Kvöldblogg.

Fyrsti dagur starfskynningar var í dag og gekk vel og held ég að þetta sé vinna sem gaman er að vinna,í dag var ég að raða í kassa,setja miða sem sýnir að varan sé hættuleg,skrifa svo niður vörunúmer og loka svo kassanum með límbandi.

Einnig var farið með mig í tölvuna til að sýna mér hvernig vörunúmer er fundið og þarf að skanna allt inn og gekk það líka vel,semsagt góður dagur í starfskynningunni en enn eru 4 dagar eftir og margt sem ég á eftir að reyna örugglega.

Eini gallinn við þessa vinnu er að það er allt of mikið labb og er ég að spá í að taka Ferðaþjónustuna ef ég fæ vinnuna en það kemur í ljós síðar.

Mikið er ég óhress með hversu fáir commenta á bloggin mín og ef það heldur áfram þá neyðist ég til að henda þeim sem aldrei commenta á síðuna burt,ok,ég ræð engu um það hverjir commenta en ég vil biðja þá sem finnst íþyngjandi að vera bloggvinir mínir að eyða mér út af síðum sínum og þetta endar bara með því að ég legg niður laupana hér á mbl og hætti og færi annað,er það málið?Nei ég bara spyr,eins er staðan varðandi skoðanakannanir,en það eru líka sumir hér sem commenta reglulega og er ég ánægður með það en ef heldur fram sem horfir þá ýtir það bara undir að ég loki síðunni.

Að endingu smá um atburði dagsins:Vilhjálmur Þ Vilhjálmson ætlar að sitja áfram sem borgarfulltrúi og viðhalda þessum skrípaleik,er ekki kominn tími á að manngarmurinn segi af sér og annar taki við,maðurinn er svo rúiinn trausti að engu lagi er líkt,gefa þarf sjálfstæðismönnum frí frá völdum því þau hafa þeir haft OF LENGI.

                                                    Bless í bili.

                                                       KV:Korntop 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég ætlaði að kommenta, þú þurftir ekkert að minna mig á það  en ég gleymdi samt hvað ég ætlaði að segja, oh well, hafðu það gott

halkatla, 11.2.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sæll Magnús /vona bar að þu kastir mer ekki út þó eg sé sjálfstæðismaður/þeir geta verið bestu menn/Gangi þér allt i haginn/kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.2.2008 kl. 22:49

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Nei,Halli minn,þér verður ekki hent út enda ekki allir sjálfstæðismenn spilltir,þú ert það allavega ekki.

Magnús Paul Korntop, 11.2.2008 kl. 23:00

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Mér sýnist sumir aldrei kommenta hjá öðrum. Ég er ekkert að fárast yfir því. Mér finnst gaman að bulla á bloggið...misviturt verð ég að segja.Það þýðir ekkert að gefast upp.

Það er gaman að fylgjast með þér og skrifum þínum. Gott að gekk vel í BYKO í dag, haltu ótrauður áfram. Kveðjur

Rúna Guðfinnsdóttir, 11.2.2008 kl. 23:02

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gaman að heyra að þetta gekk vel hjá þér.. en þetta með labbið er bara jákvætt þegar menn eru af okkar þyngdarflokki Maggi minn ;)

Óskar Þorkelsson, 11.2.2008 kl. 23:07

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þetta er allt of langt labb því það eru engar sjáanlegar gangstéttir og þú átt ekki mikla möguleika á að forða þér égar stórir vörubílar og fluttningabílar æða þarna í gegn en mér skilst að þeir séu að færa sig ofar í götuna eftir 3 mánuði og þá verð ég vonandi fullgildur starfsmaður og þá verður vonandi hægt að labba þarna up og niðureftir en fyrir mann eins og mig er það ekki fræðilegur séns.

Magnús Paul Korntop, 11.2.2008 kl. 23:13

7 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Maggi,

Flott hjá þér að reyna þetta hjá BYKO. Veit þú rúllar þessu upp.

Anna Kristinsdóttir, 11.2.2008 kl. 23:22

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að heyra að dagurinn var góður í vinnunni.  Ég er óspilltur sjálfstæðismaður og held áfram að kíkja við hjá þér.  Skilaðu hamingjuóskum á konuna þína með Arsenal.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 23:24

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús. Gott að það gekk vel í dag í vinnunni og vonandi verður það áfram. Þú ert mjög mikið að kvarta undan því að bloggvinir þínir skrifi ekki inn athugasemdir hjá þér. Ef fólk er að setja inn tvær færslur á dag eins og  sumir bloggvinir mínir gera og stundum fleiri en tvær þá verð ég bara að sitja við tölvuna ef ég ætla alltaf að skrifa inn athugasemdir. Svo er eitt sem mig langar að spyrja þig um ert þú duglegur að skrifa athugasemdir hjá bloggvinum þínum. Ég á marga bloggvini og ég veit að þeir eru að lesa en skrifa ekki alltaf athugasemdir og það plagar mig ekki. Ég held að þú hafir skrifað eina athugasemd hjá mér en það plagar mig ekki. Ég held að það væri gott fyrir þig að hætta að láta þetta angra þig. Þetta meiðir þig ef þú ert að velta þér uppúr þessu. Ég vona að þú lesir rétt út úr þessu. Þetta er vel meint. Guð blessi þig.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.2.2008 kl. 23:30

10 Smámynd: Linda litla

Það er nú aldeilis fínt að dagurinn gekk svona vel. Vonandi færðu svo vinnu þarna áfram eftir reynslutímann.

Linda litla, 11.2.2008 kl. 23:30

11 Smámynd: Mín veröld

þú færð miklu meira comment en ég !!! Ég er nú aðalega að þessu bulli fyrir mig en ekki aðra en kíktu á hvað margir lesa og fletta, ég hef fengið yfir hundrað heimsóknir en bara eitt comment svo ..... það er eh að lesa!! hef svo fengið comment: hey ég kannast við þig! ég les alltaf bloggið þitt! svo ef ég er rosa dugleg að commenta og kvitta hjá öðrum þá fæ ég sjálf meira af commentum en nóg um það !!

Gangi þér rosa vel, mér lýst vel á þetta Byko dæmi hjá þér !!

Mín veröld, 11.2.2008 kl. 23:54

12 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Rósa: Já,ég skrifa oft comment og einmitt til að sýna að ég les viðkomandi bloggsíður þanni er nú það.

Ásdís. Búinn að skila þessu til konunnar,hún var ekkert smá ánægð.

Linda: Já vonum það besta.

Björk: Hvernig kannast þú við mig?Alveg með ólíkindum hvað margir kannast við mig án þess að ég kannist við viðkomandi.

Magnús Paul Korntop, 12.2.2008 kl. 00:08

13 Smámynd: Signý

Það er rosalega erfitt að kommenta á eitthvað sem maður veit ekkert um, eða hefur kannski ekki skoðun á... En ég hef þó kommentað hjá þér time to time. Ég les þig allavega alltaf... Svo á maður ekkert að vera að skrifa fyrir einhverja aðra... er maður ekki að blogga fyrir sjálfa/n sig? Flestir allavega...

En gangi þér rosalega vel með þetta byko dæmi

Signý, 12.2.2008 kl. 01:13

14 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk Signý,jú vissulega bloggar maður fyrir sjálfan sig en maður vill kanski vita hver commentar en eins og ég sagði í færslunni þá ræð ég engu um það hver commentar og hver ekki.

Magnús Paul Korntop, 12.2.2008 kl. 01:44

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú færð fullt af kommentum magnús, og hérna kemur eitt frá mér... gott að það gekk vel í vinnuni.

hafðu fallegan dag í dag kæri magnús

Bless

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 11:03

16 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.2.2008 kl. 11:44

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hérna færðu Comment frá mér Magnús minn.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.2.2008 kl. 15:02

18 Smámynd: Magnús Paul Korntop

ok.

Magnús Paul Korntop, 12.2.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 205185

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

236 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband