Smá hreinsun.

Var að henda nokkrum bloggvinum út af listanum en svo virðist sem að margir safni bloggvinum til þess að eiga sem flesta og ná aldrei að lesa nema bara brot af listanum en svo eru sumir bara til að sýna fjölda bloggvina en að mínu mati er betra að eiga þannig fjölda bloggvina að þú komist yfir að lesa þá.

Þannig var komið fyrir mér svo ég ákvað að henda þeim út sem ég las sjaldan og var nokkuð viss um að læsu mig sjaldan eða aldrei og vonandi gengur mér betur að fara yfir bloggsíður héðan í frá,ef einhverjir eru ósáttir við að detta út þá verður að hafa það því það verður ekki bæði sleppt og haldið en þó getur viðkomandi sótt um bloggvináttu og ég mun þá bara skoða það ef til þess kemur og ég útiloka ekki frekari hreinsanir.

Ég get ekki kvartað yfir commentleysi því ekki hef ég verið duglegur að commenta hjá öðrum en upp á síðkastið hef ég þó commenterað á þær síður sem ég næ að lesa og eru með áhugavert blogg.

En meira síðar-KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Maður verður að taka til öðru hvoru hjá sér. Það er samt bara einn mín megin sem mig langar eiginlega ekki að hafa en það er vegna mikils skoðanamismunar við viðkomandi aðila. Það er samt ekki þú hehe

Ragnheiður , 25.5.2008 kl. 18:28

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk fyrir það ragga mín.

Magnús Paul Korntop, 25.5.2008 kl. 18:32

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er að hugsa um að gera hið sama - Það tekur heila viku að lesa alla blogg-vina-færslur.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.5.2008 kl. 19:01

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég hendi ekki fólki út en takk fyrir innlitið til mín Magnús minn.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.5.2008 kl. 19:37

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég hef bloggvini sem ég nenni að lesa.. alls ekki sammála mörgum en það er manni bara hollt að fá andstæðar skoðanir...

Óskar Þorkelsson, 25.5.2008 kl. 19:41

6 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Takk fyrir mig

Svanhildur Karlsdóttir, 25.5.2008 kl. 21:08

7 identicon

Ég held ég sé með temmilegan fjölda.  Þú ert með svo marga, ég skil ekki hvernig það er hægt að lesa svona mikið  

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 21:33

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég kæmist nú aldrei yfir að lesa hjá svona mörgum bloggvinum, eins og þú er með Magnús minn.

Hafðu það gott

Sigrún Jónsdóttir, 25.5.2008 kl. 22:11

9 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það á alltaf að þrífa við og við Magnús minn.

Ég les of hjá bloggvinunum þó svo ég bloggi ekki neitt hjá þeim.

Gaman að fylgjast með hverju aðrir eru að velta fyrir sér.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 25.5.2008 kl. 22:40

10 identicon

Iss Maggi...

 Þú ferð ekki að henda út gallhörðum ÍR-ingum eins og mér

Nói Blomsterberg (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 23:50

11 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þú sleppur Arnór enda ÍR-ingur

Magnús Paul Korntop, 25.5.2008 kl. 23:54

12 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þú hlitur að sjá aumur á Halla gamla/Kveðja og góðar óskir!!!!!

Haraldur Haraldsson, 26.5.2008 kl. 00:10

13 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Halli gamli fer ekki neitt,enda er fyrsta hreinsun búinn.

Magnús Paul Korntop, 26.5.2008 kl. 08:35

14 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég er víst enginn ÍR-ingur...en ég er Stokkseyringur...er það ekki nóg???

Ég er bara með það marga bloggvini sem ég kemst í að lesa, helst daglega, þó ég kommenti ekki alltaf. Það fer nú eftir því hvaða mál er á dagskrá hverju sinni.

Kveðjur og heilsanir af Ströndinni.

Rúna Guðfinnsdóttir, 26.5.2008 kl. 13:00

15 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég hef þann háttinn á að segja já við alla sem vilja vera bloggvinir og hvarflar eki að mér að reyna að lesa þá alla daglega...ekki einu sinni reglulega flesta, ég les aðeins þau blogg sem hafa fyrirsagnir sem vekja áhuga minn, nenni ekki að lesa blogg af einhverri skyldurækni, en finnst ágætt að hafa marga bloggvini(þeir eru nú samt ekkert sérlega margir ennþá) svo að sem flestir geti betur haft auga með mínum skrifum eða séð þau, enda blogga ég nær eingöngu til að vekja athygli á hlutum sem stóru fréttamiðlarnir þora ekki að fjalla um, alheimssamsæri valdaelítu heimsins og þeirra dimmmu plön, eins og t.d að fækka mannkyni um 80% (fljótlega) og koma á einni fasískri alheimstjórn. Finnst færslur um persónuleg mál alla jafna óáhugaverð og forðast að fara inn á síður sem eru helgaðar naflaskoðun.

Georg P Sveinbjörnsson, 26.5.2008 kl. 14:36

16 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Rúna: Ég á ættir í móðurætt að rekja til Stokkseyrar,spurning hvort við séum skyld eitthvað,það skyldi þó aldrei vera,væri gaman að setjast niður með þér yfir kaffibolla og ræða það aðeins,væri frekar óvenjulegt ef við erum ekki eitthvað smáskyld.

Magnús Paul Korntop, 26.5.2008 kl. 17:33

17 Smámynd: halkatla

ég vildi að ég gæti verið betri bloggvinur en ég vanræki marga... sérstaklega þarsem ég er hætt að blogga hér

halkatla, 26.5.2008 kl. 20:56

18 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Hví hættirðu Anna Karen og þýðir þetta þá að ég eigi að eyða þér út?

Magnús Paul Korntop, 26.5.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband