EM í handbolta.

Já kæru bloggvinir og aðrir lesendur,í kvöld klukkann 19´15 spilar Ísland gegn svíum á evrópumótinu í handbolta í noregi og verður að sjálfsögðu sýndur á RÚV eins og allir leikir íslenska liðsins.

Reikna má með hörkuleik enda svíarnir með gott lið en það erum við líka svo að hart verður barist í Þrándheimi í kvöld.

Markmið liðsins er undanúrslit en mér finnst það kanski fullmikil bjartsýni en þetta er þeirra markmið og allt í góðu með það og vonandi gengur það eftir.

Ég geri mig hinsvegar ánægðan með að komast í milliriðil og lenda í topp 8 en ljóst er að hvergi má misstíga sig en ég tel leikinn gegn svíum létasta leikinn í riðlinum og er það bara mín skoðun.

Evrópumótið í handbolta er sterkara mót en HM vegna þess að það er ekkert slakt lið á EM enda koma sterkustu landsliðin frá evrópu en ef leikmenn gera sitt besta þá er ekki hægt að fara fram á meira.

En allir að fylgjast með keppninni á RÚV og hvetja strákana alla leið.

                    ÁFRAM ÍSLAND.

                    KV:Korntop

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÁFRAM ÍSLAND

jón (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Ragnheiður

Já hér verður sko fylgst með...af öllu afli hehe

ÁFRAM ÍSLAND

Ragnheiður , 17.1.2008 kl. 13:01

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Auðvitað fylgjast allir sannir handboltaáhugamenn með þessu móti.

ÁFRAM ÍSLAND.

Magnús Paul Korntop, 17.1.2008 kl. 13:11

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, ég ætla sko að klessa mig niður fyrir framan sjónvarpið.

María Kristjánsdóttir, 17.1.2008 kl. 14:01

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús. Svíarnir hafa alltaf verið erfiðir viðureignar. Ef þeir eru að þínu mati auðveldustu keppinautar okkar í þessum riðli þá liggur nú við að ég fari með bænirnar mínar. Líst ekkert á.

Áfram Ísland

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.1.2008 kl. 14:14

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er orðin spennt ég vona að við vinnum núna................. ÁFRAM ÍSLAND.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.1.2008 kl. 15:10

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

ÁFRAM ÍSLAND ÁFRAM ÍSLAND-bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.1.2008 kl. 15:37

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér sé stuð.  Aldeilis góðir dagar framundan.  Kær kveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 15:43

9 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Siggi Sveins sagði um daginn að við tækjum Svíana í nefið, ég vona bara að hann verði sannspár. Ég bíð spennt eftir leiknum, Áfram Ísland. Eigðu góðan dag, kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 17.1.2008 kl. 16:05

10 Smámynd: Dísa Dóra

ohhhhh hvað þetta verður gaman.  Svo er bara að vona að þeir standi sig eins frábærlega og síðast því það gerðu þeir vissulega þó ekki kæmust þeir alla leið

Dísa Dóra, 17.1.2008 kl. 16:59

11 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Kveðja til þín kæri Magnús, en....ég hef svoooo lítið gaman af handbolta. Held ég horfi bara á Friends eða eitthvað í staðinn. Ég hugsa bara hlýtt til "okkar manna" í kvöld! Jeiiii og jibbíííí

Rúna Guðfinnsdóttir, 17.1.2008 kl. 18:12

12 identicon

ÁFRAM ÍSLAND

Bryndís R (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 20:39

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ekki byrjum við vel...

Óskar Þorkelsson, 17.1.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 205184

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

237 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband