Áfram gakk.

Seinustu vikur hafa ekki verið mjög viðburðarríkar hjá mér síðan ég bloggaði seinast að undanskildu því að ég átti afmæli og varð 45 ára og fagnaði því auðvitað með smá partýi en annars var ekkert áhugavert í gangi.

Meira var hinsvegar að gerast í fréttum og er allt með ólíkindum.

"Biskupsmálið" er hreint ótrúlegt og kirkjunnar mönnum til skammar og ég held að ekki muni sjatna mál nema núverandi biskup segi stöðu sinni lausri,það vill til að ég þekki eina af þessum konum sem töluðu og eru þær allar hetjur í mínum augum og annara og er það ekki furða þó fólk mæti í stríðum straumum og segi sig úr þjóðkirkjunni en það er búið að tala og fjalla það mikið um þetta mál að ég læt það ógert.

Ríkisstjórnin lengdi snöruna á hengingarólinni í gær með fækkun og sameiningu ráðuneyta og er það í mínum augum aðeins biðleikur því ég trúi ekki öðru en að þau mál sem við blasa eru einfaldlega of flókin og of mikill ágreiningur til að hægt sé að leysa þau,því ætti að kjósa sem fyrst eða skipa þjóðstjórn.

Nú er haustið komið og býð ég það velkomið með sinn vind en sumarið var að gera mig brjálaðann vegna OF mikillar sólar sem framkölluðu höfuðverk og migreni.

Skólinn hófst í gær og er ég glaður með það en læt þessu lokið að sinni,næsta blogg kemur þegar ég nenni og hef tíma,en farið vel með ykkur,það geri ég.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sæll Maggi og gaman að heyra frá þér/Hafðu það alltaf sem best/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.9.2010 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

271 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband