Úrslit Austurstranadar NBA.

Nú var rétt í þessu að ljúka 6 leik í einvígi Cleveland Cavaliers og Detroit Pistons,nægði Cleveland að vinna til að komast í úrslit NBA en að öðrum kosti yrði oddaleikur í Detroit og bar leikurinn þess merki,en í 1 leikhluta gerðist það að allar klukkur biluðu og þurfti þulurinn að tilkynna þegar 10 sek væru eftir af skotklukkunni og höfðu leikmenn,þjálfarar og áhorfendur enga klukku til að fylgjast með stöðunni í leiknum.

Staðan í hálfleik var jöfn 48-48 og mikil spenna virtist framundan og hún hélst í 3 leikhluta en staðan að honum loknum var 67-66 Cleveland í vil.

Í 4 leikhluta tók nýliðinn Daíel Gibson sig til og raðaði 3stiga körfum á Detroit sem sáu ekki til sólar í 4 leikhluta og endaði Gibson með 31 stig,stjarna liðsins LeBron james skoraði"aðeins"20 stig en var auk þess með 14 fráköst,8 stoðsendingar 2 stolna bolta og 2 varin skot,ekki lélegar tölur það.

Ekki bætti það úr skák fyrir Detroit að "Mannvitsbrekkan"Rasheed Wallace fékk 2 tæknivillur nánast á sömu sekúndunni og var hent í bað,alveg ótrúlegt hvað þessi maður á erfitt með skapið í sér en það hefði engu breytt þótt hann hefði tórað allann leikinn því heimamenn voru klassa betri í 4 leikhluta,ekki veit ég hvort Cleveland eigi nokkurn séns í San Antonio en það skal ekki tekið frá Cleveland að þeir verðskulduðu þetta fyllilega og er þetta mikill sigur fyrir LeBron James sem vel að merkja er ekki nema 23 ára og hefur verið líkt við goðsögnina Michael Jordan,James er með kollinn í lagi og hann tók þetta miðlungslið Cleveland og kom þeim í úrslit.

Til hamingju LeBron James,til hamingju Cleveland.

Við segjum meira frá NBA í lokaúrslitum NBA sem hefjast 7 júni.
KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Uss hef ékki vit á NBA.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.6.2007 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 205185

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

236 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband