Sýknur í nauðgunarmálum.

Fátt hefur verið meira rætt á sumum bloggsíðum en sýknudómurinn yfir misþroska manni gagnvart andlega fatlaðri stelpu og nú er kominn tími á að tjá sig aðeins um það mál bæði vegna þess að ég þekki bæði tvö mjög vel í hinsvegar vegna þess að ég var einn af forsvarsmönnum ÁTAKS(Félag fólks með þroskahömlun)sem lætur sér svona mál varða.

Á bloggsíðu sem Jens Guð heldur úti er farið ítarlega yfir þetta mál og þar er m.a. fullyrt að umræddur maður hreyki sér af þessum verknaði og sérstaklega við vin sinn sem var sýknaður í fyrra af samskonar ákæru.

Nú vitum við að fyrri maðurinn er greindarskertur en ég tel hann þó mun þroskaðri en þann sem var sýknaður í seinustu viku auk þess sem þeir talast ekki við svo ég viti,þroskastig þess sem var sýknaður í seinustu viku er mjög lítið og málfar hans eftir því en annars er þetta dagfarsprúður drengur sem fór því miður aðeins of langt en að hann hreyki sér af þessum verknaði er af og frá.

ÁTAK lítur það alvarlegum augum ef kvenlíkami er misnotaður í hvaða mynd sem er en í þessu tilfelli skilst mér að konan hafi samþykkt samfarirnar en brotnað eftir á auk þess sem framburður hennar fyrir dómi þótti ekki trúverðugur og margar gloppur verið í honum og slíkt er ALLTAF sakborning í hag.

Einnig set ég stórt spurningarmerki við það hvort að kona sem vinnur með "vangefnum"hafi leyfi til að koma upplýsingum sem hún fær frá skjólstæðingum til 3ja aðila og sé því ekki að fremja trúnaðarbrot á viðkomandi skjólstæðing.

Hvað mig og mína afstöðu varðar þá er nauðgun alvarlegur verknaður og jafnast á við morð að mínu mati og ætti í raun að dæmast sem slíkt en dómar í þessum málaflokki eru oft grín enda eingöngu 10% sem kæra og  helmingi þeirra mála er svo vísað frá en þau mál sem er dæmt í fá gerendur annaðhvort skilorð eða litlar sektir í besta falli slegið á puttana.

Það að misþroska maður geri svona er jafn alvarlegt en mín skoðun er sú að hann er ósakhæfur sökun mikils vanþroska og þar að auki eru þau hvort tveggja vinir mínir og ég ætla ekki að verja það sem hann gerði en afstaða mín ræðst ekki af því heldur hvaða refsing er best í svona tilfelli ef maður á þessu þroskastigi er sekur um glæp eins og nauðgun,það er allavega ekki fangelsisvist,það er alveg klárt.

Ég tel að opin umræða út í þjóðfélaginu,á bloggsíðum og víðar sé af hinu góða og að skoðanaskipti séu til staðar án þess þó að vera með skítkast hvert út í annað,ég tel að Jens Guð hafi hrundið af stað þörfum umræðum um sýknudóma í nauðgunarmálum og eins og ég hef áður sagt hér á þessari síðu þá eru dóma í þessum málaflokki hlægilegir og ætti að stórauka refsingu í þeim til muna.

Í þessu máli er maður með greind á bilinu 55-65 stig sýknaður af ákæru um nauðgun og er ég ánægður með það en sá sem var sýknaður í fyrra er með greind á bilinu 70-80 stig og á því er mikill munur og veit því meira hvað hann var að gera en ég vona að fólk haldi ekki að ég sé að verja hann en ef hann hefði verið dæmdur sekur hefði þurft að finna aðra refsingu heldur en fangelsisvist,vonandi verða hér fjörugar umræður og eflaust einhver mér ósammála en þá vil ég að viðkomandi komi með málefnanleg rök en ekki dylgjur og skítkast.

                             

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Gott að sjá svona málefnalega færslu um þessi alvarlegu mál.  Takk fyrir það. 

Jens Guð, 14.9.2007 kl. 12:10

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir færslu. Mig langar að vita hvaðan sú saga kemur að þessir menn hafi hreykt sér af verknaðinum? Magnús þú fullyrðir að þeir hafi ekki gert það. Geturðu verið alveg viss um það?

Annað sem mig langar að vita; voru þetta hreinir sýknudómar eða er þessum mönnum gert að vera undir einhvers konar eftirliti eða meðferð?

Jóna Á. Gísladóttir, 14.9.2007 kl. 12:56

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl Jóna:
Sú fullyrðing að þeir hafi hreykt sér af verknaðinum kemur af fyrri færslunni frá Jens Guð varðandi sýknudóminn,ég hef aldrei heyrt þennann seinni mann hreykja sér eða öðrum fyrir svona verknað ég yrði MJÖG undrandi og hissa ef svo væri,ég hitti hann í seinustu viku og hann var mjög leiður yfir að hafa gert þetta en hann fullyrti að það hefði verið með beggja samþykki,en ég get auðvitað aldrei verið 100%viss.
Já þetta voru hreinir sýknudómar og hvergi getið að þeir eigi að vera undir eftirliti.

Magnús Paul Korntop, 14.9.2007 kl. 14:23

4 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er afar fróðleg færsla hjá þér Maggi minn

Ragnheiður , 14.9.2007 kl. 21:37

5 identicon

Góð grein hjá þér Magnús og skilmerkileg, ég er samt skíthrædd um mína dóttur og verð það eflaust alla ævi.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 10:50

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég man ekki til þess að þessir menn hafi hælt sér af neinu tengt sýknudómunum á bloggsíðum sínum.  Það er alvarlegt mál þegar heilbrigðir einstaklingar veitast að vangefnum og greindarskertum og hafa eftir þeim eitthvað sem kannski á sér ekki stað í veruleikanum.  Það kallar á dómstól götunnar sem er auðvitað það verk sem dómstólar eiga að vinna.  Til þess eru þeir og þeir fá lík öll gögn í málum.  Ef þú deilir við dómarann í knttspyrnuleik ertu spjaldaður eða rekinn út af .  Umræða er samt þörf og spurning með hvaða hætti er hægt að takamarka umgengni þroskahamlaðra sín á milli þannig að jafn viðkvæm vafaatriði sem þessi komi ekki upp.  Forvarnir og úrræði eru það sem sárlega vantar hjá ÖLLUM aðilum í þessum efnum.

Vilborg Traustadóttir, 15.9.2007 kl. 11:18

7 Smámynd: Rannveig H

Takk Magnús fyrir þína færslu.

En hér koma smá athugasemdir.'I dómskjölum kemur framm hjá vitni að hann(ákærði) hafi komið beint  í partí til +++++  til að seigja frá hvað hann hafi gert.(hreykja sér) Þú sem þekkir viðkomandi stúlku,veist þá líka að hún ferðast aldrei ein (ferðaþjónusta) eða tilsjónamanneskja,En þarna klikkaði einhvað og það fór sem fór.'Eg set líka athugasemdir við greindmælingu 55-65 stig mynnir að hún sé meiri ,verð samt að fletta upp í dómnum til að fullyrða.Að þessir tveir félagar tali ekki saman (í fyrra og seinna málinu) er það ekki einhvað nýtilkomið ósætti?Langar líka að spyrja afhverju  nokkrir af þessum mönnum er bannaður aðgangur að Hinu Husinu.Magnús ég hef ekki viljað vin þinn í fangelsi,það sem ég vildi sjá að skilaboðin séu "Svona gerir maður´ekki"Menn fara ekki með mikið þroskaheftar stúlku sem þeir vita að er í umsjón á skemmtun láta engan vita ,keyra hana heim til sín (ákærða)hafa við hana samfarir,gegn hennar vilja(hennar sögn)búið basta henni keyrt á sambýlið og hann í partí til að seigja frá.En Magnús það er búið að sýkna í þessu máli,ég mun gera allt til að hjálpa minni vinkonu og þú vonandi allt til að upplýsa þína vini,nú hefur Styrktafélag vangefna á dagskrá að efna til námskeiða,um samskyfti kynjana,og kynfræðslu.Og vona ég svo sannalega að þú hvetjir alla þroskahamlaða til að sækja þar fræðslu.Kveðja 

Rannveig H, 15.9.2007 kl. 12:00

8 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl Rannveig.

Þær upplýsingar sem ég hef  er að ákærði hafi farið í partý og sagt hvað hann var að gera en með fullkomnu leyfi stúlkunnar en ég hef ekki hitt hana til að fá það staðfest.

Það að hún fór ekki með ferðaþjónustunni heim eins og hún er vön er algert klúður og ber að harma það.

Í dómnum er talað um að ákærði sé með um 60 stig en ég ætla líka að fletta upp í dómnum til að athuga hvort mér skjátlist.

Að þessir menn í fyrra og seinna tilfellinu séu bannaðir í hinu húsinu er einmitt kynferðisleg brenglun gagnvart konum,ég talaði við annann mannana (Fyra tilfellið)og fékk staðfest að þeir töluðust við,(hafði heyrt sögur um annað).

Ég er sammála því að það fer enginn með mikið þroskahamlaðar konur heim til að hafa samfarir nema konan sé samþykk.

Ég sagði aldrei að neinn ykkar vildi vin minn í fangelsi en úrræða er þörf og breyting á réttarstöðutjónþola.

Ég og aðrir höfum reynt að upplýsa vini okkar um þetta en gengið lítið,því miður er það nú svo.

Hvenær er Styrktarfélagið með þessi námskeið?Best væri að koma því til Átaks(Félag fólks með þroskahömlun)hvenær það er en þú kanski kemur upplýsingum til mín hvenær þessi námskeið eru,ég get þá komið því áleiðis.

Magnús Paul Korntop, 15.9.2007 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

233 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband