Flottur dagur.

Það var góður dagur í gær enda í nógu að snúast eins og venjulega þegar  ég á í hlut enda aldrei lognmolla í kringum mig eins og bloggvinir vita.

Þetta byrjaði allt klukkan 1 í kringlunni en þar hitti ég Ottó og fengum við okkur að borða en vá hvað það var mikið af fólki þarna,ég hélt að það væru fáir á Stjörnutorgi á þessum tíma en svona er þetta bara.

Klukkan 2 hittum við Aileen en Ottó og hún keyptu jólagjafir í Skífunni sem við skiptumst á um næstu helgi og þar hitti ég Ólöfu Jónsdóttur bloggvinkonu og mikið lítur hún vel út og töluðum við saman í smátíma en það var gaman að hitta hana þarna,en fólksfjöldinn var slíkur að halda hefði mátt að það væri Þorláksmessa en ekki 12 desember,ótrúlegt en jæja,hvað um það?Áfram með smjörið,klukkan 15´30 var ég sóttur og farið með mig í sturtu og þaðan var haldið í Grensáskirkju á jólatónleika Fjölmenntar sem gengu mjög vel og mér frábærlega en þarna voru möprg góð atriði á ferðinni og enduðum á því að allir sungu saman Bjart er yfir Betlehem en breytt var um lag á síðustu stundu en upphaflega átti að syngja Sjá himins opnast hlið en það lag kunna fáir utanbókar og því var þetta góð skipting.

Eftir tónleikana var haldið í vinnugleði þar sem jólagjafir voru afhentar og þar sem ég hélt áfram að syngja og skemmti ég mér konunglega með vinnufélögunum og var kominn heim um miðnætti gjörsamlega búinn á því og er þegar þessi færsla er skrifuð enn dauðuppgefinn.

En eigið góða helgi og farið vel með ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða helgi Magnús

Sigrún Jónsdóttir, 13.12.2008 kl. 14:18

2 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Góða helgi

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.12.2008 kl. 14:32

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sömuleiðis Magnús.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2008 kl. 14:50

4 identicon

Ég tók líka eftir hversu margir voru í bænum í gær. Alveg einsog á Þórláksmessukveldi. Það lá við að ég og móðir mín træðust undir!

Leifur Páll (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 15:15

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús í hús og ljúfar yndislegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.12.2008 kl. 19:54

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góða helgi

Hólmdís Hjartardóttir, 13.12.2008 kl. 20:26

7 identicon

Góða helgi.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 22:13

8 Smámynd: lady

takk fyrir mig það var virkilega gaman að hitta þig ,ekki líturu út að vera orðin 45 ára,þú ert meiri háttar karekter,algjört æði,og að tala um góðu gömlu dagana og takk fyrir að hrósa mér við vini þína ég fór soldið hjá mér,en þetta bjargaði algjörlega deginum ,en ég skrifa á bloggið mitt á morgun ,það er búið að ganga á ýmsu sem tengist dóttir minni en ég mun skrifa aðeins um það en ekki allt  það á blogginu ,fara svona með það í rósamál,en enn takk aftur Magnús minn ,vonandi sjáumst við fljótlega aftur  kær kveðja þín bloggvinkona Ólöf

lady, 13.12.2008 kl. 23:07

9 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég vissi að þér myndi ganga vel á tónleikunum. Við endum alltaf með Nóttin var sú ágæt ein og það er svo gaman því þá syngur kórinn og gestirnir og þar sem ég er í kórnum, sný ég á móti gestunum og syng með þeim. Það er svo mikil stemming yfir því, samkennd.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.12.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 205172

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

240 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband