Hitt og þetta.

Fór í gær á kaffi Mílanó að hitta manninn sem sér um mín mál hjá AMS(Atvinna með stuðningi)og fengum okkur kaffi og ræddum aðeins saman um allt á milli himins og jarðar,og fórum svo þaðan í lagerdeild BYKO og hittum verkstjórana sem verða yfir mér ef allt gengur upp í starfskynningunni,þeir útskýrðu fyrir mér það sem ég ætti að gera og leist mér bara vel á það en smá tölvukunnáttu er krafist sem snýr að því að búa til strikamerki og miða sem sýnir að efnið sé hættulegt en hvort tveggja er ákveðið ferli en er ekkert svo flókið,eins kemur fólk úr hæfingarstöðinni Dalvegi og verð ég með ábyrggð gagnvart þeim líka að allt sé klárað fái ég vinnuna en eins og ég sagði þeim í gær þá geri ég mitt besta og betur get ég ekki gert gagnvart þeim,allavega hlakka ég mikið til að byrja í starfskynningunni á mánudaginn,það er alveg á kristaltæru.

Í gær gekk mikið óveður yfir landið með öllu því brambolti sem því fylgdi en Samhæfingarstöðin Skógarhlíð var virkjuð frá kl 4-miðnættis og voru um 400 útköll skilst mér þegar upp var staðið en þessu er víst ekki lokið þegar þetta er skrifað því að það á víst eftir að koma annar hvellur með rigningu í nótt og fyrramálið en mikið er ég orðinn þreyttur á þessu óveðri sýnkt og heilagt og svo gæti farið að svona verði þetta út mars(ÚÚÚFFFFFFFFFF)þannig að ekki mun sjá fyrir endann á þessu veðri á næstunni því eftir einn hvellinn þá kemur bara annar en þetta var víst dýpsta lægð vetrarins og þær verða víst ekki dýpri þennann veturinn.

Aðeins vegna þess sem ég sagði í vísunni og áréttaði í færslunni í gær þá er ég að hugsa um að hætta þessu bloggeríi en það er langt í endanlega ákvörðun,ég myndi þá ekki hætta fyrr en í haust en samt veit maður aldrei,kanski hætti ég fyrr og kanski hætti ég ekki neitt en tíminn sker úr um það,gaman að sjá fólk vera að velta því fyrir sér hvort ég hætti eður ei,einn bloggvinur segir í commenti"það er alveg bannað að hætta að blogga"og annar stingur upp á að blogga einu sinni í viku til að fólk fái ekki fráhvarfseinkenniLoL,gaman að þessu en þetta er að velkjast og gerjast í höfðinu á mér en bíðum og sjáum hvað setur.

En nóg í bili,skrifa meira seinna í dag kanski ef tími gefst en farið vel með ykkur í dag.

                                          KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Elsku Magnús minn. Frábært að þú ert að fá vinnu. Það er alveg bannað að hætta. Í gegnum bloggið hefur maður kynnst æðislegu fólki, eins og Fjöryrkjunum Þurfum að fara að plana hitting aftur það er að segja þegar veðrið og færðin fer að skána. Eigðu góða helgi, kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 9.2.2008 kl. 14:52

2 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Maggi,

 Ekki hætta, gott að fá hressilegan gust frá þér öðru hvoru,

Anna Kristinsdóttir, 9.2.2008 kl. 15:01

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gangi þér vel með vinnuumsóknina Maggi.

Óskar Þorkelsson, 9.2.2008 kl. 16:11

4 Smámynd: Linda litla

Gangi þér vel í nýju vinnunni á mánudaginn, efast ekkert um að þú eigir eftir að standa þig vel þar.

Kveðja. Besta litla.

Linda litla, 9.2.2008 kl. 17:28

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sá sterki i þér segir að þú haldir áfram að blogga/gangi þér allt i haginn Magnús,og i vinnunni á Mánd/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.2.2008 kl. 17:48

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús. Frábært að þú sért að fá vinnuna. Við heyrum samt frá þér annað slagið. Annars fáum við fráhvarfseinkenni og þurfum kannski á áfallahjálp að halda. Guð blessi þig og gefi þér styrk, kraft og kjark fyrir nýja starfið.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.2.2008 kl. 20:09

7 identicon

Til lukku með vinnuna, þér á örugglega eftir að ganga vel þarna.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 21:58

8 Smámynd: Fröken M

Nei Korntop! Þú mátt ekki hætta að blogga ;)

Fröken M, 9.2.2008 kl. 22:02

9 identicon

WORKING,WORKING, HERO.

Þetta líst mér vel á. Nýjar víddir opnast. Gangi þér vel.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 02:29

10 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Til lukku með vinnuna Magnús

Katrín Ósk Adamsdóttir, 10.2.2008 kl. 14:12

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já til lukku Magnús minn með vinnuna.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.2.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 205241

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

221 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband