Njarðvík.

Jæja góðir hálsar þá er að blogga aðeins hérna,en ég fór með rútunni í gær um hálf 3 leytið frá BSÍ og til Alvildu vinkonu minnar sem þar býr ásamt Ali (Nýja manninum hennar frá Marokkó) sonum sínum 2 Axel og Þorsteinn og Emil vini mínum,kom ég um hálf 4 og hitti Emil í Njarðvíkursjoppunni svokölluðu,keyptum gos á rándýru verði og röltum svo á Brekkustíginn en þar býr þessi kjarnafamilía.

Um kvöldið fórum við Emil að sjá leik 1 í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik og áttust það við lið Njarðvíkur og KR sem heimamenn í Njarðvík unnu 99-78 eftir furðulegan seinni hálfleik en staðan í leikhléi var 58-44 fyrir UMFN,eftir 3 leikhluta var staðan hinsvegar orðin 70-72 fyrir KR en  síðasta leikhluta sigruðu heimamenn 29-6 og þar með leikinn,skemmtilegur leikur sem lofar góðu um framhaldið.

Jæja,efyir leikinn fórum við aftur heim og fengum okkur í gogginn kjöt af bestu sort og franskar með,svo var borðaður eftirréttur(ís og bananar) og svo var spjallað langt frameftir,í dag fékk ég að prófa þetta arabíska margumtalaða brauð og olli það ekki vonbrigðum,hélt ég svo heim með 4 rútunni í dag.

Þessi ferð var skemmtileg og náði ég að kynnast Ali mjög vel,eðalmaður þar á ferð,eitthvað svo blátt áfram og skemmtilegur náungi.

Ég verð aftur þarna um helgina því þá á Emil afmæli og þá verður sko slett úr klaufunum.

Ég þakka kærlega fyrir mig og þessar frábæru stundir sem ég átti þarna.

Takk fyrir mig,KV:Maggi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk sömuleiðis.

Magnús Paul Korntop, 10.4.2007 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband