Dofi og mikið að gera.

Dagurinn í gær var frekar skrýtinn og ekki laust við að dofi hafi svifið yfir vötnum en andlát Rúnars Júlíussonar hafði mikil áhrif á fólk í gær  og var ég engin undantekning í þeim efnum enda fallinn frá einhver mesti mannvinur og afkastamesti tónlistarmaður landsins sem þessi litla eyja hefur alið af sér.

Annars fór ég ásamt Aileen,Ottó,Lillý og Kára á geggjað jólahlaðborð á Fjörukránni og var maturinn í góðu lagi svona í heildina séð síðan söng Gylfi Ægisson nokkur lög við góðar undirtektir og er hann ennþá fantagóður söngvari og gaman að hlusta á hann en síðan var haldið heim um kortér í 11 því allir voru einfaldlega orðnir þreyttir eftir erfiða vinnuviku eða veikindi,góð kvöldstund eigi að síður.

Í dag er stefnan sett á Keflavík að undirbúa innfluttningspartý hjá Emil og fer ég með begga og Önnu og svo verður fleira fólk þarna sem ég hef ekki séð áður svo ég kynnist örugglega einhverjum nýjum andlitum og er það bara gott mál.

Á morgunn er það svo afmæli hjá Sigga Andra í Vesturbænum síðdegis þannig að á þessu sést að það er nóg hjá mér að gera og minkar ekkert fram að jólum.

Að endingu verð ég að láta fljóta með skondinn hlut en þó ekki,þannig var í nótt gat ég ekki sofið og tók smá bloggrúnt og rakst þá á síðu Heiðu B Heiðarsdóttur(Skessa) en við erum ekki miklir vinir,las hana gegnum bloggvin semsagt en hvað um það,hún hefur greinilega ekki verið hrifin af að linka við frétt en eftir að ástandið varð eins það er þá mun hún gera eins mikið af því og hægt er og minnir mig að umrædd frétt væri um Davíð og höfum við Heiða ekki verið sammála um neitt hingað til en í þessu máli er ég henni svo gersamlega sammála að það hálfa væri það nú nóg,hún hittir naglann svo sannarlega á höfuðið í þessari færslu,við erum ekki bloggvinir(því miður) en ég held að við séum ekkert ólík í skoðunum þegar kemur að kreppunni og öllu því og óska ég henni góðs gengis í því.

P.S.endilega takið þátt í ABBA könnuninni og kanski skrifa í gestabók ina.

En farið vel með ykkur,það geri ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Nóg að gera hjá þér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.12.2008 kl. 12:06

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er þannig með Heiðu að þótt hunn stuði mann stundum þá einhvernvegin fer manni að þykja vænt um hana með tímanum, hún er eldklár stelpa held ég.  Aldeilis margt skemmtilegt í gangi hjá þér Maggi minn, njóttu helgarinn. Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 12:09

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Gott að hafa mikið fyrir stafni og velkomin á litlu ræmuna mína og njóttu helgarinnar.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.12.2008 kl. 13:01

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Já það sem maður varð dofin við að heyra þessa frétt .Er búin að þekkja Hann og Mæju mína frá því ég var krakki .Enda eru þau mín fyrstu Idol.

En ég hugsa stíft til Mæju minnar núna ,og bið guð að

styrkja hana og hugga  

Ég er með huga minn hjá henni

Ólöf Karlsdóttir, 6.12.2008 kl. 13:47

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 205235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

223 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband