Sport.

Í gær fóru fram seinni leikirnir í 8 liða úrslitum og verður að segjast eins og er að úrslit komu á óvart og þó ekki

Á Anfield Road í Liverpool sigruðu heimamenn PSV 1-0 með marki Peter Crouch en í raun má segja að Robbie Fowler eigi þetta mark með húð og hári,ekki verður sagt að þetta hafi verið skemmtilegur leikur og þetta mark það eina jákvæða við leikinn.

Í hinum leikinum áttust við Bayern Munchen og AC Milan og voru Bæjarar með pálmann í höndunum eftir fyrri leikinn en margt fer öðruvísi en ætlað er því Milan liðið kom baráttuglatt til leiks og unnu Bæjara 2-0 mjög sannfærandi.

Í undanúrslitum spila því eftirfarandi lið:
Liverpool-Chelsea.
AC Milan-Man Utd.

En þá eru það leikir kvöldsins.

Tottenham-Sevilla
Spánverjarnir unnu fyrri leikinn 2-1 og nægir því Tottenham sigur 1-0 en það er hægara sagt en gert því Sevilla liðið er geysisterkt og engir aukvisar í því liði og því erfitt verrkefni fyrir Tottenhamliðið,ég spái að þetta fari 3-1 fyrir Tottenham.

KR-Njarðvík.

Leikur 1 var stórskemmtilegur og mikil stemming þar sem heimamenn í Njarðvik voru mun betri og leiddu í leikhléi 58-44,í byrjun seinni hálfleiks var engu líkara en heimamenn hefðu gleymt að koma út úr búningsklefanum því gestirnir í KR komust hægy og bítandi inn í leikinn og að loknum 3.leikhluta var staðan orðin 70-72 fyrir KR og útlit fyrir spennandi l 4 leikhluta en Njarðvíkurliðið var ekki á því heldur vöknuðu upp við vondann draum og keyrðu yfir óttaslegna KR-inga og unnu leikhlutann 29-6,fáheyrðar tölur í leikhluta og þar með leikinn 99-78,ég veit að þannig verður það í kvöld,stórskemmtilegur leikur sem KR verður að vinna,annars klárar Njarðvík þetta 3-0 á laugardaginn kemur.
Ég spái því að KR vinni þennann leik og jafni seríuna,það skiptir ekki máli hvort leikur vinnst með 1 stigi eða 50 þú færð bara 1 punkt.

Valur Fram.

Þá er aðeins eftir að skrifa um leik Vals og Fram sem verður spilaður á Nesinu í kvöld og skiptir öllu máli fyrir Val sem mega illa við því að tapa stigum eftir sigur HK-manna á okkur ÍR-ingum í gærkvöldi og því koma Valsmenn örugglega brjálaðir til leiks og munu eðlilega gera allt til að jafna metin við HK.
Ég spái því að Valur vinni þennann leik 29-28 og haldi spennunni í deildinni.

Nóg komið í bili.KV;Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband