Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Hvað sagði ég ekki?

Bara að láta vita af því að ég er lifandi en einnig vil ég koma því rækilega á framfæri að ég er enni í pásu frá blogginu þrátt fyrir að fólk hafi sagt að ég væri að hóta þessu enn einu sinni en nú kanski sér fólk að mér er full alvara.

Síðan var 2gja ára þann 22/3 s.l og ekki kom nein sérstök færsla í tilefni þeirra tímamóta og mun ég áfram vera í pásu um einhvern tíma enn.

Hvernig væri að efasemdarfólk tæki mark á því sem ég skrifa og segi en saki mig ekki um að vera með hótanir sýnkt og heilagt'

Eftir smákönnun hef ég komist að því að bloggið er að víkja fyrir hlutum eins og Facebook og öðrum slíkum síðum og ég er í þeim hópi og mun afstaða mín EKKI vera endurskoðuð.

Ég er með 2-4 færslur sem munu koma þegar nær dregur kosningum og mun ég þá verða pólitískur og segja hverja á að kjósa og hverja ekki og gæti fyrsta færsla komið á næstu dögum en samt engin loforð um það.


Viðbrögð við sorgarsögu.

Afleiðingar þessarar sorgarsögu hefur haft slæmar afleiðingar fyrir mig og þó ég taki einn dag í einu að þá er þetta geypi erfitt og reynir mikið á mann andlega en ég mun örugglega komast yfir þetta en það sem situr hvað mest í mér er hvernig að sambandsslitunum var staðið og mun ég aldrei fyrirgefa það.

Það sem bjargar geðheilsu minni er einfaldlega að ég er í góðri vinnu og svo sú staðreynd að mín núverandi heldur mér við efnið og stappar í mig stálinu með reglulegu millibili en ég mun komast yfir þetta með tímanum þó það gerist ekki í bráðina.

 


Sorgarsaga.

Árið 1999 hóf ég nám í söng við fullorðinsfræðslu fatlaðra og kynntist þar stelpu sem ég varð alveg hreint ofbofslega hrifinn af og hugsaði um hana daginn út og daginn inn(látum nafnið liggja milli hluta).

Örlögin höguðu því þannig að við byrjuðum saman á Þorláksmessu árið 2000 og var ég meðvitaður um veikleika hennar og eins og með nafnið þá nefni ég þá ekki hér en á þessum tíma missti ég móður mína og eftir að hún komst í gegnum það þá vissi ég að þetta yrði gott samband eða svo hélt ég.

Við trúlofuðum okkur 10 nóv 2002og gekk sambandið vel næstu 4 árin en þá fóru að koma brestir sem rekja má til veikleika hennar en um það má lesa í gamalli færlu frá 31/5 2007.

En þann 4 mai 2007 fékk ég uppsögn sem kom mér og öðrum gersamlega í opna skjöldu og öðrum vinum mínum líka.

Það er loksins núna sem ég opna mig eftir þetta að einhverju viti og tilfingalega er mjög erfitt að skrifa þetta en mér fannst afar klaufalega að þessu staðið og hef í raun aldrei verið samur eftir og ljóst að ég missti góða tengdforeldra fyrir ekkert,slíku er afar erfitt að kyngja.

Síðar þetta ár eða um miðjan júní þá byrjaði ég með annari stelpu og erum við enn saman en það er alveg ljóst að hún kemur ekki í stað minnar fyrrverandi en þó hefur hún reynst mér mjög vel eini gallinn er sá að foreldrar hennar sem eru af gamla skólanum þola mig ekki og líta á mig sem glæpamann en ég hef ekkert gert þeim né öðrum svo ég viti til.

Undanfarið hef ég verið afar leitandi og viðurkenni það alveg að það eru nokkrar konur sem ég er hrifinn af og er ein þeirra bloggvinkona mín og vinkona til um 30 ára auk nokkurra annara en þá kemur spurningin:Er grasið grænna hinum megin?

Ég get ekki neitað því að ég hef tilfinningar eins og aðrir en þessi sambandsslit með minni fyrrverandi hafa nánast eyðilagt mig og er ég langt frá því að vera sá sem ég var,hef ég m.a reynt að stytta mér aldur en auðvitað gagnast það engum en ég er mjög bitur út í hvernig að sambandsslitunum var staðið og það er bara vegna þess að sú núverandi þekkir inn á mig og nær að halda mér í skefjum en hversu lengi tekst henni það?
Tíminn leiðir það í ljós.

En ég vildi skrifa þessa sorgarsögu þó tilfinngalega erfitt væri til að koma þessum kafla lífs míns á prent og líður mér aðeins betur á eftir.

Ég hef beðið með að skrifa þetta vegna mikilla tilfinga og þess andlega skaða sem ég hef orðið fyrir enda missti ég gott fólk fyrir akkúrat ekki neitt og svo eru foreldrar minnar núverandi í nöp við mig og þola mig ekki þó við ætlum að halda áfram en erfitt verður það en ég trúi á himnaföðurinn í mínum vanda.

Hvað hefur fólk að segja um þetta?-Þakka lesturinn.


Í hjarta mér.

Varir þínar mjúkar sætar sem heitur koss,
orð úr blóminu um hálsinn gullinn kross.
Ef ég segði að ég fynndi ekki til þá er það,
ekki satt,ég faldi það bak við grímuna,lét það liggja kjurt,
ég hefði betur ástin mín spurt.

Eins og dagur og nótt verða ávallt aðskilin,
eins og sól og máni þannig erum við vinur minn.
Tvær einmanna stjörnur sem hittust,
eitt augnablik,skín skært á himni,áttum ljúfan fund,
ljós svo skært sem skein,stutta stund.

Viðlag:
Þín fallegu augu,fylgja mér,
fallega þú,í hjarta mér.
Fallega þú,í hjarta mér.

Eins og frost og funi,þannig vorum við tvö,
eins og 3+3 þar sem útkoman var sjö.
þinn heiti faðmur,þínar mjúku varir,
Sama hvað við vildum,fengum engu um ráðið,gátum engu breytt,
um tíma slógu hjörtu okkar sem eitt.

Þín fallegu augu,fylgja mér,
fallega,þú,í hjarta mér.
Þín fallegu augu,fylgja mér,
fallega þú,í hjarta mér.

Sóló.

Þín fallegu augu,fylgja mér,
fallega þú,í hjarta mér.
Þín fallegu augu,fylgja mér,
fallega þú,í hjarta mér.

Flytjandi EGÓ.

Þetta lag er tileinkað þeim fáu konum sem ég er hrifinn af og ber tilfinningar til.

 

 

 

 

 


Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

270 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband