Enn af NBA.

Horfði í nótt á 5 leik San Antonio og UTAH í NBA deildinni og er skemmst frá því að segja að þessi leikur varð aldrei spennandi slíkir voru yfirburðir heimamannna í San Antonio og áttu gestirnir aldrei break í leiknum.

Staðan eftir 1 leikhluta var 34-15 og ljóst hvert stefndi því í raun var þessi leikur þá búinn,í 2 leikhluta héldu heimamenn í horfinu og leiddu í leikhléi 55-39.

Í seinni hálfleik héldu yfirburðirnir áfram og í 4 leikhluta sátu stjörnur heimamana á bekknum og létu"minni"spámenn um að spila fjórðunginn og lauk leiknum með öruggum sigri heimamanna 109-82.

San Antonio er því komið í úrslit NBA og mæta þar annaðhvort Detroit eða Cleveland en staðan í því einvígi er jöfn 2-2.

Erfitt er að tína einhvern út í liði heimamanna en þó verður að nefna franska bakvörðinn Tony Parker maður með mikinn sprengikraft og hraða,hjá gestunum var fátt um fína drætti og leikmenn hver öðrum daufari og engu líkara en að menn væru búnir að tapa leiknum fyrirfram enda var þetta 19 tapleikur UTAH  í San Antonio,
Við höldum áfram að fylgjast með NBA hér á síðunni.

Svona í framhjáhlaupi þá vildi Kobe Bryant fara í leikmannaskiptum frá Los Angeles Lakers og sagði stjórnun hjá félaginu en svo fékk maðurinn bakþanka og sagðist vera hættur við að hætta,er þessi maður ótrúlegur enda var gerður við hann 7 ára samningur strax daginn eftir að Shaquile O´Neal fór til Miami í miklum leikmannaskiptum en þá var tilkynnt að liðið yrði byggt í kringum Kobe Bryant,sú áætlun hefur gersamlega mistekist og er það mín skoðun að það eigi að selja slíka menn tafarlaust.
                                         KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæþór Helgi Jensson

ég nenni ekki að horfa a´nba núna fyrst bestu liðin eru dottinn út hehehe lifi bulls og meistarnir duttu út fyrir bulls lifi Bulls 

Sæþór Helgi Jensson, 31.5.2007 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband