Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Bloggvinatiltekt.

Er að ráðast í bloggvinatiltekt á síðunni en það er vegna þess að það eru sumir sem ég hef engin samskipti við og einnig af því ég veit ekki hverjir af bloggvinum mínum heimsækja síðuna,sumir commenta þó reglulega og eru þeir því ekki í hættu en bloggvinalistinn er langur og því erfitt að gera sér grein fyrir hverjir lesa síðuna reglulega,eins og ég sagði þá eru nokkrir á listanum sem ég hef engin samskipti við og aðrir hafa ekki samskipti við mig og því er kanski best að rýma til.

Ef einhverjum er er hent út en vill komast inn aftur þá bara sendir viðkomandi beiðni eftir venjulegum leiðum en ég vil benda á að  þetta er ekki illgirni í garð nokkurs bloggvinar heldur nauðsynleg hreinsun til að auðvelda mér að lesa blogg því að mínu mati er betra að eiga fáa en góða bloggvini.

                             KV:Korntop


Strætókerfið lélegt.

Smá blogg um strætókerfið en að mínu mati er það meingallað af ýmsum ástæðum og ætla ég að fara stuttlega yfir það sem betur mætti fara.

Tímaáætlanirnar eru alveg hreint með ólíkindum,t.d skulum við taka mjóddina sem dæmi,þar koma allir bílarnir á sama tíma en við erum að tala um leiðir 3,4,11,12 og 17 í staðinn fyrir að láta þá dreifast nei þá koma allir á sama tíma gersamlega fáránlegt.

Annað er að fullmargar leiðir hér í Breiðholti fara t.d fellin og upp og niður hjá FB og fara upp hjá Fálkaborg en á meðan fer ENGIN leið restina af Arnarbakkanum þ.e Grýtubakkann,Hjaltabakkan,  írabakkann,Jörfabakkann og Kóngsbakkann þannig að fólk þarf að labba langar leiðir til að ná strætó og er það langur spölur,hvar er skynsemin spyr ég en svona mætti lengi telja um leiðirnar í borginni og yfirleytt eru leiðirnar það langar en tímaáætlun stutt þannig að oft liggur við að bílstjórar þurfi að stunda hraðakstur á götunum til þess eins að halda áætlun eitthvað sem við þurfum ekki á að halda,væri ekki betra að snúa þessu við?minka leiðirnar og lengja tímaáætlanir? T.D gengur leið 15 frá Mosfellsbæ og alla leið út á Mela,hreint ótrúlega löng leið en stutt tímaáætlun,er ekki komið að breytingum á strætó á ýmsum sviðum?Það finnst mér allavega.

Einnig finnst mér að elli ogörorkulífeyrisþegar auk barna ættu að fá frítt í strætó en það væri að mínu mati fyrsta skrefið til að auka strætófarþega í þessari borg en ef mig misminnir ekki þá hefur farþegum fækkað jafnt og þétt í langann tíma.

Annað sem ég vil koma hér að er að nú eru útlendingar ráðnir sem strætóbílstjórar og leiðir það af sér mikil vandamál t.d þegar spyrja þarf til vegar áður en farið er út úr bílnum eða þegar stigið er upp í bílinn,þá yfirleytt kann eða skilur bílstjórinn ekki ensku því hann er lithái,pólverji eða frá öðrum löndum á þessum sláðum en það ætti að vera frumskylirði að útlendir bílstjórar kunni eða skilji ensku þá á að vera skýlaus krafa okkar sem tökum strætó að það séu íslendingar sem keyri strætisvagnana.

Meira mætti segja um strætó en nú er nóg komið í bili,farið vel með ykkur elskurnar,það geri ég.

                                 KV:Korntop


Mér er gróflega misboðið.

Ég ætlaði ekki að blogga um þennann nýja meirihluta í borginni en gat ekki annað þegar ég heyrði hvaða vinnubrögð voru notuð við gerð hans og það verð ég að segja eins og er að siðferðiskennd minni var svo gróflega misboðið að engu tali tekur,en skoðum þetta mál aðeins frá því hvernig ég sé það.

Frá því meirihluti sjálfstæðis og framsóknarflokks sprakk í október vegna ótrúlegs klúðurs Vilhjálms Þ Vilhjálmsonar(þáverandi borgarstjóra) og nýr meirihluti vinstrimanna tók við hefur sjálfstæðisflokkurinn verið að biðla til annara flokka til að komast til valda í borginni á ný og að lokum tókst honum það með lúalegum aðferðum og bauð m.a Ólafi F Magnúsyni borgarstjórastólinn sjálfan sem skiptimynt.

Munurinn á myndun þessara tveggja meirihluta er sá að i meirihlutanum sem sprakk í október var um MÁLEFNALEGAN ÁGREINING að ræða sem ekki var leystur og því fuðraði hann upp,og vinstrimenn tóku við og voru bara að gera ágætis hluti af því ég fékk best séð en þessi meirihluti er myndaður kringum mikið valdabröld þar sem leynifundir og baktjaldamakk réð ríkjum,ekki var hægt að ná neinum í núverandi meirihluta í síma og annað í þeim dúr.

En eins og áður sagði voru sjálfstæðismenn ALLTAF á hnjánum að biðja aðra flokka að starfa með sér en enginn treysti honum en á mánudaginn síðasta tókst þeim að fá Ólaf F Magnúson til liðs við sig og sagði Ólafur að F listinn ætti erfitt með að koma sínum málum að í vinstri meirihlutanum og þetta gerði Ólafur án þess að tala við varamann sinn Margréti Sverrisdóttur og því er málum þannig komið núna að ef hann verður veikur þá tekur Margrét sæti hans en þar sem hún er mótfallin nýjum meirihluta þá mjög líklega sprengir hún þennann meirihluta,sem sagt Ólafur er með ekkert bakland og lék einleik sem endar með ósköpum það er alveg á kristaltæru.

Á borgarstjórnarfundi á að mig minnir miðvikudag(Þá leiðréttið þið mig bara)kom ungt fólk í Ráðhúsið til að mótmæla þessum gjörningi og það verð ég að segja að þau mótmæli fóru algerlega úr böndunum og voru þessu unga fólki til skammar,það er í lagi að mótmæla og fólk á að mótmæla hlutum enn að mínu mati þá þarf það að gerast á vitrari hátt,ok fólkið var mjög reitt yfir þessum fáheyrða gjörningi en að hrópa frammí og trufla fund með hávaða, látum og ljótum munnsöfnuði til að trufla ræður sitjandi borgarfulltrúa á ekki að líðast.

Að lokum þetta: Mér finnst að gefa eigi þessum meirihluta tækifæri þrátt fyrir að hann sé myndaður kringum valdabrölt og trúnaðarbrest í báðum flokkum en tek það þó fram að ég er á móti þessum meirihluta og spái því að hann fuðri upp áður en apríl gengur í garð, lýðræðið hefur orðið fyrir miklum skaða í borginni og traust borgarbúa á borgarfulltrúum hefur minkað til muna og í raun og veru ætti að kjósa aftur í borginni til að fá hreinar línur í þetta í eitt skipti fyrir öll.

Ég gæti sagt svo miklu meira um þetta mál en læt það ógert að sinni en ég er reiður yfir svona lúalegum aðferðum og eins og ég sagði í upphafi þá er mér GRÓFLEGA MISBOÐIÐ.

P.S. Ég vil minna á skoðanakönnunina hér til hliðar sem tengist þessu máli,kjósið og segið hug ykkar í þessu máli.

                            LIFI LÝÐRÆÐIÐ Í REYKJAVÍK.

                                 kV:Korntop

 


Uppjör.

Þá er komið að uppgjöri mínu á EM í handbolta sem nú stendur yfir í Noregi og hér fáið þið bloggvinir og lesendurað sjá og lesa mitt mat á frammistöðu íslenska liðsins en ég tel mig hafa gott vit á handbolta almennt og ætla að vega og meta liðið hvað var gott og hvað var slæmt.

Plúsar:Markvarslan var í þokkalegu lagi allt mótið en stöðugleikann vantar samt enn því í nútíma handbolta verða menn að vera stabílir og verja 20+ skot í hverjum leik.

Hreiðar Guðmundson var að verja vel á köflum og ætti að mínu mati að byggja á honum og svo er Björgvin Páll Gústavson(Fram)óðum að verða betri og betri og er þetta að mínu mati framtíðarmarkverðir landsliðsins auk Birkis Ívars og erum við loks að eignast markverði síðan Einar Þorvarðarson hætti í landsliðinu fyrir um 15 árum og Guðmundur Hrafnkelson sem hætti fyrir 2 árum.

Einnig var varnarleikurinn í góðu lagi megnið af mótinu en samt voru gloppur hér og þar en ef við höldum vörninni eins og hún var 70% af mótinu og byggjum ofan á hana er framtíðin björt.

Mínusar: Sóknarleikurinn var í molum nánast allt mótið og áttum við eingöngu 1 og hálfan leik þar sem sóknin gekk vel(fyrri hálfleikur gegn slóvökum og svo gegn ungverjum)annars var sóknin hvorki fugl né fiskur og minnti oft á úldinn hafragraut þar sem nokkrir menn þorðu ekki að skjóta á markið en til að skora mark þarf jú að skjóta á markið ekki satt?

Byrjanirnar á sumun leikjum voru skelfilegar og þar voru leikirnir gegn frök´kum þar sem frakkar komust í 8-2 og gegn þjóðverjum þar sem staðan eftir 10 mínútur var 6-0 og báðir þessir leikir tapaðir ok þjóðverjar eru núverandi heimsmeistarar og frakkar núverandi evrópumeistarar en það er alger óþarfi að bera svona mikla virðingu fyrir þeim eins og raunin varð á í þessum leikjum,einnig virtist mest vera lagt upppúr leiknum við svía og gengið út frá því að það væri úrslitaleikur liðsins og eftir tap í þeim leik virtust strákarnir missa sjálfstraustið og kann það aldrei góðri lukku að stýra.

Einnig brugðust lykilmenn á löngum köflum og t.d hvarf Snorri Steinn gersamlega þar til kom að leiknum gegn ungverjum en þá loksins vaknaði hann til lífsins en þá var það bara allt of seint,sömu sögu má segja af Loga Geirsyni og Einari Hólmgeirsyni sem skutu ekki á markið langtímum saman en það á kanski sínar skýringar eins og ég kem að hér á eftir.

Auk þess meiðist Ólafur Stefánson í fyrstu sókn síðari hálfleiks gegn svíum og var ekki með næstu 2 leikina og kom á daginnað hans var sárt saknað í liðinu enda fyrirliði og heili liðsins

Undirbúningur liðsins: Undirbúningurinn fyrir mótið gekk ekki velvegna meiðsla og veikinda lykilmanna,byrjum á meiðslunum.

Arnór Atlason meiddist rétt fyrir mótið og fór í aðgerð og var úr leik á mótinu,Roland Eradze meiddist í fyrri hálfleik í fyrri æfingaleiknum gegn Tékkum á hálsi og var einnig úr leik.

Veikindi: Á æfingamótinu í Danmörku veiktist Sverre Jakobson af veirusýkingu og var lengi óvíst hvort hann yrði yfir höfuð með á mótinu en á endanum fór hann með en hvíldi 1-2 leiki vegna umræddra veikinda,einnig veiktist Jalesky Garcia af samskonar veiki og var nánast ekkert með á mótinu,endaði þetta þannig að hornamaðurinnGuðjón Valur Sigurðson spilaði vinstri skyttu megnið af mótinu og skilaði því vel.

Einnig kom í ljós að nokkrir voru hreinlega ekki í nógu góðri leikæfingu og er ég þá aðallega að tala um Einar Hólmgeirson og Loga Geirson sem hafa báðir verið jú meiddir en þegar þeir eru heilir þá fá þeir eki nægan spilatíma og eiga greinilega ekki uppá pallborðið hjá þjálfurum sinna liða í þýsku bundesligunni(Flensburg og Lemgo).

Væntingar: Ég er á því að væntingar hafi verið fullháar í byrjun því fannst leikir liðsins fyrir mótið ekki benda til þess að við kæmumst í undanúrslit enda var það raunin og 11 sætið niðurstaðan. 

Samantekt: Af öllu þessu verður ekki betur séð en að ýmislegt í leik liðsins er á uppleið þó ýmislegt megi bæta,t.d í varnarleiknum vantar bæði hæð og líkamlegan styrk og þarf ekki nema að benda á frakka og þjóðverja til að benda á góða hæð og líkamlegan styrk og verðum við að vinna í þessum atriðum á næstu árum.

Sókninn sem hefur oftar en ekki verið aðall liðsins gekk ekki upp að þessu sinni og virtust sumir ekki kunna kerfin en þetta verður lagað ég hef enga trú á öðru enda stutt í næsta mót sem eru ólympíuleikarnir í Peking í sumar.

Það er enginn heimsendir þó svona hafi farið nú því það kemur mót eftir þetta og þá gerum við betur ég efast ekki um það,en margt þarf að laga það er alveg klárt.

En nú er mál að linni að sinni,þátttöku íslands er lokið og bara að bíða eftir ólympíuleikunum en ef mig misminnir ekki þá eigum við eftir að spila í forkeppni HM sem verða væntanlega spilaðir í júní.

Nú er Alfreð Gíslason hættur sem þjálfari og vil ég fá Geir Sveinson og Sigurð Sveinson sem næstu þjálfara þá sæi Geir um varnarleikinn og Sigurður sóknarleikinn,þetta er mín ósk og von.

                               ÁFRAM ÍSLAND.

                                  Með handboltakveðju:
                                               Korntop

 


Tap.

Núna rétt í þessu var að ljúka leik íslendinga og spánverja á EM í Noregi og lauk leiknum með öruggum spænskum sigri 26-33.

Fyrri hálfleikur var í lagi hjá strákunum þannig lagað en spánverjarnir samt alltaf með yfirhöndina og þeir leiddu í leikhléi 18-15 og allt gat gerst í rauninni.

Í seinni hálfleik fór allt í gamla farið,mikið af feilsendingum auk annara teknískra feila auk þess sem stemmingsleysi gerði vart við sig hjá strákunum og var engu líkara en að menn biðu eftir að mótinu lyki og var allt á sömu bókina lært,engin vörn,engin sókn og lítil markvarsla og þanig vinna lið ekki leiki svo einfalt er það.

Nú er beðið eftir hvort við náum ólympíusæti eða ekki og er það bónus ef það næst en íslenska liðið getur betur það vitum og því ekki heimsendir þó svona hafi farið nú.

Alfreð Gíslason tilkynnti á blaðamannafundi í Þrándheimi nú rétt í þessu að hann væri hættur sem landsliðsþjálfari og skipti þá engu máli hvort við yrðum evrópumeistarar.

Gaf hann þá skýringu að hann gæti ekki boðið fjölskyldu sinni upp á þetta mikið lengur en eins og handboltaáhugafólk veit þá er Alfreð þjálfari þýska liðsins VFL Gummersbach,ljóst er að mikil eftirsjá er af Alfreð Gíslasyni sem landsliðsþjálfara og ég stórefa að nokkur landsliðsþjálfari  hafi verið jafn vinsæll í starfi og Alfreð Gíslason.

Ég vil hér með þakka Alfreð Gíslasyni frábært starf í þágu íslensks handbolta og óska honum velfarnaðar í starfi þjálfara Gummersbach.

                 Þakka þér fyrir okkur Alfreð Gíslason.

                               ÁFRAM ÍSLAND.

                               Með handboltakveðju.
                                           Korntop

 


Næst eru það spánverjar.

Kl 14´20 hefst í Þrándheimi leikur íslendinga og spánverja í milliriðli2.

Ef sigur vinnst í dag og frakkar leggi ungverja er leiðin greið í leik um 7 sætið sem er betri árangur en ef við töpum þá er það leikur um 11 sætið.

Eftir sigurleikinn í gær er ég bjartsýnn fyrir leikinn í dag enda má reikna með að spánverjarnir leggi ekki mikið í leikinn því þeir komast ekki í undanúrslit en gleymum því ekki að spánverjar eru með öflugt lið og mjög teknískir og liprir.

Við þurfum hinsvegar að spila eins og í gærkvöldi og þá er allt hægt en vonum það besta að sjálfsögðu og sendum strákunum hlýjar kveðjur og góða strauma en nóg í bili.

Hastala Vista-grassias.

                                 ÁFRAM ÍSLAND.

                                 Með handboltakveðju.
                                    Korntop


Glæsilegur íslenskur sigur.

      28-36

Já loksins kom að því að íslenska liðið ynni leik í milliriðli á EM í Noregi.

Allt annað var að sjá til íslensku strákanna í þessum leik og leikgleðin skein af mönnum og þó að ungverjar kæmust í 4-8 þá gáfust íslensku strákarnir ekki upp og jöfnuðu 12-12 og það sem eftir  lifði fyrri hálfleiks var jafnt með liðunum og í hálfleik var staðan 16-16.

Í seinni hálfleik kom íslenska liðið vel stemmt til leiks og fljótlega var staðan orðin 26-20 okkur í vil og á þessum kafla varði Hreiðar Guðmundson eins og berserkur og varði oft maður gegn manni auk þess sem skynsamur sóknarleikur var í hávegum hafður þar sem færin voru vel nýtt og var oft gaman að sjá strákana berjast allann leikinn.

Íslenska liðið var mjög gott í þessum leik en ég verð þó að taka út Snorra Stein Guðjónson sem "reis upp frá dauðum"eins og Lazarus forðum daga en hann skoraði 11 mörk í leiknum þar af 8 í fyrri hálfleik og svo Hreiðar Leví Guðmundson sem varði um 16 skot í leiknum þar af mörg úr dauðafærum en allt liðið á hrós skilið fyrir þennann leik og hefur að sumu leyti bjargað stoltinu með þessum sigri og með svona leik þá hljóta möguleikar okkar gegn spánverjum að nokkuð góðir en eftir úrslit dagsins eiga spánverjar ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum og því möguleiki á því að spánverjarnir komi værukærir til leiks en með sigri á morgunn og sigri frakkar ungverja leika íslensku strákarnir um 7 sæti sem verður mun betra en líkur voru á en ef við töpum þá verður spilað um 11 sæti.

Leikur íslands og spánar hefst á morgunn kl 14´20 á RÚV.

                      ÁFRAM ÍSLAND

                      Með handboltakveðju.
                         Korntop


Ísland-Ungverjaland.

Þá er enn einn leikdagurinn runninn upp á EM í handbolta í Noregi og í dag eru það ungverjar sem við glímum við og hefst leikurinn kl 19´15 í Þrándheimi.

Ég sá ungverja leika gegn svíum í gærkvöldi á netinu og voru þeir óheppnir að vinna ekki svíana en þeir sýndu að þeir eru með geysiöflugt lið og verður við rammann reip að draga í kvöld.

Íslenska liðið þarf að byrja vel og koma sókninni í gang og ná svipuðum leik og þeir gerðu í 35 mínútur gegn þjóðverjum í gær en ungverjarnir eru ekki eins sterkir að mínu mati og þjóðverjar eru samt með betra lið en við miðað við spilamenskuna í mótinu og til að vinna þennann leik verða strákarnir að eiga toppleik bæði í sókn og vörn.

Það verður samkölluð handboltaveisla á RÚV í dag sem hefst kl 15´15 með leik spánverja og svía,kl 17´15 er svo að mínu mati aðalleikur dagsins þegar þjóðverjar og frakkar leiða saman hesta sína og verður fróðlegt að sjá þann leik enda 2 frábær lið þar á ferð en ég held þó að frakkarnir séu sterkari,svo er það leikur íslands og ungverja eins og áður sagði kl 19´15 á RÚV.

Ætla að láta fylgja hér til gamans spá um þessa leiki,Spánn-Svíþjóð 1,Frakkland-Þýskaland 1,Ísland-Ungverjaland 2.

Þó ég spái okkar mönnum tapi þá vona ég svo innilega að ég hafi rangt fyrir mér en spilamennskan undanfarið hefur ekki verið góð en vonandi kemur hún í dag,höldum áfram að senda strákunum góða strauma því ekki veitir af.

                        ÁFRAM ÍSLAND.

                       Með handboltakveðju:
                                   Korntop

 


Þýskur sigur.

Núna rétt í þessu var að ljúka leik íslendinga og þjóðverja og lauk honum með sigri þjóðverja 35-27 í leik sem var mjög gloppóttur af okkar hálfu.

Íslenska liðið byrjaði skelfilefa og virkuðu freðnir á vellinum og eftir 10 mínútur var staðan 6-0 fyrir þjóðverja en svona byrjanir hafa hent liðið í öllum leikjunum nema gegn slóvökum en eftir þessa hræðilegu byrjun komumst við betur inn í leikinn en samt höfðu þjóðverjarnir alltaf góð tök á leiknum í fyrri hálfleik og leiddu mest með 9 mörkum 17-8 en 4 seinustu mörkin voru íslensk og því var staðan að loknum fyrri hálfleik 17-12 fyrir þjóðverja.

Seinni hálfleikur byrjaði vel og eftir 10 mínútna leik var munurinn aðeins 2 mörk 22-20 og allt gat gerst,en þá skiptu þjóðverjar muninn að nýju jafnt og þétt um leið og allt fór í sama farið hjá okkar mönnum og lauk leiknum sem áður sagði með öruggum þýskum sigri 35-27.

Þrátt fyrir þessi úrslit þá sýndu strákarnir á köflum sóknarleikinn eins og við þekkjum hann og vörnin og markvarslan var einnig í lagi á þessum tíma en það er ekki nóg að spila vel í 35 mínútur en þennann góða kafla verða menn að taka með sér í leikinn gegn ungverrjum á morgunn því ég vil meina að við getum unnið þann leik.

Í leiknum í dag var vörnin eins og gatasigti á löngum köflum og áttu þjóðverjar létt með að skora enda fór enginn út í skytturnar og ef enginn vörn er þá er enginn markvarsla en að mínu mati voru þó batamerki á liðinu og verður gaman að sjá ungverjaleikinn á morgunn sem hefst kl 19´15.

Höldum áfram að styðja strákana í blíðu og stríðu og senda þeim góða strauma því þeir þurfa virkilega á því að halda.

                          ÁFRAM ÍSLAND.

                          Með handboltakveðju:
                           Korntop


Ísland-Þýskaland.

Í dag klukkann 15´20 verður flautað til leiks íslendinga og heimsmeistara þjóðverja í milliriðli 2 á EM í Þrándheimi.

Ekki þarf að fjölyrða um að þýska liðið er geysisterkt og margir frábærir leikmenn í liðinu s.s skyttan Pascal Hens,Oliver Roggisch,Lars Kaufmann,markmennirnir Jens Bitter og Henning Fritz en allir þessir menn eru 2 metrar eða hærri og verður þessi leikur mjög erfiður fyrir okkar stráka en allt er hægt en til þess þarf allt að ganga upp, sóknarleikurinn sérstaklega.

Líklegt má telja að Ólafur Stefánson verði með en hann var ekki með í seinustu 2 leikjum vegna meiðsla en hvað sem því líður þá vantar allann léttleika í liðið,menn eru hræddir við að skjóta á markið og lykilmenn eins og Snorri Steinn og Einar Hólmgeirson hafa því miður algerlega brugðist ef íslenska liðið ætlar sér einhverja hluti í þessum milliriðli þá verða þessir menn að gjöra svo vel og stíga upp það er klárt.

Enn eins og venjulega þá hef ég trú á íslenska liðinu og ef það fer nú svo að við lendum aftarlega á merinni í þessu móti þá er það ekki heimsendir,það hendir öll lið einhverntímann að eiga "down"mót en höldum áfram að styðja strákana í blíðu og stríðu og senda þeim góða strauma því þeir þurfa á því að halda.

En semsagt Ísland-Þýskaland á RÚV kl 15´20 í dag

                  ÁFRAM ÍSLAND.

                       Með handboltakveðju:
                                 KV:Korntop


Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband