Tilkynning um ákvörðun.

Dagurinn í dag hefur verið viðburðaríkur í meira lagi svo ekki sé nú meira sagt,fyrst ræddi ég við aðilann sem kom mér í starfskynninguna í BYKO um áhyggjur mínar af þeim hlutum sem ég nefndi í færslunni í gær og sagði hann að þær væru eðlilegar,ég sagði honum að ég hefði bloggað um þær og hvaða viðbrögð ég hefði fengið frá ykkur elskurnar.

síðan hélt ég áfram að vinna og kom hann svo aftur kl 3 og bað mig að koma upp sem ég gerði auðvitað og þar var fyrir forstjóri fyrirtækisins sem útskýrði fyrir mér eitt og annað sem ég hafði haft áhyggjur afen þær áhyggjur voru með öllu óþarfar.

En þarna bauð hann mér að gerast fullgildur starfsmaður á samningi til 3 gja mánaða og meta stöðuna eftir það og í ljósi þess sem útskýrt hafði verið fyrir mér þá ákvað ég að fara að ráðum þeim sem þið bloggvinir og lesendur góðir gáfuð mér í commentum í gærkvöldi og í dag og þiggja þetta starf,það hjálpaði mér mikið að sjá stuðninginn frá ykkur og það létti ákvörðunina mjög og fæ ég aldrei fullþakkað ykkur hjálpina við þessa erfiðu ákvörðun sem var á borðinu,takk fyrir þetta gott fólk,þið eruð yndisleg.

En semsagt:Ég er orðinn fastráðinn starfsmaður BYKO til næstu 3gja mánaða en ég verð þarna nokkuð lengur en það geri ég ráð fyrir nema til komi fellibylurLoL,en nú er bara að standa sig og vera í liðinu.

                             KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús. Ég trúi því að þú munir spjara þig. Ég veit að þetta verður mjög erfitt fyrst en hægt og hægt kemur þrótturinn og það hjálpar þér í framtíðinni. Guð blessi þig, varðveiti og gefi þér styrk og kraft. Kær kveðja.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.2.2008 kl. 18:42

2 identicon

Þú átt eftir að standa þig með stakri prýði þarna. Í hvaða deild ertu að vinna?

Bryndís R (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 19:14

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Rósa: Úthaldið var fínt í dag og færri mistök en ekki veitir af kraftinum og styrknum frá almættinu.

GUÐ blessi þig.

Bryndís R: Lagerdeild.

Ísak: Já,ég sé ekki fram á annað en allt muni ganga vel þarna,engin ástæða til annars.

Magnús Paul Korntop, 14.2.2008 kl. 20:05

4 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Maggi,

Frábær ákvörðun, til hamingju með hana. Frúin örugglega alsæl með sinn mann. Skilaðu kveðju til hennar frá mér og segðu henni að hún geti verið stolt af þér,

áfram svona.

Anna Kristinsdóttir, 14.2.2008 kl. 20:14

5 Smámynd: Ragnheiður

Skoh bara strákinn, duglegur ertu !

Ragnheiður , 14.2.2008 kl. 20:29

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

til hamingju með þetta Magnús, ég er viss um að þú munt pluma þig vel í þessu starfi hjá Byko

Óskar Þorkelsson, 14.2.2008 kl. 21:29

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sko kall """hefðu þeir sagt Norðanmenn"""/en til hamingju Maggi ,þetta er frábært/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.2.2008 kl. 22:27

8 Smámynd: Mín veröld

sko þig ! þú stendur þig eins og hetja ! gangi  þér vel  

Mín veröld, 14.2.2008 kl. 23:09

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þakka ykkur fyrir það,ég mun koma sem ferskur andblær þarna inn.

Magnús Paul Korntop, 14.2.2008 kl. 23:35

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Flott hjá þér kallinn minn.Gangi þér vel á morgun

Solla Guðjóns, 14.2.2008 kl. 23:50

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veistu Maggi minn, ég held að þetta hafi verið sérstaklega góð ákvörðun hjá þér. Ef þú ferð að efast og finnst lífið erfitt, vertu þá bara duglegur að blogga um það, við veðum hér vinir þínir og tilbúin að peppa þig upp. Þú ert sko ekki vinalaus með okkur á netinu.  Gangi þér allt í haginn kæri vinur.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 01:15

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Flott hjá þér, Magnús og ánægjulegt að lesa að vinnuveitandi þinn var mjög manneskjulegur við þig. Láttu hann bara borga þér almennileg laun.

Theódór Norðkvist, 15.2.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 205185

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

236 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband