Ég,um mig,frá mér,til mín.

í mars í fyrra færði ég mig hingað á mbl bloggið frá blog central kerfinu því flestir mínir kunningjar og vinir voru þá komin á mbl en lenti þá í umræðu sem tengdist sjálfum mér og átti að hafa farið fram á Barnaland.is og skrifaði ég færslu þar að lútandi þar sem ég hellti úr skálum reiði minnar yfir því hvernig talað var um mig,síðan kom í ljós að þessi umræða fór aldrei fram og því skrifaði ég aðra færslu þar sem ég baðst afsökunar á að hafa haft þessar konur fyrir rangri sök og missti ég bloggvináttu sumra þessara kvenna í kjölfarið og eru sumar þessara kvenna í hæstu hæðum blogglistans á mbl enda hörkubloggarar þaðr á ferð en svo virðist sem þessar konur hati mig eftir þetta sem gerðist og og það verða þær að eiga við þær sjálfar en enn og aftur harma það sem gerðist í mars í fyrra.

Eftir þetta hef ég gætt orða minna og reynt að fara rétt með staðreyndir en stundum hefur mér verið heitt í hamsi út af hlutum en passað samt að segja ekkert sem veldur sárindum,en ég get nefnt nokkur mál þar sem ég hef þurft að passa að missa ekki út úr mér eitthvað sem ég sæi eftir og gæti dregið dilk á eftir sér s.s Kárahnjúkavirkjun,femínista,strætókerfið,öryrkja og borgarmálin en þetta er bara brot af þeim málum sem ég hef tjáð mig um hér á blogginu.

Ég er ekki á móti femínistum en því miður eru til öfgafemínistar sem eyðileggja annars oft og tíðum góðan málstað(nefni engin nöfn) sem gaman er að fylgjast með,ég er hlyntur kvenfrelsi og að þær fái sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar,það að karlmenn fái hærri laun en konur bara af því þeir eru karlmenn er tímaskekkja og henni þarf að breyta en þar fyrir utan eru konur mun oftar betur mentaðar svo einfalt er það.

Ég vil ekki að þessi síða fjalli eingöngu um mitt líf heldur vil ég getað tjáð mig og rifist og skammast um hitamál samtímans innann ákveðins ramma,mér er nokk sama hvort ég sé í hæstu hæðum blogglistans eða á botninum því að mínu mati er það aukaatriði,ég blogga því ég hef gaman af því og finnst ég hafa eitthvað að segja og læt þá verkin tala með bloggfærslu eða commenti.

Ég er ekkert öðruvísi en hver annar bloggari hér en hver kemur hér fram á eigin forsendum og gera sitt besta,ég lærði fljótt að gæta tungu minnar hér og það er ekkert verra,mér finnst gaman að blogga og lesa blogg og commenta ef ég hef skoðun á umræðuefninu hverju sinni en ef ég þekki ekki umræðuefni þá commenta ég ekki fyrr en ég hef lesið mér til um efnið.

Nú á undanförnum mánuðum hefur bloggheimurinn misst  góða bloggara yfir móðuna miklu,þær Gíslínu og Þórdísi Tinnu en báðar létust þær úr krabbameini þeim válega sjúkdómi en þær voru hetjur í mínum augum og börðust gegn þessum vágesti með kjafti og klóm en urðu því miður að lúta í lægra haldi,og er stórt skarð höggvið í bloggheima við andlát þeirra,blessuð sé minning þeirra.

Þó ég segi skoðanir mínar oft umbúðarlaust og blæs stundum þá vita þeir sem þekkja mig að ég er mjög rólegur allra jafna og vil engum illt,mistök eru til að læra af og það er gott,en nóg komið í bili-meira síðar,farið vel með ykkur-það geri ég,GUÐ blessi ykkur.

                               KV:Korntop

                       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þú átt bara að blogga með þínu nefi, fólk er ekki skyldugt að lesa hjá þér. Ég missti reyndar af þessu á mars í fyrra, ekki komin á moggabloggið. Það breytir ekki því að meðan velsæmis er gætt þá á maður að skrifa það sem maður vill fjalla um og alls ekki láta aðra bloggara halda sér í herkví með skoðanir sínar.

Skoðanir eru eins og rassgöt, allir eru með svoleiðis

Ragnheiður , 1.2.2008 kl. 20:10

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst bloggið þitt gott eins og það er og svona ert þú, og mér finnst það bara í lagi.  Haltu þínu striki strákur.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 20:35

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ragnheiður: Alveg rétt hjá þér,það er enginn skyldugur að lesa hjá neinum þannig er það nú bara einu sinni,en auðvitað held ég bara áfram að blogga um það sem ég vil blogga um.

GUÐ blessi þig.

Ásdís: Takk fyrir þetta og auðvitað held ég áfram mínu striki,hvað annað?

GUÐ blessi þig.

Magnús Paul Korntop, 1.2.2008 kl. 21:02

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Magnús haltu áfram að segja þinar skoðanir/það er best/Kveðja og i Guðs friði*/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.2.2008 kl. 00:42

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Halli Gamli: Já það mun ég svo sannarlega gera:

Magnús Paul Korntop, 2.2.2008 kl. 00:45

6 identicon

Sæll Maggi,

Ég segi fyrir mig,mér finnst best að blogga eins og mér líður.þú veist um hvaða málefni ég blogga yfirleitt um,þó ekki alltaf. Mér er ekki sama um Lítilmangann.Og ég verð að láta mig hafa það hvort er lítið eða mikið kommentað,ég skrifa ekki fyrir aðra svo þeir kommenti hjá mér þess vegna .  þá er ég kominn út fyrir hugsjónina, og sem meira er.Það eru alltof margir sem hvorki vilja  eða getað Bloggað um þá sem MINNA MEGA sín. ÞVÍ MIÐUR MAGGI MINN. Góða helgi.

Gakktu á Guðs vegum og leiðin er Greið.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 05:23

7 identicon

Krabbamein er bara fyrir weenies.  Pabbi skar sig á háls fyrir framan okku systkinin.  Það var fullorðins.

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 06:16

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.2.2008 kl. 09:04

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þórarinn: Mér er orðið nokk sama hverjir commenta og hverjir ekki,er löngu kominn yfir þá maníu.

Já,sumir bloggarar eru svo merkilegir með sig að þegar kemur að lítilmagnanum þá er enginn vilji til að blogga um hann,þannig er það nú bara einu sinni.

Gunnar: krabbamein er EKKI fyrir weenies svo að það sé á hreinu,fannst þér virkilega fullorðins að sjá pabba þinn skera sig á háls fyrir framan ykkur systkynin?

Linda: Kveðjur til baka.

Valgeir: Takk fyrir það,það er líka skemmtilegt að hafa þig hérna,fræðandi pistlar um sjúkdóma eins og þunglyndi og kvíða því það þekkja ekki allir þessa sjúkdóma svo að fræðandi pistlar eru ekkert verri en hvað annað.

Það er í lagi að tala illa um einhvern ef viðkomandi hefur unnið til þess en galdurinn er hvernig þú kemur því í orð það er nefnilega líka hægt að vera penn í orðum þó að það sé verið að skamma eða tala illa um einhvern/einhverja.

Mistök eru til þess að læra af þeim þá er sama hvaða mistök það eru,orð eru til alls fyrst og því þarf að fara sérstaklega varlega með notkun þeirra.

Magnús Paul Korntop, 2.2.2008 kl. 12:09

10 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Nei Árni,það geri ég ekki en ég fylgdist með baráttu Þórdísar Tinnu og Gíslínu gegnum síður þeirra og því sagði ég að bloggheimurinn stæði fátækari eftir og ég geri ekki lítið úr því að fólk deyi úr krabbameini þessum válega sjúkdómi sérstaklega þegar móðir mín,frænka og afi létu lífið úr þessum sjúkdómi.

Magnús Paul Korntop, 3.2.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205174

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

239 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband