Landsleikur.

Jæja bloggvinir og lesendur góðir þá styttist í leikinn milli þessa frændþjóða og ekki úr vegi að velta sér aðeins uppúr þessum leik og skoða aðeins þessi tvö lið.

Ef við byrjum á svíunum þá er ljóst að um geysiöflugt lið er að ræða með valinn mann í hverju rúmi þó að telja veði Zlatan Ibrahimovich þeirra besta mann en hann er meiddur og leikur því örugglega ekki í 90 mínútur,einnig er Johan Elmander í leikbanni og spilar ekki með, en af þeim sem spila nær örugglega má reikna með Frederick Ljungberg sem var fyrirlyði á móti Dönum stjórni miðjunni og reyni að stinga sér innfyrir íslensku vörnina af miðjunni ef færi gefst,einnig nefni ég Christian Wilhelmson sem er eldsnöggur með boltann og skorar stundum ótrúleg mörk,fleiri mætti nefna til en læt það eiga sig en ljóst er á þessu að sænska liðið er ekkert lamb að leika sér við.

Af leikmönnum okkar íslendinga nefni ég fyrstan Brynjar Björn Gunnarson baráttuhundur með mikið keppnisskap og verður hann fyrirliði íslands í leiknum í kvöld en hann skoraði einmitt markið gegn Lichtenstein,aðrir sem ég nefni eru varnarmennirnir Ívar Ingimarson og Grétar Rafn Steinson en það mun mikið mæða á vörninni í þessum leik enda sænsku framherjarnir skæðir.

Ljóst er að íslensku strákarnir verða að vera þolinmóðir því svíarnir vilja skora snemma til að minka pressuna og því eru fyrstu 20 mínúturnar ákaflega mikilvægar fyrir okkur.

Ég býst við erfiðum leik og í ljósi umræðna um síðasta leik gegn Lichtenstein(Sem ég sá ekki)býst ég við stórum ósigri en vonandi rífa íslensku strákarnir sig upp á rassgatinu og berjist fyrir heiðri þjóðarinnar,einnig hefur komið fram að of margir "farþegar"hafi verið í þeim leik og andleysið algert,leikmenn verða að geta barist og"peppað" hvern annann upp einnig það að heyra íslenska þjóðsönginn ætti að fylla menn stolti en við vonum það besta í kvöld.

Eiður Smári verður ekki með(Er í leikbanni)og því þurfa hinir í liðinu að treysta á sjálfa sig en ekki bíða eftir að Eiðue reddi málunum mér finnst það bara fínt.

Eins og ég sagði áðan þá býst við stórum skelli í þessum leik en vonandi sjá íslensku strákarnir til þess að það gerist ekki,sænska liðið tekur okkur alvarlega og mun sækja á okkur frá byrjun,ég leyfi mér að spá þessum leik 5-0 fyrir svía en þar sem ég er lélegur spámaður þá gerist það nú varla.

                             ÁFRAM ÍSLAND.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Vonandi að við vinnum. áfram. Ísland.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.6.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband