Sunnudagur.

Dagurinn í dag hefur bara verið góður,fór með konunni og vini okkar í afmæli í Víkurásinn og var það mjög gott afmæli og mikið rætt og spjallað,síðan var bara farið heim og slappað af enda byrjar starfskynningin hjá BYKO á morgunn og stendur alla vikuna frá 13-15 og svo eftir vikuna kemur í ljós hvort ég fái vinnuna eður ei og er ég pínu stressaður fyrir þessa starfskynningu en ekki þýðir annað en að gera sitt besta og betur verður víst ekki gert.

Eftir starfskynninguna á morgunn þá ætla ég á BK að borða og svo fer ég í Austurbergið að aðstoða við leik ÍR og Selfoss sem frestað var s.l föstudag vegna veðursins sem gekk yfir landið og olli miklu tjóni þannig að nóg verður að gera á morgunn og alla næstu viku.

Hef lúmskt gaman af að sjá fólk commenta og velta sér uppúr því hvort ég hætti að blogga eða ekki og m.a.s. kom einhver sem kallar sig Fröken M og saði"Nei Korntop,þú mátt ekki hætta að blogga"og svo vill umrædd ekki neina bloggvini en mér þætti vænt um að fá að vita hverjir eru að commenta hjá mér en það er bara mitt próses,en svo að það er á hreinu þá er staðan hvort ég hætti að blogga eftirfarandi: EF ÉG HÆTTI AÐ BLOGGA ÞÁ VERÐUR LÁTIÐ VITA AF ÞVÍ EN ÉG ER ENN AÐ VELTA ÞESSU FYRIR MÉR OG ÁKVÖRÐUN LIGGUR EKKI FYRIR FYRR EN MEÐ HAUSTINU,en bloggið mitt hlýtur að vera gott fyrst ókunnugt fólk sem ekki eru bloggvinir vilja ekki að ég hætti að blogga,en einnig er inni í myndinni að ég fari yfir á vísis bloggið en ég er með síðu þar en mér finnst þessar auglýsingar hérna á mbl blogginu algerlega ótækar og eyðileggja síðurnar að mínu mati og ég er greinilega ekki einn um þá skoðun.

En nóg í bili,heyrumst síðar.

                                         KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mín veröld

Jiii gangi þér vel, vonandi færðu þessa vinnu ef þér líkar vel þarna og nei uss suss mátt ekki hætta að blogga það er gaman að líta á þig þú ert fantagóður penni

Mín veröld, 10.2.2008 kl. 19:02

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Áfram segi ég...Gangi þér vel

Rúna Guðfinnsdóttir, 10.2.2008 kl. 20:36

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sjáum hvað gerist en starfskynningin leggst sæmilega í mig.

Magnús Paul Korntop, 10.2.2008 kl. 21:55

4 Smámynd: Adda bloggar

kvitt kvitt.kv adda

Adda bloggar, 10.2.2008 kl. 23:34

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og kveðjur til þín,ég og minn maður könnumst nú við þig ú Breiðholtinu,fyrir mörgum árum, en minn maður bjó lengi í Grýtbakkanumkv.linda.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.2.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 205241

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

221 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband