Föstudagur.

Sæl verið þið.

Ætla að byrja á að þakka viðbrögð við vísunni sem ég setti hér inn í gær en efni hennar var um það hvort ég myndi hætta að blogga eða ekki en sannleikurinn í því máli er að ég er að velta því alvarlega fyrir mér að hætta þessu en er langt því frá kominn á leiðarenda með það en endirinn á umræddri vísu gefur til kynna að ég haldi áfram og kanski verður það niðurstaðan,kanski hætti ég og kanski ekki en tíminn leiðir það í ljós,ég er allavega ennþá hér á blogginu.

Nú er enn einn óveðursdagurinn í aðsigi og nú er rigning í spilunum semsagt:slabb slabb veður og örugglega erfitt að ganga en það þarf ALVÖRU RIGNINGU til að losna við þennann snjó en ætli flestir séu nú ekki orðnir hundleiðir á þessari ófremdartíð sem hefur herjað á okkur meira og minna í vetur?

Ég fyrir mitt leyti er kominn með upp í kok af þessu helv.... veðri og er örugglega ekki einn um það,er á leiðinni á kaffihús til að ræða hvernig þetta verður með starfskynninguna sem hefst á mánudaginn.

Í kvöld er fyrirhugaður handboltaleikur milli ÍR og Selfoss í Austurbergi og það get ég sagt að við ÍR-ingar ætlum okkur sigur á heimavelli og ekkert annað,sorry bloggvinir mínir á og frá selfossi(Ásdís,Heiða,Valgeir)en menn halda með sínu liði en ég mun skrifa um hann hér í kvöld ef hann verður því ekki er víst að selfyssingar komist yfir Hellisheiði eða Þrengsli sökum ófærðar og veðurs,vonum samt að þeir komist.

Að lokum vil ég minnast á einn hlut,hvaða skrípaleikur er þetta eiginlega?hversvegna er sett auglýsing á bloggsíðurnar án þess að láta vita af því fyrirfram?Þær skyggja á hluta af síðunum og t.d sjást ekki skoðanakannanir né annað fyrir auglýsingunni og ég hvet stjórnendur mbl bloggsins eindreigið til að fjarlægja þessar auglýsingar héðan burt áður en skaði hlýst af.

En nóg komið í bili,farið varlega í þessu veðri og verið heima við ef nokkur kostur er og ekki fara út að nauðsynjalausu.

                                       KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þó ég sé í sama sveitarfélagi og Selfoss...þ.e. Árborg, þá er mér nú sama hver vinnur. Ég er svo lítið fyrir íþróttir.

Ég er sammála þér með veðrið..alveg komið nóg af svona í bili.

Hafðu það sem best.  

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.2.2008 kl. 12:24

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góða helgi Magnús kveðja og góðar óskir/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.2.2008 kl. 14:00

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús minn. Kannski ættir þú að blogga bara einu sinni í viku á meðan þú ert orðinn þreyttur á þessu. Kannski sjaldnar. Vinur okkar Guðsteinn tók sér frí en það var út af gríðarlegu vinnuálagi. En hann lofar að setja inn allavega eina færslu mánaðarlega svo við hin fáum ekki fráhvarfseinkenni og þurfum á áfallahjálp að halda vegna vinamissis. En það væri gaman að heyra annað slagið í þér og vita hvernig gengur í vinnunni o.fl. Guð blessi þig.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.2.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 205241

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

221 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband