Annáll.

Þá er komið að annálum mínum og eru þeir um það sem mér fannst merkilegast á liðnu ári bæði fréttalega og í mínu persónulega lífi og er af nægu að taka gerið svo vel og njótið vel bloggvinir og lesendur góðir.

Fréttaannáll:

Mikið var um að fólk reyndi að smygla eiturlyfjum og sterum til landsins og var stærsta málið í eiturlyfjunum Fáskrúðsfjarðarmálið sem kom upp í september er 6 menn að mig minnir reyndu að smygla tugum kílóa af amfetamíni og E töflum og teygði málið sig langt útfyrir landsteina,einnig var þjóðverji á sextugsaldri handtekinn í Keflavík með 23000 skammta af E töflum en söluandvirði þess hefði numið um 70-90 miljónum á götuunni,ljóst er á þessum málumáð glæpahringar sækja í auknum mæli hingað til lands annað hvort sem endastöð eða millilending,ljóst er að eitthvað róttækt þarf að gera til að sporna við þessum ófögnuði.

Sterar voru líka fyrirferðamiklir á árinu en í upphafi árs var maður mekinn með um 30000 skammta af sterum í ýmsu formi og síðar á arinu var sami maður tekinn með 15000 skammta í viðbót og styrkir það grun minn m.a um að steraneysla verður sífellt meira áberandi í íþróttaiðkunn fólks,að mínu mati ætti að dæma íþróttafólk í ævilangt bann fyrir að hafa rangt við og svindla á heiðarlegum íþróttamönnum.

Annað sem gerðist var hinn sorglegi Miðbæjarbruni síðasta vetrardag þar sem um 200 ára gömul hús eyðilögðust í eldinum og nú er verið að finna út hvað skal gera og eru einhverjar tillögur þ.a.l komnar fram,virkilega sorglegur bruni og er mikið skarð höggvið í ímynd borgarinnar.

Kosningar fóru fram á árinu og eftir naumann sigur ríkisstjórnarinnar
(1sæta meirihluti)ákvað framsóknarflokkurinn að slíta 12 ára samstarfi)stjórnarsamstarfinu og nokkrum dögum síðar mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin nýja stjórn(Þingvallastjórnin) og vona ég að sú stjórn leiðrétti ýmsar vitleysur sem fyrrverandi ríkisstjórn gerði sérstaklega vona ég að bætur hækki og líf þeirra sem minna nega sín verði gert betra en nú er.

Banaslys urðu mörg á liðnu ári og létust 15 manns í slysum hér á landi,er orðið brýnt í þessu sambandi að breikka Reykjanesbraut og Suðurlandsveg til að umferð gangi greiðar,einnig má minka hraða eitthvað.

Klúður ársins er án efa hið svokallaða REI mál en þar var hvert klúðrið á fætur öðru sem endaði með að meirihlutinn í borginni sprakk og við tók nýr R listi með öllu því brambolti sem fylgdi á eftir í ásökunum Sjálfstæðis og Framsóknarflokks á milli hvors annars,þetta mál þekkja allir svo ekki ætla ég að rekja það hér.

Baugsmálinu lauk loksins á arinu og erum við vonandi laus við það sem eftir er.

Persónulegur annáll:

Í mars opnaði ég þessa síðu og lenti fljótlega upp á kant við nokkrar konur en þar sem ég misskildi þær þá baðst ég afsökunnar á því en nokkrar hafa ekki fyrirgefið mér og við það verð ég að una en eftir það hef ég reynt að gæta orða minna og tel ég það hafa tekist bara ágætlega,allavega á ég toppbloggvini sem lesa bloggið mitt og er það bara gott mál.

Þann 11 mars var ég sæmdur gullmerki ÍR fyrir óeigingjarnt starf í þágu handknattleiksdeildar ÍR og hélt ég að það væri verið að grínast í mér þegar mér var tylkinnt þetta bréflega en svo reyndist ekki vera og er ég rígmontinn með þetta merki,lái mér hver sem vill en í dag sit ég í stjórn handknattleiksdeildar ÍR.

Íbyrjun mai hættum við fyrrum unnusta mín Dagbjört Þorleifsdóttir saman en við vorum saman í tæp 7 ár(Trúlofuð í 5 ár) en hún veiktist af geðsjúkdómi sem hafði verið haldið í skefjum og höndlaði hún ekki sambandið,ég var ekki hress með aðferðina sem var notuð en eftir því sem leið á árið varð hún veikari með hverjum mánuðinum á fætur öðrum,hún ákvað að hætta að syngja í Plútó og er það miður því hún var langbest í þessu bandi,en við erum enn góðir vinir og þannig verður það.

Í júlí fórum við nafnar og frændur til Edinborgar að heimsækja systur mína,unnusta hennar og dóttur þeirra,var það viku ferð og alveg mögnuð eins og lesa má um í júlífærslunum,ógleymanleg ferð þar sem margt spaugilegt gerðist.

Eftir heimkomuna byrjaði ég með stelpu sem heitir Aileen og hef ég þekkt hana í 13 ár og hefur hún hjálpað mér mikið í gegnum árin og ætlum við að byggja þetta samband upp á hraða snigilsins en við eigum sameiginleg áhugamál og erum t.d í sömu hljómsveit(Hraðakstur bannaður)en þar er ég aðalsöngvari en hún syngur líka 1-2 lög og spilar á píanó/hljómborð og æfum við oft saman,var ég mjög heppinn að hreppa hana.

Hef verið í stjórn Listar án landamæra og verð í henni næsta árið en þessi hópur heldur listahátíð fatlaðra þar sem fatlaðir og ófatlaðir vinna saman að listsköpun og hefur það verið ótrúlega gefandi að vinna að þessu á hverju ári en á þessu ári verður 5 listahátíðin haldinn.

Árið endaði með geggjaðri bandaríkjaferð þar sem margt var brallað og er ég bara nýkomin heim úr henni.

Margt fleira gerðist á liðnu ári sem hægt væri að telja upp en læt það ógert enda nóg komið af því helsta.

Ég skrifa íþróttaannál fljótlega en læt staðar numið í bili.

Hafið það gott elskurnar og gleðilegt ár.

                            KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt og takk fyrir annálinn. 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.1.2008 kl. 00:52

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ekkert að þakka Ásdís mín,þakka lesturinn.

Magnús Paul Korntop, 8.1.2008 kl. 01:05

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk,takk Valgeir minn.

Magnús Paul Korntop, 8.1.2008 kl. 01:14

4 identicon

Geggjaður annáll

Linda (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 01:39

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk fyrir það Linda mín.

Magnús Paul Korntop, 8.1.2008 kl. 01:46

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sæll.

Jón Halldór Guðmundsson, 8.1.2008 kl. 01:48

7 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk fyrir það Vilborg mín.

Magnús Paul Korntop, 8.1.2008 kl. 11:37

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús Paul.

Ég sé að það hefur verið skyn og skúrir hjá þér á árinu eins og hjá flestum. Ég vona að fyrrverandi unnusta þín fái alla þá hjálp sem í boði er hjá fagmönnum og svo er frábært að toga í bænastrenginn og biðja Jesú Krist um hjálp.

Ég gleðst alltaf yfir þegar ég heyri fréttir um að fíkniefni hafi fundist og er ég mjög ánægð að eftirlit hefur verið hert. Banaslysin í umferðinni eru 15 of mörg og það eru margir sem eiga um sárt að binda vegna þessa. Margt er ábótavant í sambandi við vegina okkar og mér finnst vegabætur vera á hraða snigilsins.

Fyndnast fannst mér þegar þú sagðir okkur að þú hefðir lent í veseni við hitt kynið hér á blogginu. Við getum verið erfiðar

Ég vil setja inn eina skoðun. Meira ruglið með þetta hátæknisjúkrahús. Það er ekki hægt að reka sjúkrahúsin á mannsæmandi hátt í dag. Verður það betra ef þetta bákn rís? Væri betra að nota peningana til að bæta launakjör. Nú vegabætur er eitt af málefnum sem þarf að leggja áherslu á.

Takk fyrir pistilinn sem var bæði skemmtilegur og einnig nauðsynlegur eins og að tala um banaslysin því það er nauðsynlegt að auka hraðan í endurbætur. Vertu duglegur að senda stjórnmálamönnunum tóninn. Það veitir ekki af svo þeir sofni ekki Þyrnirósarsvefninum langa. Heyrumst.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.1.2008 kl. 14:50

9 Smámynd: Linda litla

flottur annáll hjá þér Magnús. kvitt kvitt

Linda litla, 8.1.2008 kl. 16:49

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir annálnn Magnús.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.1.2008 kl. 19:29

11 Smámynd: Dísaskvísa

skemmtileg lesning -takk fyrir annálana

Bestu kveðjur,

Dísaskvísa

Dísaskvísa, 8.1.2008 kl. 21:39

12 identicon

Sæll Maggi,

Ég er nú að kíkja á bloggið þitt í fyrsta skipti en ég hef heyrt margt gott um það sagt.  Það verður að segjast að þú hættir aldrei að koma á óvart en það er gaman að sjá hversu víða þú kemur við og lætur fátt fram hjá þér fara.

Þú ert líka að ósekju einn af mínum uppáhalds ÍR-ingum en þeir eru ófáir slíkir sem ég þekki.  Þú átt það líka manna best skilið að fá gullmerki ÍR og það er gott að sjá að þú berð það stoltur.  ÍR væri líka mun betur statt ef það ætti fleiri þína líka.

 Haltu áfram uppteknum hætti að "blogga" enda ertu ekki síðri þar en í handboltanum eða fótboltanum í gamla daga.  Ég lofa að lesa bloggið þitt mikið oftar á þessu ári en því síðasta en ég hef verið almennt "latur" að lesa blogg á liðnu ári.

 kær kveðja, Óli Gylfas. 

Ólafur Gylfason (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 10:28

13 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk Óli minn fyrir þetta,já,ég er stoltur ÍR-ingur og ber gullmerkið stoltur og að blogga gefur mér mjög mikið þetta er svona hálfgerð fréttastofa og eins og þú segir svo réttilega þá læt ég fátt fram hjá mér fara.

Hér hafa verið skrifaðar greinar um leiki ÍR í deildinni og er það mjög gefandi að geta miðlað öðrum hvernig maður upplifir leiki.

Magnús Paul Korntop, 10.1.2008 kl. 00:58

14 Smámynd: Dísa Dóra

Flottur pistill hjá þér

Dísa Dóra, 10.1.2008 kl. 10:48

15 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Góður pistill hjá þér, þú situr ekki auðum höndum drengur. Hjartanlega til hamingju með Gullmerkið. Eigðu góðan dag, kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 10.1.2008 kl. 12:08

16 identicon

Góður annáll.Kveðja

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 16:44

17 identicon

Kvitt kvitt. Flottur pistill hjá þér.

Bryndís R (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 20:24

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Glæsilegur pistill frá glæsilegum manni. Takk fyrir skemmtileg skrif Maggi minn og Guð blessi þig og þína.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2008 kl. 18:10

19 identicon

Þetta er flottur annáll hjá þér Maggi, hlakka til að lesa íþróttaannálin hann verður öruglega ekki síðri ef ég þekki þig rétt

Haukur L (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 21:46

20 Smámynd: Jóhann Elíasson

Flottur annáll.  Árið hefur sko ekki verið nein "lognmolla" hjá þér þú ert greinilega kraftmikill maður.

Jóhann Elíasson, 11.1.2008 kl. 22:24

21 identicon

Fínn annáll hjá þér Magnús og gleðilegt árið ljúfur.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 19:25

22 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það hefur ýmislegt gerst hjá þér á árinu. Takk fyrir annálinn, hafður það gott á þessu ári líka

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.1.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 205185

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

236 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband