Hvað á ég að gera?

Starfskynningin í BYKO gekk svona lala í dag,átti að vinna til kl 5 en var algjörlega búinn á því kl 4 svo ég yfirgaf svæðið og fór að fá mér að borða á BK,það sem ég er að velta fyrir mér núna er hvort ég eigi að taka þessa vinnu eða ekki,ekki það að þessi vinna sé eitthvað leiðinleg eða erfið,þvert á móti þá er þetta skemmtilegt starf en vinnuúthald lítið enda ekki unnið síðan á Reykjalundi´93 og sumarvinnu í skógrækt nær árlega frá ´83-´97 auk þess sem ég er hræddur við að lenda í tvísköttun oþh fyrir utan að hrapa í tekjum en ég ætla að ráðfæra mig við þann sem kom þessu í kring auk þess sem ég ræddi þetta við konuna mína áðan og hvatti hún mig til að taka þetta starf í 3 mánuði og sjá svo til og það getur alveg eins orðið lendingin að taka þessa vinnu en eitthvað þarna er að plaga mig því ég hef áhyggjur af að hlutirnir sem ég þarf að semja um klúðrist og í því vil ég ekki lenda.

Kæru bloggvinir og aðrir lesendur,hvað finnst ykkur að ég eigi að gera?ég hef ekkert vinnuúthald,er hræddur um að lenda utangarðs í hópnum(ég er félagsvera að eðlisfari)og ég er hræddur um að þetta reynist mér ofviða.eru þetta óþarfa áhyggjur og á ég þar með að kýla á þetta eða á ég að bakka út og hætta við,verið svo væn að hjálpa mér í þessu.

                                                 KV:Korntop

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús. Þetta eru mjög mikil viðbrigði í byrjun en þrótturinn kemur smátt og smátt. Sammála konunni þinni og ég vona að þú sért svolítið þrjóskur og reynir að þrauka. Guð blessi þig.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Auðvitað kýlirðu á þetta, úthaldið kemur með tímanum og þú ert nú það léttur í skapi að ég trúi ekki öðru en þú verðir fljótir að eignast vini. Láttu vaða og gangi þér allt í haginn.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 23:55

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk Rósa mín,ég hugsa málið vel næstu 2 daga.niðurstaðan kemur að sjálfsögðu hér á blogginu.

Magnús Paul Korntop, 13.2.2008 kl. 23:56

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ásdís: Ég hef alltaf átt létt með að kynnast fólkien það er bara svo margt annað sem spilar inn í en ég mun taka yfirvegaða ákvörðun í þessu máli,enginn hætta á öðru.

Magnús Paul Korntop, 14.2.2008 kl. 00:01

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

"'I upphafi skal endirinn skoða"/Vonandi að þetta sé rétt sem konan segir/ að reina að þrauka þetta næstu mánuði/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.2.2008 kl. 00:39

6 Smámynd: Mín veröld

gefðu þessu sjéns, þetta eru mikil viðbrygði fyrir þig svo hvernig væri bara að fá að stytta vinnutímann um klukkutíma á meðan þú ert að koma þér inn í hlutina þarna og byggja upp  þol

það er erfitt að byrja eftir svona langan tíma svo um að gera að halda áfram og gera það á þínum hraða! tala við yfirmennina og leggja allt á borðið ! virkar ótrúlega vel! gangi þér vel og haltu áfram að vera þú!

Mín veröld, 14.2.2008 kl. 01:06

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.2.2008 kl. 01:15

8 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Björk: Það er nefnilega málið,yfirmennirnir eru mjög jákvæðir og ekkert upp á þá að klaga,segja manni vel til og þannig að maður skilur hvað er farið fram á og vinnutíminn er 4 tímar um annað er ekki samið,þeir sögðu nefnilega strax á mánudaginn."Notaðu þinn hraða"og það hef ég gert og náð svona þokkalegum hraða miðað við minn standard og fyrir þig elskan skal ég bara vera ég.

Halli gamli: Ég býst nú við að þrauka þetta og taka þessa 3 mánuði en ég ætla nú samt að diskútera þetta við aðilann sem er að komna mér að í BYKO.

Linda Linnet: Hvernig kannist þið við mig og hvað heitir maðurinn þinn sem bjó á Grýtubakkanum?Er ekki alveg að átta á því hvernig þið kannist við mig en smá vísbending leysir kanski málið.

Magnús Paul Korntop, 14.2.2008 kl. 02:41

9 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

magnús,

Sammála frúni, láta á þetta reyna í þrjá mánuði.

Ég myndi ekki hafa áhyggjur af því að þú verðið einangraður á vinnustaðnum. Skemmtilegt fólk eins og þú dregur að sér fólk

Anna Kristinsdóttir, 14.2.2008 kl. 08:46

10 Smámynd: Linda litla

Ekki gefast upp strax Magnús. Ég get sagt þér að ég hef ekki unnið í einhver 5 ár og fór að vinna eina helgi um daginn og ég var dauð eftir helgina. Viðbrigðin eru mikil eftir slíkann tíma frá vinnu. Ég mæli með því að þú haldir áfram og þá nærðu að vinna upp þol og orku, það er eitthvað sem kemur með tímanum. Yfirmenn þínir eru mjög jákvæðir segir þú, það er frábært og njóttu þess. Það er sko ekki alls staðar sem það er. Ef að þú ert áfram og nærð að aðlagast vinnunni og fá meiri orku, þá áttu ekki eftir að sjá eftir þessu, þá verður þú ánægður með að hafa ekki hætt.

Þú segist vera félagsvera, þá er einmitt að vera á vinnumarkaðnum. Einmitt á þessum stað, hittir þú mikið af fólki og verður í samskiptum við fólk og kynnist mörgum, ekki gefast upp Magnús. Keep on going.

Fake it till you make it. Gangi þér vel.

Linda litla, 14.2.2008 kl. 11:25

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Gefðu essu 3-4 vikur og sjáðu til hvort kroppurinn og úthaldið sé ekki komið í lag..

Þú skalt endilega ráðfæra þig við þann er kom þessu í kring fyrir þig........ég greini smá kvíða í þér fyrir samskiptum við hina starfsmennina en mér sýnist hér í kommentunum hjá hinum að þú sért skemmtilegur og skapgóður ......

Þannnig gefðu þessu séns....Gangi þér vel

Solla Guðjóns, 14.2.2008 kl. 13:48

12 Smámynd: Ragnheiður

Mér finnst að þú verður að reyna aðeins lengur og sjá hvort úthaldið lagast ekki smá saman. Konan þín er klár

Taktu bara einn dag í einu og sjáðu hvort þetta verður ekki í lagi.

Gangi þér vel kallinn minn

Ragnheiður , 14.2.2008 kl. 13:59

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég tek undir það sem aðri segja á bloggi þínu Magnús minn.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.2.2008 kl. 14:36

14 Smámynd: Adda bloggar

gleðilegan valentinusardag dúllan mín.kv adda og kristófer örn

Adda bloggar, 14.2.2008 kl. 14:39

15 Smámynd: halkatla

ég myndi bakka út, flýja af hólmi, þessvegna segi ég þér að hlusta alls ekki á mín ráð í sambandi við þetta - gangi þér vel :)

halkatla, 14.2.2008 kl. 16:02

16 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það er erfitt að snúa aftur í vinnu eftir langan tíma. Það kostar heilmikla sjálfstjórn. Ég finn það á mér að þú hefur hana

Aftur á móti er það ferlega fúlt að bætur skerðist ef öryrki reynir að vinna svolítið með. Reyndar algerlega óviðunandi

Þannig að það er kannski erfitt að taka ákvörðun um þetta..ég skil það. 

Mín ráð eru að láta reyna á þetta aðeins lengur. Eins og þau á undan segja..úthaldið eykst smám saman. 

Baráttukveðjur

Rúna Guðfinnsdóttir, 14.2.2008 kl. 18:31

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég vil byrja á að hrósa þér, Magnús, fyrir að reyna að vinna fullan vinnudag, þar sem þú ert að stríða við líkamlegan krankleika.

Ég tek undir með einni hér sem segir að þú ættir að gefa þér 3-4 vikur til að sjá hvort úthaldið aukist ekki. Öll þjálfun og líkamsrækt er líka góð utan vinnutíma, það veistu eflaust.

Síðan ættirðu að kanna möguleikann á því að fara að vinna eitthvað sjálfstætt. Hvar liggja hæfileikar þínir? Sölumennska, einhver þjónusta, vélaviðgerðir, smíðar, tölvuvinna eða hvað annað sem það er.

Ef þú vinnur sjálfstætt ræðurðu betur hraðanum og álaginu, ef þú færist ekki of mikið í fang, byrjar bara rólega. 

Theódór Norðkvist, 15.2.2008 kl. 00:32

18 identicon

Sæll Maggi.

Ekki spurning.Í djúpu laugina með þig. Ég hef reynsluna.Sko, maður reynir dettur,reynir aftur,slagar,reynir aftur ,stendur í lappirnar og framundan eru góðir dagar.

Gangi þér vel kallin minn.(EKKI BYRJA Á ÞVÍ AÐ HENDA HÖMRUM(klettum).

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 205184

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

237 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband