Sigur.

Fyrir skömmu lauk leik íslendinga og alóvaka á em í noregi og lauk leiknum með öruggum íslenskum sigri 28-22 eftir að staðan í leikhléi var 16-5.

Fyrri hálfleikur var hrein "slátrun" og komu mörg markanna úr hraðaupphlaupum,einnig varði Hreiðar Guðmundson 10 skot af 14 í hálfleiknum eða um 71%.

Í síðari hálfleik komu slóvakarnir til baka og minkuðu muninn í 5 mörk en nær komust þeir ekki og öruggur sigur og sæti í milliriðli staðreynd en gott væri að vinna frakkana á morgunn til að fara 2 stig í milliriðilinn en frakkar voru rétt í þessu að vinna svía 28-24 og eru geysisterkir en allt er hægt í handbolta.

 

Aðeins vegna þess sem Rósa bloggvinkona spurði að í commenti við seinustu færslu þá er Alfreð landsliðsþjálfari framyfir þetta mót og er það eingöngu vegna velvilja forráðamanna VFL Gummersbach sem Alfreð er með landsliðið og spurning hvað gerist eftir mótið en ég tel líklegt að Alfreð hætti eftir mótið því ég á ekki von á að liðið komist á ólympíuleikana

                            KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús. Slæmt að missa Alfreð. Hann er hörku stjórnandi. Við sáum það greinilega í kvöld. Verðum bara að halda í vonina að fá hörku góðann stjórnanda í staðinn sem kallar ekki allt ömmu sína. Stjórnanda sem passar uppá að farið sé eftir öllum reglum og  leikmenn komast ekki upp með ýmislegt sem á ekki að líðast. Ef einhver gefur kost á sér í þetta púl verður það að vera 100% eða sleppa því og þá er ég að meina með leikmenn. Þeir verða að fara vel með sig á milli leikja og koma vel hvíldir til leiks. Annars á að gefa öðrum séns. Vona að þú skiljir þó ég sé aðeins að tala undir rós. Er að hugsa um fótboltaliðið okkar. Vona að þeir nái að snúa bátnum sínum sem nú er á hvolfi og nái góðri siglingu.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.1.2008 kl. 23:15

2 identicon

Ég held að Alfreð hætti eftir mótið og ég held að við munum vinna leikinn á móti Frökkum með 2ja-1s tigs mun

Linda (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 03:27

3 identicon

Þetta var frábær leikur hjá strákunum. Hlakka til að sjá leikinn í dag.

Bryndís R (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 205185

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

236 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband