Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Hvaða bull er þetta?

Ég hef verið að hugsa um svolítið er tengist jólunum og undirbúningi þeirra og það er eftirfarandi:

Núna um miðjan nóvember hóf Létt-Bylgjan að spila jólalög á stangli og síðan hefur það aukist dag frá degi,síðan er kveikt á oslóartrénu 30 nóv(Fyrsti sunnudagur í aðventu) og svo byrjar RÚV að spila jólalög 1 des(að mig minnir),fyrir mig ofl því ég veit að ég tala fyrir hönd margra er þetta alveg gersamlegaglórulaust og allt of snemmt en hvernig var þetta fyrir um 20 árum eða svo?Skoðum það aðeins.

Þeir eldri af bloggvinum mínum og lesendum síðunnar muna þá tíð þegar kveikt var á oslóartrénu á bilinu 10-15 des(fór eftir hvaða dag sunnudagurinn lenti) og jólalög fóru ekki í spilun fyrr en upp úr 6 des.

Þeir sem muna enn lengra aftur og þá líklega fyrir mína tíð muna eftir því að fyrsti vísir að komu jólanna kom með rauðum eplum sem fylltu vit viðskiptavina sinna ætli þetta hafi ekki verið um 1940-50(þeir sem vita þetta mega leiðrétta mig).

En aftur að því hvernig þessu er háttað í dag,í dag heyrast auglýsingar sem glymja látlaust um "gylliboð" hér og þar og ruglar sérstaklega börnin svo í ríminu að engu tali tekur,einnig eru jólasveinar orðnir fyrr á ferðinni en samkvæmt laginu góða á fyrsti sveinkinn að koma til byggða 12 dögum fyrir jól og ekki deginum fyrr.

Endirinn á öllu þessu er sá að ég vil að hlutirnir verði færðir til baka um 20-25 ár eða svo,kveikt verði á jólatrjám á opinberum stöðum eins og Austurvelli ekki fyrr en á bilinu 10-15 des og ekki megi byrja að spila jólalög fyrr en 6 des því eins og staðan er núna þá er maður kominn með upp í kok af jólalögum vegna ofspilunnar.

Ég veit að einhverjir þarna úti eru mér sammála og aðrir ósammála og það verður þá bara að hafa það,þessu bulli verður að linna og það sem allra fyrst.


Ái.

Í morgunn þegar ég ætlaði í sturtu haldið þið að ég hafi ekki misstigið mig svona hroðalega,ég var að taka handklæðið mitt af stól þegar önnur löppinn rann til og fékk mikinn sting en ég get fullvissað ykkur um að ég sé í lagi núna þó verkurinn sé til staðar.

Þetta varð auðvitað þess valdandi að ég komst ekki til vinnu en það þýðir ekkert að fást um það,slysin gera yfirleytt ekki boð á undan sér og það sannaðist svo rækilega í morgun en nú er bara að bíta á gamla góða jaxlinn og mæta í vinnu á morgunn.

Annars gengur undirbúningur jólanna mjög vel og margar jólagjafir komnar í hús ak þess sem undirbúningur fyrir jólatónleikana en þar á að syngja Sjá himins opnast hlið og hefur konan sem er í klassísku söngnámi verið mér innann handar við að ná tökum á laginu því þetta lag syngur maður ekki eins og hvert annað popplag og er ég alltaf að komast betur inn í umgjörð lagsins og er ég viss um að þetta hafist á tónleikunum.

Verð að segja eitt um mótmælin á Arnarhóli í gær sem fóru úr böndunum og það er að það er í lagi að fara í Seðlabankann en að grýta eggjum og sprauta rauðri málningu á veggi opinberrar byggingar er gjörsamlega óalandi og óferjandi þó svo að mennirnir sem þar vinna inni hafi klúðrað öllu sem hægt er að klúðra þá er svona gerningur eins og gerðist í gær út í vefjarhött.


Mánudagur 1 des,Fullveldisdagurinn.

Í dag er það bara vinnan og svo handboltaæfing kl 5 en konan sækir mig þangað kl 18´30 en svo fer hún aftur í skólann þessi elska.

Vikan svo sem ekkert plönuð hjá mér nema bara vinna og æfingar auk hljómsveitaræfingar.

En ætla ekki að hafa þetta langt í dag en skrifa meira síðar.

P.S. Muna eftir ABBA könnuninni.


« Fyrri síða

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 205236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

223 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband