrir framan sjónvarpið annað kvöld.

                            KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það verður spennandi að fylgjast með þessu. Sammála þér með Einar,það er tjón þegar hann vantar. Nú æpum við áfram Ísland í kvöld....samtaka nú !

Ragnheiður , 9.6.2007 kl. 10:45

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Auðvita fylkist ég með það er enginn spurning áfram Ísland.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.6.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband