Íþróttaannáll.

Þá er það íþróttaannállinn og eins og í fréttaannálnum þá tæpi ég á því sem mér þótti merkilegast á liðnu ári,en hefjum upptalninguna og njótið vel.

Knattspyrna karla: Landsliðið var vægast sagt dapurt á árinu og fékk nokkra ljóta skelli en steininn tók úr þegar við töpuðum fyrir Lichtenstein sem telur um 25000 íbúa(á stærð við Breiðholt) og í kjölfarið var Eyjólfi Sverrissyni sagt upp og við tók Ólafur Jóhannesson fyrrum þjálfari FH-inga og mun hann stýra liðinu í undankeppni HM sem verður í S Afríku 2010 og erum við í riðli með Hollandi,Skotlandi,Noregi og Makedóníu vonandi gerum við betur en í síðustu riðlakeppni.

Valur var íslandsmeistari í Landsbankadeild karla eftir hreint ótrúlegt klúður FH-inga sem voru með unnið mót þegar 3 umferðir voru eftir en valsmenn læddust aftan að FH og "Rændi"titlinum verðskuldað því þegar á reyndi voru valsmenn undir stjórn Willums Þórs Þórsonar einfaldlega bestir en niður í 1.deild fóru víkingar en upp í landsbankadeild komu Grindavík Þróttur og Fjölnir.
FH varð síðan bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Verð að koma hér að hrakförum KR-inga sem voru á botninum allt sumarið og í lok júlí var Teitur Þórðarson rekinn og við tók Logi Ólafson og undir stjórn hans björguðu KR-ingar sér en tæpt stóð það.
Mestu vonbrigði sumarsins:KR.
Á lokahófi KSÍ var Helgi Sigurðson val kosinn besti leikmaður mótsins.

Landsbankadeild kvenna: Þar urðu Valskonur íslandsmeistarar eftir hreinan úrslitaleik gegn KR í Frostaskjóli 2-4 og þar fór fremst í flokki Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoraði hvorki meira né minna en 38 mörk í 16 leikjum og bætti markamet sitt frá árinu áður,niður fóru Þór/KA og ÍR en upp komu HK/Víkingur ogAfturelding.
Í Lokahófi KSÍ átti sér stað skandall þegar 2 félög tóku sig til og kusu Hólmfríði magnúsdóttur besta leikmanninn þótt allir vissu að Margrét Lára væri klassabest og sannaði það best með því að vera kjörin íþróttamaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna.
KR varð bikarmeistari í kvennaflokki.

Landsliðið var í toppbaráttu síns riðils og vann frakka 1-0 á Laugardalsvelli og svo mættu um 6000 manns til aðsjá stelpurnar "rassskella"serbum 5-0 og svo kom sárt tap fyrir slóvenum 1-2 en þær eiga enn raunhæfa möguleika á að komast í úrslit stórmóts í fyrsta sinn.

Handknattleikur: Karlalandsliðið keppti á HM í Þýskalandi og var þetta einhver glæsilegasta heimsmeistarakeppni sem haldin hefur verið og engu til sparað enda uppselt á nær alla leiki.

Eftir sigur í riðlinum gegn áströlum kom sl´æmur ósigur gegn Úkraínumönnum og allt útlit fyrir að við kæmumst ekki í milliriðil en leikurinn gegn frökkum verður lengi í minnum hafður og örugglega besti leikur sem íslenskt landslið hefur leikið fyrr og síðar.
Í milliriðlinum mættum við Póllandi,Túnis og Slóveníu og unnum Túnis og Slóvena en lágum fyrir pólverjum,þar með var liðið komið í 8 liða úrslit og mótherjinn Danmörk og buðu liðin upp á samkallaðan thriller sem lauk með sigri dana í tvíframlengdum leik og eftir þann leik þar sem vonbrigðin voru mikil mætti liðið rússum og Spáni og tapaði báðum en samt frábær frammistaða liðsins.

Eftir mótið fór af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað var á Alfreð Gíslason að halda áfram með liðið og varð hann við þeirri beiðni enda er Alfreð óhemju vinsæll og nýtur virðingar í handboltaheiminum.

Nú eftir 4 daga hefst EM í Noregi og er liðið í riðli með svíum, slóvökum og frökkum og í milliriðli bíða svo Spánn,Þýskaland og Ungverjaland,mín krafa er topp 8 annað er bónus.

N1 deild karla: Valur varð íslandsmeistari og Stjarnan bikarmeistari eftir öruggan sigur á Fram.
Niður fóru Fylkir og ÍR en upp komu Afturelding og ÍBV.

N1 deild kvenna: Stjarnan varð íslandsmeistari nokkuð örugglega og er hörkulið þar á ferðinni reyndir leikmenn sem hafa marga fjöruna sopið í handboltanum.

Kvennalandsliðið komst upp úr undanriðli í október og spilar umspilsleiki í vor.

Körfuknattleikur karla: KR-ingar urðu íslandsmeistarar eftir hörkurimmu við Njarðvík 3-1.
Bikarmeistarar karla urðu ÍR eftir sigur á Hamri/Selfossi og gaf þar með félaginu góða afmælisgjöf en ÍR varð 100 ára á árinu.
Landsliðið sigraði Kýpur á Smáþjóðaleikunum og tók gullið á glæsilegan hátt,einnig lék liðið í B keppni Evrópumótsins og vann m.a Georgíu með ævintýralegri körfu á lokasekúndunum.

Körfuknattleikur kvenna: Haukar unnu alla titla sem í boði voru og var því besta kvennaliðið með Helenu Sverrisdóttur í broddi fylkingar.

Badminton: Ragna Ingólfsdóttir er langbesti badmintonspilari landsins og er að berjast við að komast á ólympíuleikana í Peking síðar á þessu ári,ég hef fulla trú á að henni takist það.

Sund: Þar er Örn Arnarson bestur meðal jafningja en einnig eru að koma efnilegar sundkonur sem slátra íslandsmetum eins og eftir pöntun og eins og með Rögnu þá vonast ég til að sjá okkar besta sundfólk á ólympíuleikunum.

Golf: þar er Birgir Leifur Hafþórson maður ársins því eftir að hafa fallið af evrópsku mótaröðinni komst hann inn aftur eftir 3 úrtökumót vonandi gengur honum betur á árinu 2008.

Björgvin Sigurbergson og Nína K Geirsdóttir urðu íslandsmeistarar í golfi á landsmótinu í Hafnarfirði,Landsmótið 2008 verður í Vestmannaeyjum.

Erlendur vettvangur: Englandsmeistari:Manchester United, Enskir bikarmeistarar:Chelsea,Evrópumeistarar:AC Milan,Ítalía:Inter Milan,Spánn:Real Madrid, NBA:San Antonio Spurs,NFL:Indianappolis Colts. Heimsmeistari í Formúlu 1:Kimi Raikonen(Ferrari)

Stærstu atburðir í íþróttum 2008:EM í handbolta,EM í Knattspyrnu,Ólympíuleikarnir í Peking.

En látum þetta gott heita í bili.

                              KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk fyrir það valgeir minn,já,annálar gefa lífinu lit ogsvo er bara gaman að rifja þetta upp aftur,fótboltalandsliðið var bara grín en það sem stendur uppúr hjá mér í sportinu á árinu er HM í handbolta í Þýskalandi og þá sérstaklega leikurinn gegn dönum.

Magnús Paul Korntop, 13.1.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Magnús, þú ert aftur kominn á "þinn stað" á bloggvinalistanum mínum, samkvæmt minni uppröðun, eftir að þú skiptir um mynd. Mér finnst flott hjá þér að vera með eigin "þungavigtar"mynd. Við erum þau sem við erum. Gangi þér allt í haginn!

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.1.2008 kl. 12:43

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Flottur annáll þar sem ekki var verið að dvelja "óþarflega" lengi við hverja íþróttagrein. Takk fyrir.

Jóhann Elíasson, 13.1.2008 kl. 13:20

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Gréta: Já það var einfaldlega kominn tími á nýja mynd af mér en þessi mynd er tekinn 7 des í DC.

Jóhann:Að mínu áliti eiga annálar að tæpa á því helsta í sem stystu máli og einföldu,mér finnst nóg að vita hver vann og ef dramatík fylgir titilsigrum þá má það fylgja en mjög margir  skrifa of mikið um einhverja greinina og helmingurinn skiptir ekki máli því er betra að hafa hlutina einfalda þannig að fólk hafi gaman að lesa það sem skrifað er.

Magnús Paul Korntop, 13.1.2008 kl. 13:33

5 Smámynd: Signý

Verð að troða því að hérna... en hvaða tvö lið voru þetta sem tóku sig saman um að kjósa ekki margréti? og hver var það sem ákvað að það ætti að bara hólmfríður í staðinn???

Það fyrir það fyrsta hefur aldrei komið fram hverjir þetta voru, ef yfir höfuð voru einhverjir, það hefur enginn viljað sýna fram á að þetta sé satt, hvorki með smsin, emailin eða aðra sendingar sem áttu að hafa átt sér stað innan stelpanna í félögunum.

Einu útskýringar, og sögurnar komu nefnilega einmitt frá fröken Elísabet Gunnarsdóttur. Og var hún mjög hörð í garð allra annarra leikamanna í landsbankadeildinni. En þó eins og oft áður vildi hún ekki, frekar en einhver annar nefna nein nöfn. Ég kem seint til með að skilja það. Því ef þetta var allt saman satt, afhverju þá ekki að segja frá því? svo hægt hefði verið að taka á þessu máli fyrir þeirri nefnd sem svona mál eiga heima í, sem væri þá líklega aganefnd.

Ég held að öfundin hafi aðeins leigið innan valsliðsins þar sem margrét var ekki valin, en þær hafa líklegast eins og margir aðrir gengið út frá því að hún fengi þennan titil. Þetta mál er allt hundleiðinlegt og þá sérstaklega fyrir Margréti sjálfa og Hólmfríði sem ekkert gerði af sér. Að gera lítið úr hæfileikum hennar þó, og baráttu sinni í þeim meiðslum sem hún átti í allt síðasta sumar er skammarlegt fyrir allan kvennafótboltan.

En annars... Fínn pistill

Virðing! 

Signý, 13.1.2008 kl. 14:27

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt-búinn að lesa.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.1.2008 kl. 14:37

7 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Langaði bara að segja Gleðilegt ár vinur

Knúss og klemm

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 13.1.2008 kl. 17:05

8 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Signý: Etta mál kom fyrst upp í lok júlí í þættinum"Mín skoðun"með Valtý Birni og hann kannaði málið og fékk fá svör en svo gerðist þetta á lokahófinu og það skal enginn segja mér að Hólmfríður Magnúsdóttir sé ekki vel að þessu komin enda góður leikmaður sem kom til baka eftir erfið meiðsli en eftir því sem ég hef heyrt þá voru það Breiðablik og Keflavík sem eiga að hafa staðið að þessu en þetta var leiðinlegt mál og endurtekur sig vonandi ekki.

Valgeir:Ég var á leiknum og rétt hjá þér 32-30 fór hann í kaflaskiptum leik svo ekki sé nú meira sagt.

Aðalheiður: Sömuleiðis gleðilegt ár til þín vinan,knús og klemm.

Linda Linnet:Takk fyrir innlitið.

Magnús Paul Korntop, 13.1.2008 kl. 18:23

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Djö. ertu seigur í pistlunum. Hafðu þökk fyrir


 







Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 18:29

10 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk fyrir það Ásdís,þetta er bara eitthvað sem á vel við mig.

Magnús Paul Korntop, 13.1.2008 kl. 19:40

11 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Góður pistill hjá þér Magnús minn, nú bíður maður bara spenntur eftir EM í handboltanum, vona að strákunum gangi vel. Kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 14.1.2008 kl. 15:13

12 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ingunn: Já EM í handbolta verður skemmtileg með afbrigðum,"strákarnir okkar" eiga eftir að standa sig vel þó ég efist um að þeir nái í undanúrslit en topp 8 er ásættanlegt að mínu mati.

ARNÞÓR: Þakka þér fyrir þetta,ég bara steingleymdi þessu, sérstaklega þar sem ég er nú ÍR-ingur og auðvitað er Þórey Edda frábær í sinni grein og úr því frjálsar eru hér til umræðu þá má heldur ekki gleyma Sveini Elíasi Elíasyni sem er að verða einn af okkar bestu hlaupurum,og svo eru margir efnilegir á leiðinni,.

Magnús Paul Korntop, 14.1.2008 kl. 23:50

13 Smámynd: Linda litla

Ég sé að þú ert mikil íþrótta aðdáandi og fylgist vel með, flottur annállinn hjá þér. kvitt kvitt.

Linda litla, 14.1.2008 kl. 23:58

14 identicon

Kvitterí kvitt kvitt

Bryndís R (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 19:53

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Magnús bloggvinur minn.

Ég hef oft horft á íþróttir. Stundum legg ég ekki í að horfa eins og á skautadans því ég verð svo leið þegar fólkið dettur. Leitt með landsliðið en ég trúi alls ekki að Eyjólfur Sverrisson sé einn sökudólgur. Fannst illa að honum vegið. Við erum svo miklir öfgamenn þegar við erum að segja skoðanir. Það er ekki auðvelt að stjórna fullornum mönnum sem vilja hafa það eins og þeir vilja og fara alls ekki eftir settum reglum eins og að vera í hvíld kvöldið og nóttina áður en þeir fara í keppni. Það var látið fjúka að þeir hefðu verið úti á lífinu en það gengur ekki að koma þreyttir og svefnlitlir til leiks. Veit samt ekki hvað er satt og hvað er logið í þessu. Það eru allavega allir tilbúnir að senda tóninn ef illa gengur.

Ég var mjög ánægð með handknattleik karla þrátt fyrir að þeir voru ekki hærri í riðlinum. Þeir stóðu sig vel gegn öllum þessum risum. Einn skellur og þá var eins og snjóboltinn byrjaði að rúlla. Þeir töpuðu leikjum í restina.

Þórey Edda og Örn Arnarson o.fl. eru til sóma fyrir þjóðina okkar.

Ég fylgdist með umræðum þegar Hólmfríður var kosin en allir vissu að Margrét Lára var best. Þetta var til minnkunar fyrir þessi lið sem tóku sig saman og sumir kusu sennilega gegn betri vitund. Nú Margrét Lára sannaði sig heldur betur þegar hún var kosin íþróttamaður ársins. Er hún fyrsta konan sem er kjörin íþróttamaður ársins?

Ég sá að þú hafðir komið í heimsókn á síðuna hjá mér. Þessi pistill sem þú last var algjörlega upp úr gömlu riti sem ég á. En næsti pistill fyrir neðan þá kom ég með útskýringar í restina því Aðventistar hafa allt aðra skoðun en margir aðrir. Þeir trúa að þegar við deyjum þá sofum við sálarsvefni þangað til Endurkoma Jesú Krists verður. Ég ætla að halda áfram að skrifa bæklinga frá mismunandi trúfélögum. Ekki til að áreita neinn, heldur til að leyfa okkur að skoða bæklingana og sjá mismuninn og svo getum við tekið okkar afstöðu hvert og eitt. Við verðum í bandi.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.1.2008 kl. 00:43

16 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góður pistill  Magnus,og Gleilegt nytt ár/en nu hofum við fram á vegin,og vonum að okkar menn standi sig vel á HM er það ekki !!!!/kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 16.1.2008 kl. 17:58

17 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk Haraldur og gleðilegt ár vildi samt leiðrétta smávegis,það er EM en ekki HM en að sjálfsögðu fylgjast allir sanir handboltaáhugamenn með.

Magnús Paul Korntop, 17.1.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 205185

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

236 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband