Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Góð helgi framundan.

Í kvöld fór ég á jólafund Átaks,fengum góðan mat,leynigestir mættu en það voru Bergþór Pálsson,Sigga Beinteins og Grétar Örvarson og tóku þau 2 síðarnefndu 3 lög við góðar undirtektir,Kristján Sigurmundson(Hinn auðskildi eins og ég kalla hann)stóð fyrir fjöldasöng og ég var DJ og spilaði jólalög þegar dauðir tímar komu, þessum skemmtilega fundi sem um 40 manns mættu á þrátt fyrir óveður lauk um klukkan 10.

Á morgunn eru jólatónleikar Fjölmenntar í Grensáskirkju klukkan 6 og þaðan fer ég beint í vinnuna á vinnustaðagleði sem mun standa eitthvað frameftir kvöldi og ætla ég að skemmta mér rækilega við að sjá útlendingana almennilega í því.

Laugardagurinn er ekkert planaður nema um klukkan 9 verður sýndur á Stöð 2 sport El Classico á spáni þegar Barcelona mætir Real Madrid og vonandi fær Eiður að spila og helst að hann byrjaði bara inná enda er þetta með geggjaðri risaleikjum knattspyrnunnar,ekki vegna þess að þetta séu nágrannaslagur heldur er um að ræða mikinn ríg sem á sér rætur til tíma Francos en hann hyglaði Madridingum á kostnað Börsunga auk þess sem Barcelona er frá Katalóníu og þess heldur er þetta forvitnilegur leikur annað kvöld.

Sunnudagurinn er heldur ekkert planaður,bara leti og rólegheit þar sem ég ætla að hlaða batteríin oghorfa á sport allann daginn og hafa það næs.

 


Veit eigi.

Um hvað á ég að blogga næst?

Hef ekki hugmynd.


Prófum það.

Ný skilgreining á því að láta krónuna fljóta en það er mjög einföld aðferð.

Þeir sem vetlingi geta valdið mæti með krónu niður á tjörn og athugum hvort krónan fljóti.

Segi svona.LoL


Empty again.

Hef ekkert að segja af viti þessa stundina,höfuðið þurrausið í augnablikinu en lagast vonandi bráðlega en svona er þetta stundum bara.

Jú eitt sem ég vildi koma að og það er að það er farið að rigna aftur og farið að hlýna en svo frýs aftur,svo hefst hringurinn aftur,snjór,rigning og frost,ég spái gráum jólum hér í Reykjavík en hvítum á landsbygðinni.

Hvað er besta ABBA lagið?KJÓSIÐ.


Geggjuð helgi.

Á föstudagskvöldið fórum við Aileen,Lillý,Kári og Ottó á Rammíslenskt jólahlaðborð og var það mjög gaman og verður örugglega endurtekið að ári en sjáum hvað setur í þeim efnum.

Ég borðaði kanski einum of mikið og endanði á klóinu um nóttina en það var mér að kenna en eftir matinn söng Gylfi Ægisson nokkur laga sinna við góðar undirtektir og keyptum við öll diskinn með honum en hann heitir Perlur Gylfa Ægissonar.

Á laugardagskvöldið var ég í keflavík í innflutningspartýinu hjá Emil og þar einnig vel tekið á því í átinu og var DJ og át vel af matnum og var kominn heim um kl 1 en Beggi keyrði mig heim en Anna kærastan hans var hjá vinkonu sinni í Innri Njarðvík og fór svo með okkur heim.

Í gær var svo afmæli hjá Sigga Andra á Grillhúsinu og enn var vel tekið á því í átinu þannig að ég er búinn að borða fyrir næstu viku(segi svona) en það er alltaf gaman í afmælum Sigga Andra,mikill brandarakall þar á ferðinni.

Vikan fer í vinnu,undirbúning jólanna og jólatónleika skólans sem eru á föstudagskvöldið.

Þetta er það sem hefur verið að gerast hjá mér og er á döfinni.

Meira seinna.

 

 


það er bara það.

Það er hrollvekjandi að horfa út um gluggann og sjá hríðina lemja á glugganum fyrir utan allann kuldafjandann sem þessu veðri fylgir.

Ætli þetta sé fyrsti vísir að jólasnjó?Held ekki,það á eftir að rigna ofan í þetta svo frýs allt aftur,geðslegt ha.

Þannig að Questionið er hvort fáum við hér í Reykjavík og nágrenni,hvít jól,rauð jól eða grá jól?

Hvað haldið þið gott fólk?


Tómur.

Höfuð mitt er þurrausið og því blogga ég ekki nú.
Lofa einhverju bitastæðu seinna.

Munið könnunina á besta ABBA laginu.

 


Dofi og mikið að gera.

Dagurinn í gær var frekar skrýtinn og ekki laust við að dofi hafi svifið yfir vötnum en andlát Rúnars Júlíussonar hafði mikil áhrif á fólk í gær  og var ég engin undantekning í þeim efnum enda fallinn frá einhver mesti mannvinur og afkastamesti tónlistarmaður landsins sem þessi litla eyja hefur alið af sér.

Annars fór ég ásamt Aileen,Ottó,Lillý og Kára á geggjað jólahlaðborð á Fjörukránni og var maturinn í góðu lagi svona í heildina séð síðan söng Gylfi Ægisson nokkur lög við góðar undirtektir og er hann ennþá fantagóður söngvari og gaman að hlusta á hann en síðan var haldið heim um kortér í 11 því allir voru einfaldlega orðnir þreyttir eftir erfiða vinnuviku eða veikindi,góð kvöldstund eigi að síður.

Í dag er stefnan sett á Keflavík að undirbúa innfluttningspartý hjá Emil og fer ég með begga og Önnu og svo verður fleira fólk þarna sem ég hef ekki séð áður svo ég kynnist örugglega einhverjum nýjum andlitum og er það bara gott mál.

Á morgunn er það svo afmæli hjá Sigga Andra í Vesturbænum síðdegis þannig að á þessu sést að það er nóg hjá mér að gera og minkar ekkert fram að jólum.

Að endingu verð ég að láta fljóta með skondinn hlut en þó ekki,þannig var í nótt gat ég ekki sofið og tók smá bloggrúnt og rakst þá á síðu Heiðu B Heiðarsdóttur(Skessa) en við erum ekki miklir vinir,las hana gegnum bloggvin semsagt en hvað um það,hún hefur greinilega ekki verið hrifin af að linka við frétt en eftir að ástandið varð eins það er þá mun hún gera eins mikið af því og hægt er og minnir mig að umrædd frétt væri um Davíð og höfum við Heiða ekki verið sammála um neitt hingað til en í þessu máli er ég henni svo gersamlega sammála að það hálfa væri það nú nóg,hún hittir naglann svo sannarlega á höfuðið í þessari færslu,við erum ekki bloggvinir(því miður) en ég held að við séum ekkert ólík í skoðunum þegar kemur að kreppunni og öllu því og óska ég henni góðs gengis í því.

P.S.endilega takið þátt í ABBA könnuninni og kanski skrifa í gestabók ina.

En farið vel með ykkur,það geri ég.


Sorg.

Nú rétt í þessu var ég að frétta að einn ástsælasti tónlistarmaður íslands fyrr og síðar Rúnar Júlíusson hafi látist í nótt úr hjartaáfalli.

Rúnar varð íslandsmeistari í knattspyrnu árið 1964 og átti sæti í íslenska landsliðinu og var einn besti knattspyrnumaður landsins á þessum árum.

Hann var í Hljómum frá 1963-1970 er hann stofnaði Trúbrot en seinna var hann í Ðe lúnlí blú bojs og GCD auk þess sem hann rak eigin danshljómsveit.

Rúnar Júlíusson var einn afkastamesti tónlistarmaður landsins og liggur ógrynni laga eftir hann og stendur íslenski tónlistarheimurinn fátækari eftir.

Árið 1976 stofnaði Rúnar Júlíusson Plötuútgáfuna Geimstein og er hún elsta plötuútgáfa landsins með samfellda sögu.

Ég þekkti Rúnar mjög vel en árið 2003 vorumvið saman í Dublin og þar kynntist ég honum mjög vel og þar sungum við saman 2 lög,einnig spilaði hann með hljómsveit minni á gamla Gauk á Stöng og svo fyrir 3 mánuðum tæpum(20 sept s.l) spilaði hann á 15 ára afmæli +Ataks á Grand Hótel við góðar undirtektir.

Ég votta Eiginkonu hans Maríu Baldursdóttur og börnum hans Baldri og Júlíusi mínar dýpstu samúðarkveðjur.

Mín hinstu orð til þín vinur eru á þessa leið:Hvíl þú í friði vinur.


Gaman.

Í dag er það bara vinnan og svo um klukkan 6 förum við að sækja Ottó og þaðan verður haldið til Lillýar o Kára en svo verður farið í samfloti á Fjörukrána í Hafnarfirði á rammíslenskt jólahlaðborð og verður áreiðanlega gaman enda ætla ég að skemmta mér ærlega.

Boðið verður upp á Grýluglögg en þar sem ekkert okkar drekkur afengi og ég alls ekki er engin hætta á þcí að ég verði mér til skammar.

Skemmtiatriði eru í gangi og er Grýla veislustjóri og því ljóst að hún kemur viða við kerlingin en auk hennar verða jólasveinar á staðnum en auk þeirra verður þarna Gylfi Ægisson ofl.

Læt þetta duga í bili.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 205173

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

239 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband